Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 14
MINNING Kristín Vigdís Erlendsdóttir Kristín Vigdís Erlendsdóttir var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þann 17. des. s.l., en hún and- aðist á Landakotsspítala 9. des. eftir stutta en erfiða sjúkdóms- baráttu. Kristín fæddist 23. júlí 1925 að Vesturgötu 7 í Keflavík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim mætu hjónum, Erlendi Jónssyni, skipstjóra og útgerð- armanni, Olafssonar og Odd- nýju Maríu Kristinsdóttur, sem ættuð var frá Eyrarbakka. Kristín var næst elst átta syst- kina, sem öll náðu fullorðins- aldri, en áður er látinn bróðir hennar Jón. Hann lést af slys- förum árið 1956. Á gamlársdag árið 1947 giftist Kristín eftirlif- andi eiginmanni sínum Ragnari Þórðarsyni frá Ysta-Gili í A-Húnavatnssýslu. Kynntust þau hjónaefnin, þegar Ragnar kom fyrst hingað til Keflavíkur árið 1946 og varð starfsfélagi Kristínar í hraðfrystihúsinu Keflavík h/f, en þar var starfs- vettvangur þeirra um árabil. Búskap sinn hófu ungu hjónin að Suðurgötu 31 í leiguíbúð í kjallara. brem árum síðar festu þau kaup á húsinu að Vestur- götu 8, sem þau keyptu af Pétri FÆDD 23.07.1925 Jóramssyni og Elinbjörgu konu hans. Þar, gegnt æskuheimili húsmóðurinnar, bjuggu þau síðan í 10 ár, í sínu litla og vina- lega húsi, sem nú er löngu horf- ið. Síðan var það á gamlársdag árið 1960, sem þau fluttu f ný- byggt hús sitt að Smáratúni 44. Þar stóð upp frá því heimili fjöl- skyldunnar og sjötta og síðasta barnið bættist þar í hópinn árið 1962, en börnin eru þessi í ald- ursröð: Erlendur, húsasmíðameistari í Keflavík, kvæntur Þórdísi Páls- dóttur; Kristín Hrönn, húsmóð- ir í Bandaríkjunum, gift John Bradley; María Hafdís, hús- móðir í Keflavík, gift Ómari Matthíassyni; Þórður, kennari og háskólanemi Innri-Njarðvík, kvæntur Guðbjörgu Jónsdótt- ur; Ómar, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdóttur og yngst er Rut, verslunarmær, sem býr í for- eldrahúsum. Alls eru barna- börnin 10 talsins. Kristín var hæglát og rólynd kona. Ávann hún sér hvarvetna traust og virðingu þeirra, sem henni kynntust. Hún var skilningsrík. Góð móðir og amma enda helgaði DÁIN 09.12.1985 hún krafta sína öðru fremur uppeldi barna sinna og studdi að velferð barnabarnanna eftir því sem kostur var á. Bjó hún, með dyggri aðstoð Ragnars, fjölskyldunni myndar- legt og vistlegt heimili og þar bera m.a. fagurlega gerðir hann- yrðamunir handbragði hennar fagurt vitni. Garðrækt var þeim hjónum einnig sameiginlegt áhugamál og hlaut garður þeirra viður- kenningu — Verðlaunagarður í Keflavík — árið 1972. Þegar börnin voru uppkomin og tekin að flytjast að heiman hóf Kristín að starfa á Keflavík- urflugvelli. Þar störfuðu hjónin saman síðustu átta árin. Það var svo á síðastliðnu vori er þess illviðráðanlega sjúk- dóms varð vart, sem lagði Krist- ínu að velli. Tók hún veikindum sínum með fádæma æðruleysi. Fór hún til Bandaríkjanna í sumar eins og ekkert hefði í skorist og hélt þar upp á sextugs afmæli sitt hjá dóttur sinni, en er heim kom var hún helsjúk orðin. Ragnar reyndist konu sinni einstaklega vel alla tíð og þá ekki hvað síst í veikindunum, en þá var hún umvafin kærleika hans sem og annarra ættingja og vina. Að leiðarlokum eru Kristínu þökkuð góð kynni. Hugljúfar minningar verða vinum hennar huggun harmi gegn. Ragnari, fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum vottum við hjónin samúð okkar. Blessuð sé mh.ning Kristínar Vigdísar Erlendsdóttur. Kristjún A. Jónsson. Óöyr tækifærisferö! Farscöill meö „Halastjörnunni" til Marz (7 ðaga ferö), verö 25 aur. (Knr|".r>ir .jalfir. i!vcr má imfu 2fftf J»(i. f fnlt ftfnu. kcojur kl. %,*'•' árd, og for sli«i<lyffei*sg<i ki. íi,!** aíðtl 15). rnaí 1UÍO. KvoðjuvíOhÁfn: Kiliirf f hyiinahötmn), fiugísldar úfi Halastjama í sjónmáli Það eru ekki allir árgangar af mann- fólki sem eiga þess kost að sjá hala- stjörnu. Þær eru þó svo merkilegt fyr- irbæri í fjölskyldu himintungla að flestir vildu séð hafa. Eins og sjá má af mynd þessari, ef hún prentast sæmilega, þá nota snjallir auglýsendur halastjömuna til að vekja á sér athygli, og langt er síðan að menn fýsti að hafa viðkomu hjá Karlinum í tunglinu ef kostur væri á. 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.