Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 34

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 34
ekkert líf þrífst í vatninu, sem er saltasta vatn í heiminum með 27% salt og steinefna meðan venjuleg vötn eru með 4—6% steinefna. Astæðan er sú að ekkert rennur úr vatninu og uppgufunin er mikil í hitanum. Þótt Jórdan veiti miklu af vatni í Dauðahafið ber hún einnig mikið af steinefnum þang- að. Menn notuðu tækifærið í blíð- unni, brugðu á leik og fóru í bað, flutu á vatninu án fyrirhafnar og kepptu um hver hefði fegurstu tærnar! í fjarlægð sáum við staði sem tengdust frásögum Biblíunn- ar af Sódómu og Gómóru, enda fór allt sómasamlega fram. Þetta minnti okkur á hvemig klettar og umhverfi geyma fornar sagnir eins og heima á Fróni. í 1. Móse- bók er sagt frá þvð að kona Lots , ,varö að saltstöpli" er hún leit við. Menn hafa þannig frá fornu fari tengt sögur staðháttum í um- hverfinu. í bakaleiðinni var áð í Kumran. Dr. James Pritchard, einn aðal- heimildamaður Magnúsar Magn- ússonar og kennari próf. Þóris Kr. Þórðarsonar, kennara í Gamla- testamentisfræðum við H.I., segir um Dauðahafsritin, sem fundust í hellunum við Kumran 1947 og síðar, að þau séu mikilvægust vegna þess að þau sjá okkur fyrir , ,nýjum“ afritum af miklum hluta Gt., afritum, sem eru þúsund árum eldri en elsta hebreska handritið af því riti, sem hingað til hafði verið vitað um. Sumir tala um Kumran sem ,,týnda hlekk- inn“ milli Gt. og Nt. og í kjölfarið hafa fylgt miklar textarannsóknir, sem eru ekki síður mikilvægar en rannsóknir fornleifafræðinga sem Magnús Magnússon byggir nær eingöngu á. Kumran var grafið upp á árun- um 1951-56. Essenasamfélagið var á þessum stað, en þeir bjuggu í tjöldum í nágrenninu. Við sáum m.a. hreinsunarstöð þeirra og brest í þrepum eftir jarðskjálfta sem varð 31 f.Kr. Skömmu síðar er talið að Essenarnir hafi yfirgef- ið staðinn. Þetta var samfélag vandlætara sem átti í útistöðum við Rómverja. Urslitaorustan stóð um Massadavirkið, sem við sáum í íjarlægð, en þangað flúðu Essen- arnir. Er þeir gerðu sér grein fyrir því að styrjöldin var töpuð kusu þeir að deyja frjálsir menn og sviptu sig lífi. Hugsanlega hefur Jóhannes skírari og einhverjir af lærisveinum Jesú verið í tengsl- um við Essenasamfélagið. Rit frá Kumran hafa fundist í Massada og þar er getið um Jóhannes Essena. Það er alveg víst að sam- band Jesú og Jóhannesar var mjög náið. Jeús lét skírast af Jó- hannesi í Jórdan við uppphaf starfsferils síns. Sunnudaginn 22. des. héldum við norður lil Galíleu og Genesar- etsvatns eða Galíleuvatns. Það var ekki talið ráðlegt að við kæm- um við í Samaríu og skoðuðum Jakobsbrunn. Þess í stað fórum við á kunnan skírnarstað við Jórdan, sem er mikið notaður af fullorðinsskírendum. Síðan var ekið um Tíberías, borgina sem kennd er við Tfberíus keisara og er við vestanvert Genesaretvatn. Herodes Antipas byggði þá boig 62 e.Kr., en hann var sonur Herodes- ar mikla. Þar reisti hann hallir, leikhús og musteri úr gulli og marmara. Allt frá tímum Róm- verja hafa almenningsböð verið þarna við heitar uppsprettur. Tíberías er nú vinsæll ferða- mannastaður. Eftir Bar Kochba uppreisnina, er Gyðingar voru hraktir á brott úr Jerúsalem 135 e.Kr. var Tíberías lærdómssetur Gyðinga. Þar luku þeir við Talmud, hið munnlega lögmál 400 e.Kr. og settu sérhljóðatáknin í Torah, hið skriflega lögmál, hebresku Biblíunnar. Tíberías er því ein af fjórum helgustu borgum Gyðinga. Við vorum í Kaper- naum, en skömmu áður sáum við út um bílgluggann fjall sæluboð- ananna, þar sem Jesús hélt fjall- ræðuna. Þá kom ósjálfrátt í huga minn altaristaflan í Keflavíkur- kirkju, þar sem Jesús er að flytja ræðuna í íslensku umhverfi. Kapernaum var á tímum Jesú ein stærsta borgin við Genesaretvatn- ið, bæði tollstöð og aðsetur róm- verskra valdsmanna. Jesús starf- aði þarna 20 mánuði að því talið er og birti mönnum kærleika sinn og mátt í miskunnar- og máttar- verkum. Kapernaum var heimili Péturs postula (Matt.8,5), en við sáum rúsir af kirkju frá 5. öld, sem talin er byggð yfir heimili Péturs. Jesús kenndi í samkomuhúsi Gyðinga í Kapernaum (Mark.1,21) og nýverið hafa fundist rústir af synagógunni. Við lásum frásagnir úr ritningunni sem tengdust þessum stað eins og svo oft í ferðinni. í Galíleu fannst manni margt ósnortið og sveipað einfaldleika sem minnti á samtíma Jesú. I hádeginu snæddu margir Pét- ursfisk úr Genesaretvatni í Tíberías. Menn létu vel af þótt fiskurinn væri fremur ófrýnileg- ur. Þá rifjaðist upp fyrir mér sag- an um írann sem spurði Gyðing hvernig stæði á því að þeir væru vel gefnir. ,,Það er vegna þess að við borðum ákveðna tegund af fiski“, svaraði Gyðingurinn, og bauðst til að selja íranum einn á 10 dali. Eftir að hafa borgað fékk írinnfiskinn. ,,Hvaðhannerlítill og ljótur“, sagði hann. ,,Sko til“, sagði Gyðingurinn, ,,þú ert að vitkast." Pétursfiskurinn er talinn skyld- ur fiski í Viktoíuvatni í Afríku, en á forsögutíma var samgangur milli þessara vatna. Að loknum hádegisverði héld- um við áfram til Nasaret, borgar- innar þar sem Jesús ólst upp, sá- um Maríubrunn, þar sem hann hefur örugglega leikið sér og skoðuðum sfðan eitt fegursta guðshús sem ég hef séð, Boðun- arkirkjuna. F'ranskiskanar, sem hafa umsjón með kirkjunni, leyfðu kórnum að syngja í þeim hluta kirkjunna, þar sem engill- inn er talinn hafa vitjað Maríu og boðað henni fæðingu Jesú- Þessi helgistund í kirkjunni boðaði mér nálægð jólanna. Byggingu kirkj- unnar var lokið 1969. Ilún er teiknuð af frægum ítölskum arki- tekt Signor Musio og byggð fyrir gjafafé kaþólskra víðs vegar að úr heiminum. Á leiðinni frá Nasaret sáum við Kana í fjarlægð án þess að koma þar við, enda álitamál hvar sá staður sé. En hann varð- veitir minninguna um fyrsta mátt- arverk Jesú, tákn sem styrkti trú lærisveinanna. Á heimleiðinni ókum við um Jersreel sléttuna, þar sem margar úrslitaorustur hafa verið háðar í sögu þjóðarinnar allt fram á þenn- an dag. Sú staðreynd tengist án efa hugmyndum Gyðinga um að úrslitaorustan milli góðs og ills fari þar fram. í fjarska sáum við 'lhhor fiall, sem geymir frásögnina af um- myndun Jesú (Mark.9,22ff). Þar er nú klaustur Fransiskana. Til- sýndar sáum við einnig Megiddo, sem ég hafði mikla löngun til að skoða nánar. Þið getið lesið um Megiddo í bók Magnúsar Magn ússonar. Ég hafði hug á að sjá vatnsgöngin sem lágu inn í borg- ina og þær birgðaskemmur sem kallaðar hafa verið „hesthús Salomons“. Hvort tveggja talandi dæmi um háþróaða verkmenn- ingu fyrri tíma, sem okkur hættir oft til að afskrifa. Á leiðinni upp til Jerúsalmen sáum við eitt af orkuverum ísra- ela, knúið olíu og kolum ef með þarf. Við skoðuðum einnig demantaverksmiðju og ókum um Herzlíu, sem kennd er við Herzl höfund Zíonismans, þeirrar stefnu sem miðar að endurreisn ísraels. Við komum á Shalom hótelið þreytt og svöng en ánægð með góða ferð noður í land. Við nutum hvíldar og friðar um kvöldið og hlýddum á kórinn sem söng fyrir hótelgesti við góðar undirtektir. Þorláksmessa að morgni, kóra- mótið og jól í ísrael á næsta leyti og síðan förin til Egyptalands. Meira um það síðar, ef Guð lofar. (Framhald í nœsta blaði). Tilkynning til notenda Hitaveitu Suðurnesja Vegna mjög svo aukinna vanskila hafa innheimtuaðgerðir verið hertar Losið ykkur við óþægilegar innheimtuaðgerðir og greiðið skilvíslega Athugið! Eindagi er 15. hvers mánaðar Innheimtustjóri Sími 3200 HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 NJARÐVÍK SÍMI 3200 34 FAXI J

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.