Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 15
Matthías Hallmannsson:
Stóðrekstur á Arnar-
vatnsheiði 1920
Eins og áður er frá sagt í Faxa,
var ég, sumarið 1920, ráðinn sem
vikapiltur að Kollslæk í Hálsa-
sveit. Um veru mína þar er í
stuttu máli það að segja, að mér
leið illa. Þeir feðgar, Jón og Stef-
án, áttu nokkuð mörg ótamin
hross,,stóð“. Nú var það venja að
reka þau fram á heiðar að loknum
sauðburði, og auðvitað var svo
gert í þetta sinn.
Það var einn dag, að Jón bóndi
kom að máli við mig og spurði
hvort mig langaði ekki til að fara
fram á ,,Heiði“. „Hvaða heiði?“
spurði ég. ,,Það er aðeins um
eina heiði að ræða, þegar við tök-
um svo til orða, það er Arnar-
vatnsheiði.“ ,,Er hún langt í
burtu?“ spurði ég. ,,Það er 10
tíma rekstur,“ svaraði Jón. En ég
var jafnnær, því ég vissi ekki,
hvað langt var rekið á hverjum
tíma.
,,Þeir Hofstaðabræður eru bún-
ir að lofa að taka tryppin okkar, og
þeirra á Uppsölum, ef maður
kemur með þeim, en þá verður þú
að standa þig. Það er ekkert grín
að reka stóð fram á fjall.“ Mér
hraus hugur við þessu, því margt
hafði ég heyrt um þá bræður á
Hofstöðum og ekki allt fallegt, en
seinna kom í ljós að upp á þá hafði
ég ekkert að klaga.
Eyjólfur Gíslason bóndi á Hof-
stöðum var mesti myndarkarl.
Hann var sagður hagyrðingur
góður. Ég kann 2 vísur sem hon-
um voru eignaðar, en ekki hirði ég
um að birta þær hér, því ekki er
víst að ég kunni þær svo vel að
engu skeiki.
Ekki man ég nöfn allra þeirra
sem í þessa för voru kvaddir.
Haukur sonur Eyjólfs var einn
þeirra og bróðir hans sem ég man
ekki hvað hét. Einn var unglingur
frá Uppsölum, en ekki man ég
nafn hans. Svo var ég sem þessar
línur skrifa.
Nú eru liðini 64 ár, síðan þessi
ferð var farin og fimm mánuðum
betur, svo ég vona að mér verði
virt það til vorkunnar þó einstaka
atvik séu tekin að gleymast.
Nú var ég rekinn í rúmið og sagt
að fara að sofa, því snemma að
morgni yrði ég vakinn. Ég hlýddi,
en ekki varð mér svefna auðið og
kl. 2 um nóttina var mér sagt að
koma mér í fötin, því stóðið væri
komið að Uppsölum. Eftir stutta
stund var ég alklæddur. Auðvitað
var ég í skinnskóm. Enga yfirhöfn
hafði ég yfir mér en skinnskjóða
var mér fengin hvar í var nesti.
Hvorugt þótti mér girnilegt, ílátið
eða innihaldið, enda var það að
mestu ósnert er heim kom og urðu
deilur út af því. Ég var krafinn
skýringa, hvort ég hefði sníkt hjá
Matthías Hallmannsson
hinum. Ég þráaðist við eins og
sauðkindin, en sannleikurinn var
sá að Haukur á Hofstöðum og
bróðir hans voru svo birgir af mat,
og það eintómu lostæti, og þar að
auki í hreinum ílátum. Þeir bönn-
uðu mér að snerta á þessum
óþverra og láta Jón éta það sjálfan
þegar heim kæmi. Þá er að minn-
ast á reiðskjótann, hann var jarp-
ur og kallaður Stóri-Jarpur. Jarp-
ur var ekki hraðfara, þó ég léti
svipuna ganga á báða, þá lét hann
sem ekkert væri og hélt sínu
striki. Þeir Hofstaðabræður gerðu
óspart grín að Jarpi, og höfðu það
á orði að einhverja truntu ættu
þeir feðgar sem væri skárri en
hann. En það var fleira sem gerði
Jarp að heldur leiðinlegum reið-
hesti, bakið var svo breitt að fætur
knapans náðu varla niður á miðj-
ar síður. Ekki bjuggu þeir feðgar á
Kollslæk svo vel, að þeir gætu
skotið hnakkpútu undir strákinn,
heldur var tekin gömul reiðings-
dýna, og breikkaði bakið á Jarp
til muna. ístöð voru búin til úr
reiptöglum. Síðan var matar-
pinkillinn bundinn við faxið, og
þá vorum við tilbúin. Ég kveið
mikið fyrir ferðalaginu, og gæti
best trúað, að Jarpur hafi kviðið
fyrir líka.
Klukkan 3 um nóttina var lagt af
stað. Við höfðum Reykjadalsá á
hægri hönd, og bráðlega sáum við
heim að Giljum. Sá bær er sunnan
ár. Þar næst er bærinn Hraunsás
og síðan langur vegur að Húsa-
felli. Stóðið var léttrækt. Máske
hafa hrossin hugsað gott til sum-
arsins og frelsisins á víðernum
öræfanna. í þessum hóp var
margt fallegra gripa, enda er ís-
lenski hesturinn ein allra falleg-
asta skepna sem til er. Þá er ég var
í sveit þótti mér mest til hestanna
koma.
Ferðin sóttist vel, og um hádeg-
isbil komum við að Húsafelli. Mig
minnir að þar væri okkur boðið í
bæinn. Um nónbil komum við að
Kalmannstungu, og stönsuðum
lítið eitt, og þá var komið að síð-
asta áfanganum. Fyrsta vatnið
sem við komum að minnir mig að
héti Reykjavatn. En nokkurn spöl
norður fyrir Reykjavatn rákum
við stóðið. Veðrið var svo sem best
varð á kosið, og útsýnið var engu
öðru líkt.
Njarðvíkingar
athugið
Skrifstofa félagsmálafulltrúa er á
bæjarskrifstofunni, Fitjum.
Viðtalstími frá kl. 10—12 alla virka
daga. Móttaka atvinnuleysisskrán-
ingar er á föstudögum og mánudög-
um frá kl. 10—12.
Félagsmálafulltrúi
Keflavík
Vinnuveitendur
Athugiö aö tilkynna skrifstofu
bœjarins um þá starfsmenn
ykkar, sem lögheimili eiga í
Keflavík.
Innheimta Keflavíkurbæjar
FAXI 15