Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 3
* Olafur Oddur Jónsson: i. Jón Ásgeirsson, tónskáld og tónlistargagnrýnandi, skrifaði um tónleika Kórs Keflavíkurkirkju á jólaföstu, skömmu áður en kórinn hélt utan, ásamt samferðarfólki, til Landsins helga. Hann gaf kórn- um góðan vitnisburð, enda langur og strangur undirbúningur að baki. Yfirskrift orða hans var: ».Til fyrirheitna landsins". Það rifjaði upp fyrir mér frásögn Joseph Heller í bókinni God knows, sem éghafði nýverið lesið. I leller segir þar frá Davíð konungi og fer fram og til baka í sögunni í frásögn sinni. Á einum stað veltir 7l>/ Aviv, iðnadar-, verslunar- og menningarhorg Israels. Jórsalafór Kórs Keflavíkurkirkju hann því fyrir sér hvernig í ósköp- unum sé hægt að kalla ísrael fyrir- heitna landið, því þar sé ekkert nema eyðimörk og PLO. Ég hafði sterka löngun til að líta landið fneð nöfnin mörgu: Palestína, Israel, Fyrirheitna landið, Landið helga og Jórsalaland, þá kennt við Jórsali eða Jerúsalem. Tilefni Jórsalafarar var 70 ára ýígsluafmæli Keflavíkurkirkju. Akvörðun var tekin í ársbyrjun 1985, eftir að kórnum hafði borist þátttökuboð í kóramóti í Betle- hem á aðfangadag og þjóðleikhús- inu í Jerúsalem á jóladag. Við þáðum boðið eftir að hafa ráðfært °kkur við mæta menn, m.a. Ak- urnesingana sem fóru 1977 og Jón Tómasson, ritstjóra Faxa og Jórsalafara frá árinu áður. IJann sagði okkur frá ferðalagi sínu og hvatti okkur til fararinnar, er hann steig í slólinn í Keflavíkur- hirkju á nýársdag 1985. Prá ómunatíð hafa menn farið pílagrímsferðir til Landsins helga. Sú saga nær allt aftur til kross- iorðanna. Til gamans má nel'na að 1275 eggjaði Árni biskup, Þor- láksson menn til að láta krossast, eins og það var l<allað. 1 fornu máli er talað um Jórsala- 9öf, sem var styrkur til Jórsala- ferðar. Kórinn naut Jórsalagjafa í ríl<um mæli. Það varð til þess að 32ja manna kór hélt utan. Hafi allir gefendur hugheila þökk fyr- ir. Ég lít svo á að þessar gjafir sýni hug manna til kirkjunnar og þess starfs sem þar er unnið. Guðni Þórðarson og ferðaskrif- stofan Flugferðir/Sólarflug, skipulagði ferðalagið til ísrael og Egyptalands með miklum ágæt- um. Guðni býr yfir meiri reynslu á þessu sviði en margur annar eftir áratugastarf að ferðamálum og hei'ur traust og góð sambönd víða um heim. II. Við lögðum upp þann 18. des. og flugum til London í góðu yfir- læti Flugleiða. Farangur okluir fór milliliðalaust um borð í breiðþotu E1 A1 flugfélagsins, en handfar- angur var skoðaður gaumgæíilega er við fórum um borð í vélina. Það var táknrænt fyrir það sem eftir fylgdi og vakti okkur til vitundar um þann heim sem við lifum í. Flug með breiðþotu er reynsla út af fyrir sig. 450 manns um borð, rétt eins og Stokkseyri eða önnur álíka þorp á íslandi væru á flugi. Breiðþotan er fljúgandi hótel þar sem boðið er upp á veitingar, tón- Séru Ólafur Oddur Jónsson. list og kvikmyndir þá 4 tíma sem flugið til Tbl Aviv tók. Tíminn var því ekki lengi að líða í þeim vel- lystingum. Fyrstu einkenni þess lands sem við vorum að sækja heim, sáum við um borð í flugvél- inni. Rabbíar, sem voru um borð, gerðu reglulega bæn sína á tveggja stunda fresti við einar útgöngu- dyrnar, rétt eins og þeir stæðu við Grátmúrinn. Það var vel við hæfi að sameinast þeim í bæn í hugan- um, biðja um farsælt ferðalag og minnast orðanna úr Davíðssálm- um, sem Rabbíarnir hafa án efa einhvern tíma hugleitt á hebr- esku: ,,Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans. . . einnig þar mundi hönd þín leiða mig“. Við lentum heilu og höldnu á Ben- Gurion flugvelli í J'el-Aviv, sem er kenndur við David Ben-Gruion, fyrsta forsætis- og varnarmálaráð- herra Israels. Tbl Aviv, sem merkir hæð upp- sprettunnar, er fyrsta borgin í heiminum sem er byggð og stjórn- að eingöngu af Gyðingum. Borgin var stofnuð 1906 og er stærsta borgin í ísrael með um 450 þús- und ibúa. Hún er iðnaðar-, versl- unar-, og menningarborg Israels. Þar er frægt safn sem varðveitir minjar um líf Gyðinga í dreifing- unni, víða um heim, m.a. um hörmungar þeirra í síðari heims- styrjöldinni. 'fel Aviv er nálægt Jaffa sem á sér aftur á móti 3600 ára sögu. Þar var sedursviði lrá Líbanon skipað upp er Salomon og Zerubabel reistu musterin í Jerúsalem, sem verið hefur höf- uðborg þjóðarinnar lrá 1950. Eg minnist Jaffa með þakklæti frá því á bernskuárunum er við krakkarnir sugum appelsínur þaðan af mikilli áfergju. Er við komum inn í flugstöðina á Ben- FORSÐ Hrafn GK 12 er að leggja að bryggju í Grindavík. Hann er með 660 tonn af loðnu, sem er fuUfermi. I Irafn s.f. er eigandi bátsins og er Eiríkur Tómasson framkvæmdarstjóri. Sveinn ísaksson er skipstjóri á Hrafni. Sveinn var fyrstur allra á þessari vertíð að fylla út- hlutaðan aflakvóta eins og 3 eða 4 undanfarna vertíðir. L -ösm ólafur Rúnar FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.