Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 31

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 31
Mikið var ferðast í langferðabílum. samtíð. Segja má að ég hafi verið með Biblíuna í annarri hendinni, Jerusalem Post og bók Magnúsar Magnússonar: A söguslóðum Biblíunnar í hinni. Daginn eftir komuna til Israels, fimmtudaginn 19. des., fórum við til Hcbmn, sem er ein af elstu borgum Palestínu, væntanlega stofnuð 17 öldum fyrir Krist og talin elsta óvíggirta borgin í heim- inum. Sagan segir að Abraham, ættfaðir Israelsmanna, hafi keypt Maciipelahellinn í IJebroni af Efroni Hittíta. Hellirinn varð síð- an grafreitur fjölskyldunnar (l.Mós.23:8,16). Ættfeður og ætt- mæður ísraelsmanna Abraham og Sara, ísak og Rebekka, Jakob og Lea eru sögð grafin í Hebron. En Hebron er einnig helg í hugum Múhameðstrúarmanna vegna grafar Abrahams og sona, sem eru spámenn í þeirra augum, enda er Ismael, sonur Hagars og Abra- hams ættfaðir Múhameðstrúar- manna. Borgin er ein af fjórum helgustu borgum Gyðinga. Davíð var þar valinn konungur og dvald- ist í Ilebron sjö fyrstu ár valdafer- ils síns. (2.Sam.2,4) Hann tók síðan Jerúsalem af Jebúsítum og gerði hana að höfuðborg í samein- uðu rfki Júda og Samaríu. Moskan, sem sögð er reist yfir Machpelahellinn, er að mestu frá tímum krossfaranna en neðstu steinar byggingarinnar eru mun eldri, enda byggðu Múhameðs- trúarmenn þarna mosku á 7. öld. Þótt ýmislegt sé álitamál varðandi hellinn og grafreiti ættfeðranna í IJebron má þó fullyrða að helgi hefur hvílt yfir staðnum öldum saman. Þar hafa Múhameðstrúar- menn og Gyðingar ákallað Guð sinn og þar má finna rætur borg- armenningar líkt og í Jerikó. I lebron er þekkt fyrir glergerð- arlist. Við skoðuðum eilt gler- gerðarverkstæðið, þar sem unnið var af mikilli kunnáttu með forn- eskjulegum áhöldum. Á leiðinni til Betlehem ókum við framhjá gröf Rakelar, þar sem Jakob reisti henni minnismerki (l.Mós.35:16-20). Grafhýsið er frá 15. öld og staðurinn er helgur í hugum Gyðinga, Múhameðs- trúarmanna og kristinna manna. Konur sækja staðinn og biðja um gil'tu við barnsburð. I fjarlægð sáum við Herodim, sem reis eins og eldfjall upp úr Júdeu- auðninni 8 km suð-austur af Bet- lehem. Herodium er kennt við Herodes mikla sem byggði það víggirta höll. 200 þrep úr hvítum marmara liggja upp í varnarvirk- ið. Herodes var grafinn þarna er hann féll frá. Sama dag lá leiðin til Bctlchcm, sem er 8 km suður af Jerúsalent og liggur álfka hátt yfir sjávar- máli. Sögu Betlehem, sem þýðir brauðhús á hebresku, má rekja allt aftur til ættfeðranna. í Betle- hem hitti Rut Boas og giftist hon- um, eftir að hafa fylgt Naomi tengdamóður sinni þangað frá Móab. (Sjá Rutarbók). Davíð fæddist í Betlehem og var smurð- ur þar til konungs af Samúel (l.Sam.16). Mörg ykkar hafið heyrt spádóm Míka lesinn við jólaguðsþjónustur: ,,Og þú, Betlehem Afrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Israel“. Kristnir menn sáu þann spádóm rætast í Jesú Kristi. Fæðing hans gerði nafn þessarar 40 þús- und manna borgar ógleymanlegt í hugum kristinna manna um víða veröld. Árið 135 e.Kr. vanhelgaði IJadríanus keisari fæðingarhell- inn og byggði þar musteri helgað Adonis. Þessi vanhelgun varð til þess að staðsetja fæðingarhellinn um alla framtíð. Konstantínus, sem gerði kristna trú að ríkistrú í Rómverska ríkinu, fjarlægði musteri IJadrianusar í upphafi fjórðu aldar og fann þá hellinn. Hann byggði síðan tignarlega kirkju í basilískum stíl, sem var skreytt mósaíkmyndum og fresk- um. 529 var kirkjan eyðilögð af Sam- verjum, sem gerðu uppreisn gegn Byzantíska ríkinu, en var endur- reist þegar í stað af Justinianusi keisara. Kirkja Jusninianusar stendur enn, þar sem henni var hlíft í árás Persa 614. Sagan segir að Persarnir hafi séð mynd af vitr- ingunum frá Austurlöndum, þar sem þeir voru við jötuna í pers- neskum búningum og það hafi orðið til þess að þeir hlíföu kirkj- unni. Fæðingarkirkjan er elsta kirkjan í Landinu helga og senni- lega sú elsta í heiminum. Upphaf- lega voru þrjár inngöndudyr inn í hana, en upp í tvær þeirra var múrað eins og sjá má og þær sem við fórum um voru þröngar og lág- ar. Dyrnar voru lækkaðar tvívegis til þess að verjast árásarmönnum. Árið 1936 fundust brot af mósaík- myndum úr kirkju Konstantínus- ar frá 4. öld e.Kr. Þær eru nú huldar viðargólfi, en okkur gafst kostur að skoða þær þótt skugg- sýnt væri. Hinn fagri grísk-orthodoxi kór sem stendur yfir fæðingarhellin- um er úr handskornum sedrus- viði frá Líbanon. í mínum huga áttum við helg- ustu stund ferðarinnar þegar við fórum niður í fæðingarhellinn og sungum saman Heims um ból og fórum með Faðirvorið. Sú minn- ing mun standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ekki síst á jólunum. Föstudaginn 20. des. fórum við um gömlu Jerúsalem, innan múra. Við gengum um Jaffahliðið á vestanverðum múrnum. Varn- armúrinn var endurbyggður og komið í það horf sem hann er nú af Týrkjum í valdatíð Suleimans mikla árið 1542. Múrinn er um 12 m á hæð með 34 turnum og 8 hliðum t.d. Damaskushliðinu á norðurveggn- um, Stefánshlið og Gullna hliðið á austurveggnum, en því var lokað 1530 af jyrkjum, sem óttuðust að sá sem færi þar um kæmi til með að ráða ríkjum í Jerúsalem. Um þetta hlið, sem stundum er nefnt Fögrudyr, fór Jesús á Pálma- sunnudag inn í borgina. Árlega er KEFLAVIK FASTEIGNAGJÖLD Álagningu fasteignagjalda 1986 er lokið. Gjalddagar verða þrír, 15. jan., 15. mars og 15. maí. Góðfúslega greiðið á gjalddaga. Innheimta Keflavíkurbæjar FAXI 31

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.