Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 19

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 19
Hjálmar Arnason, skólameistari Avarp til brautskráðra nemenda Breski heimspekingurinn John Loxk hélt fram kenningu sem í stuttu máli byggði á því að sál manna væri við fæðingu sem óskrifað blað — tabula rasa —. Strax á fyrstu skrefum lífs síns aflaði fólk sér þekkingar og reynslu, á auða sálarkirnuna mörkuðust smám saman rúnir og ristur sem ótvíræð tákn um þekk- ingar- og reynsluheint hvers ein- staklings. Þannig má til sanns vegar færa að tvítug manneskja sé orðin hámenntuð ef tekið er mið af menntunarleysi hennar við fæðingu. Reynsluheimur hennar hefur vaxið frá því að takmarkast af hlandblautri bleyju í þröngu rúmi, út fyrir veggi heimilisins, jafnvei út fyrir landsteinana, allt út til þess heims sem engin bönd fá haldið né mannlegur máttur hamið. Heim tilfinninga, ímynd- unar og hins skapandi starfs. Það er einkum í þeim heimi sem hinn viti borni maður getur greint sig frá öðrum skepnum. Vissulega er það stórbrotin menntun að geta gengið og dregið fram lífið í sinni fábreytilegustu mynd. En meðan við viljum halda einhverri reisn sem hinn viti borni maður ber okkur að leggja rækt við þátt sköpunar, ímyndunar og tilfinn- inga í mannlífinu, hlú að mann- gildinu sjálfu. Sennilega hefur krafa um þetta aldrei verið harð- ari en einmitt núna á tímum örra breytinga og tæknivæðingar. En við þurfum líl<a að kunna til verka í þessum tæknivædda heimi. Á síðasttöldu tveimur sviðunum geta skólarnir einmitt orðið að liði. Þeirra hlutverk er að marka þær rúnir á sálartötur nemenda sinna að þeir geti borið höiuð sitt af ögn meiri myndugleik en ella, að þeir kunni fótum sínum örlítið betri forráð í viðleitni sinni til að standa undir heitinu hinn viti borni maður. Sá hópur, sem við hyggjumst samfagna í dag, er nú kominn að fi'mamótum. Við efnum til upp- skeruhátíðar og gleðjumst með þeim yfir áfangasigri. Ég segi áfangasigri því ekkert ykkar hef- ur náð að endimörkum visku eða þroska. Við ykkur blasir leit að nýjum markmiðum á nýjum slóð- um, hvort heldur þær slóðir nefn- ast skóli lífs eða stofnunar. Það er hins vegar von mín að við í FS höf- um náð að marka einhverjar rispur á sálarkirnur ykkar og þær rispur nýtist ykkur í áframhald- andi leit að betra mannlífi. Um veru ykkar í skólanum má segja að öll hafið þið gefið ein- hverja agnarögn af ykkur. Þá ögn munum við varðveita innan skól- ans. Sumu af því fer e.t.v. ekki mikið fyrir meðan annað er frek- ara til rúmsins. Þegar allt er hins vegar lagt saman sjáum við sína ögnina af hverju ykkar. Og þessar leifar af ykkur þykir okkur vænt um og við munum nýta þær í þágu sporgöngumanna ykkar. Þannig hafið þið öll lagt ykkar að mörk- um til skólans — til framtíðarinn- ar. En nú bíða ykkar ný verkefni. Nú líður senn að því að þið hleyp- ið heimdraganum og yfirgefið FS — vonandi með einhverjum sökn- uði. Þá er það einlæg von mín að þið gerið ykkur nú grein fyrir þvi hversu lítt kunnandi þið eruð - hversu lítið þið vitið. Því það er einmitt einkenni góðrar menntun- ar að gera sér ljósar takmarkanir sínar. Hver nýr áfangi opnar menntuðum einstaklingi nýja heima og honum verður stöðugt ljósari margbreytileiki tilverunnar og sannfærist því um fávisku sína. Því segi ég enn: Vonandi er ykkur ljóst að þið vitið í raun afskaplega lítið. Okkur við skólann er nú líkt far- ið og karli og kerlingu þegar þau sendu kotungssoninn eða dóttur- ina út í hinn stóra heim. Vega- nestið er ekki stórbrotið fremur en í ævintýrinu, a.m.k. ekki á veraldlega vísu. Vonandi hefur okkur þó tekist að leggja einhver korn í mal ykkar en hafið hugföst orð Hannesar Hafstein: Þótt /ítt sé lœrdómsnesti í litlum viskumal þá er þar bitinn besti sá biti er: Ég skal. En þannig var það einnig í ævin- týrunum. Karl og kerling bjuggu kotunginn út af vanefnum en hann varð síðan fyrst og fremst að treysta á eigin visku og hyggindi: ,,reistu f verki viljans merki, vilji er allt sem þarf.“ svo notuð séu orð Einars Bene- diktssonar. Þið hafið nú sýnt það í verki að viljinn hefur fært ykkur að settu marki og njótið nú ávaxtanna. En þekkingin er vandmeðfarin. Hún er fáfróðum manni ámóta gagnleg og blindum spegill. Hvort tveggja er að þekking krefst hygginda svo hún fái notið sín af einhverju viti, sem og hitt að þekking krefst Hjálmar Arnason hygginda svo einstaklingurinn verði húsbóndi hennar en ekki þræll. Hvers vegna teljum við annars þekkinguna svo mikil virði? Hafa hinar stórstígu framfarir á öllum sviðum þekkingar fært okkur þá hamingju sem vænst var? Sé litið á nokkur skilgetin afkvæmi henn- ar, eins og þau blasa við okkur í daglegu lífi, þá hljóta ýmsar spurningar að vakna — og sumar hverjar e.t.v. nokkuð stinnar. Vissulega hafa flestar hinna gegndarlausu tækninýjunga létt verulega undir stórum hluta mannkyns. En spyrja má hvort það beri vott mikilla hygginda þegar mannskepnan ógnar sjálfri sér svo átakanlega með gjöreyð- ingarvopnabúri er dygði til að eyða lífi á jörðinni á svipstundu — ekki aðeins einu sinni heldur hundrað sinnum? Ber það vott mikilla hygginda þegar mann- anna verk raska orðið svo hinni viðkvæmu náttúru að ógnun staf- ar af? Eru það hyggindi þegar hluti mannkyns þjáist af velmeg- unarsjúkdómum og offitu meðan stærri hlutinn hríðfellur úr hor? Þannig mætti áfram spyrja en öll dæmin benda eindregið til þess að mannskepnunni hafi tekist hið ótrúlega að ana fram úr sjálfri sér. Höfum við gengið til góðs. . .? Hver er þrællinn og hver er hús- bóndinn? Tceknin eða maðurinn? Af þessu mætti hugsanlega draga þá ályktun að þekking væri varasöm og leiddi mannkyn til glötunar. Hyggilegri tel ég þó þá ályktun að þekking feli í sér kraft. Þann kraft má nýta í þágu mann- kyns ef stundarhagsmunir og skammsýni eru látin víkja fyrir þeirri virðingu sem sýna ber mannkyni, jörðinni og lífinu í heild. Enginn er eyland. Mann- gildið er sá kjarni sem öll þekking verður að miðast við. Ágætu nemendur. Svo ég víki enn að karli og kerlingu heima í koti, þar sem þau búa kotungs- soninn eða dótturina út í heiminn stóra - þá vil ég leggja þessi fá- tæklegu orð í mal ykkar, ásamt þeim lítilfjörlegu kornum sem lögð hafa verið í hann á síðustu önnum. Hvort heldur þið ætlið að leita að Búkollu eða leysa prins úr álögum þá vona ég að malurinn gagnist ykkur í glímu við tröll og forynjur er á vegi ykkar kunna að verða. Þá geta líka karl og kerling unað glöð heima í kotinu. Ég vil samt beina til ykkar orð- um Eftirlitsmannsins í Brekku- kotsannáli, Halldórs Laxness. Eftirlitsmaðurinn, sem starfaði við kamargæslu, svaraði orðum Álfgríms um það hvort starfið væri ekki ógeðslegt á þessa leið: ,,Aðeins eitt starf er ógeðslegt, og það er illa unnid starf. Heimur- inn er einn og madurinn einn og þess vegna er verkið aðeins eitt. Það er til munur d vandvirkni en ekki vcrkum.“ í dag eru vetrarsólhvörf. Frá og með þessum degi fikrum við okk- ur hægt en markvisst úr myrkr- inu í átt til ljóssins. Það er einlæg von okkar allra að þið, ágætu fyrr- verandi nemendur, eigið einnig farsæla leið lyrir höndurn og við óskum ykkur velíarnaðar á leið ykkar í átt til ljóssins. Hjálmar Arnason. faxi 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.