Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 27
V.b. Geir GK 198 í fjörunni viö Vatnsneshöfn 1944.
Snemma árs 1947 lét Ingibjörg,
ekkja Guðmundar Kr., reisa minnis-
varða um áhöfnina á Geir. Varðinn
stendur í kirkjugarðinum í Keflavík.
Við hlið hans, er minnisvarði um þá
sem fórust með m.s. Stuðlabergi
1962.
Fleiri Keflavíkurbátar urðu fyrir
áföllum laugardaginnn 9. febrúar.
Hilmir GK varð fyrir ólagi við Garð-
skaga. Fór hann svo kyrfilega á hlið-
ina, að menn á næsta bát töldu sig
sjá kjöl hans. Mun slíkt einsdæmi
undirslíkumkringumstæðum. Hilm-
ir laskaðist töluvert og allt lauslegt
sem þar var ofanþilja sópaðist burt.
Taldi skipstjórinn, Erlendur Sig-
urðsson, frá Keflavik, að styrkleiki
stýrishússins hefði bjargað því að
ekki fór verr.
Einir frá Eskifirði, sem gekk frá
Keflavík, missti stýrið við Garð-
skaga, en aðstoðarskipið Freyja
dró hann til Keflavíkur. Vélin bilaði í
Bjarna Ólafssyni frá Keflavík. Hann
bjargaðist á seglum i átt til lands, en
Freyja dró hann seinasta spölinn.
Bjarni Ólafsson fékk á sig sjó, en
engan um borð sakaði. Þá aðstoð-
aði Freyja Keflvíking og Ægi við að
bjarga v.b. Faxa, sem varð fyrir mikl-
um brotsjó í Skagaröst. Faxi var
gerður út frá Sandgerði. (Um þann
atþurð er frásögn í des.þlaði Faxa
1973, þls. 160—161.)
Á þessum árum voru Keflvíkingar
í fremstu röð íslenskra sjómanna.
Keflavík var ein aðalþátaverstöð
landsins ásamt Vestmannaeyjum
og Sandgerði. Fjöldi manna og þáta
komu hingað utan af landi á vetrar-
vertíð ár hvert. Keflvískir skipstjórar
öfluðu svo vel að þeir stóðu þar
flestum framar. Sjávarútvegur hér
var þá með miklum þlóma, skipa-
kaup tíð og bjartsýni mikil. En léleg
hafnarskilyrði takmörkuðu stærð
og fjölda báta. Það hafði um leið
áhrif á byggðaþróun. En svo fast
sóttu Keflvíkingar sjóinn á litlum
bátum að undrum sætir. Algeng-
asta bátastærð þá var frá 20 til 33
lestir. En stærri þátar voru þó þyrj-
aðir að koma. Til dæmis f rá Sviþjóð.
En um útgerð togara og línuveiðara
var ekki að ræða sökum hafnleysis.
Einn af þessum aflamönnum var
Guðmundur Kr. á Geir. Hann keypti
Geir haustið 1942. Báturinn var
smíðaður í Reykjavík 1938. Hann
var 22 lestir.
Um þetta leyti hafði Guðmundur
fullan hug á að fá sér stærri bát eins
og fleiri á þessum árum. Á Geir fisk-
aði Guðmundur vel og var oftast
með hinum aflahæstu. Stundum
hæstur. Þegar aflaskýrslur þessara
ára eru lesnar læðist að manni sá
grunur, að mikið kapp hafi verið
meðal formanna til að halda efstu
sætunum. Þannig var róðrafjöldi 20
til 30 lesta báta iðulega 80 til 90 á
vetrarvertíðum. Oft allt að 100. En
það var þó fátítt að komast svo hátt.
Má því nærri geta að sjór hefur ver-
ið sóttur í flestum veðrum, oft án
mikillar hvíldar.
Á vetrarvertíð 1943 var Guð-
mundur aflakóngur. Fékk 1540
skippund af fiski í 86 róðrum. Lifrar-
magn varð 45.348 litrar. Meðalafli í
róðri var þá 17,7 skpd. Á vetrarver-
tíð 1944, varð Geir i þriðja sæti.
Fékk 1602 skpd. í 81 róðri. Töpuð-
ust þá nokkrir róðrar vegna þess að
í febr. slitnaði báturinn frá bryggju i
Vatnsneshöfn, og rak upp í fjöru.
Viðgerð tók 11 daga.
Guðmundur Kr. hóf sjómennsku
um fermingaraldur á togaranum
Braga. Hann varð fyrst skipstjóri á
v.b. Gullfossi frá Keflavik. Síðan
með ýmsa báta frá Keflavík og ísa-
firði. En lengst af var hann skipstjóri
á v.b. Jóni Guðmundssyni frá Kefla-
vík. í marsblaði Faxa 1946, er birt
minnngargrein um skipverjana á
Geir. Þar er birt bátsmynd, sem
sögö er vera af Geir. En myndin er
afJóni Guðmundssyni GK 517. Það
sést ef stækkunargleri er brugðið
yfir myndina og einkennisstafirnir
athugaðir. Geir hafði einkennisstaf-
ina GK 198.
(í dagblöðunum 10. til 12. febr. 1946
eru frásagnir um atburðina 9. febr.
Hérer stuðst viðgreinar íMbl. 10. og
12. febr., frétt í Vísi 11. febr., fréttir í
Alþýðublaðinu 10. og 12. febr. í Mbl.
23. febr. stutt frétt um minningar-
athöfnina. bar eru og minningarorð
um Guðmund Kr. í Vísi 26. apríl er
frétt um likfundinn í Lambastaðavör.
í marsblöðum Faxa og Reykjaness
1946 eru minningarorð um áhöfn
Geirs. í Faxa, jan.—febr. 1947 er stutt
frétt um afhjúpun minnisvarðans.
Um sjósókn Guðmundar Kr., heini-
ildir í júníblaði Reykjaness 1943:
,,Aflakóngar Suðurnesja“. Reykja-
nes, júlí 1944: ,,Aflakóngar Suður-
nesja vetrarvertíðina 1944“).
Framhald í næsta blaði
Vinnuveitendur
Athugiö að tilkynna skrifstofu
bœjarins um þá starfsmenn
ykkar, sem lögheimili eiga í
Njarövík. Bæjarstjóri
Skipaafgreiðsla Suðurnesja
Vatnsnesvegi 14, Keflavík
1 [I » ' ' ^ . 1 l • X v J - P 1 4 > t«m ^S&SS*** * 'v' . ..1—
Leigjum út bílkrana og lyftara
Upplýsingar í símum 3260 og 4042
Flutningur er okkar fag. EIMSKIP SÍMI 27100 • AÐALSKRIFSTOFA L *
Eimskip umboð á Suðurnesjum.
Skrifstofa okkar flutt að
Vatnsnesvegi 14, 3.hæð í Keflavík.
Skrifstofusíminn er óbreyttur!
FAXI 27