Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 26

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 26
Leiðrétting 1944 Keflvíkingur drukknar með Max Pemberton Daginn eftir að jólablaðið kom út, 14. des. 1985, hringdi til mín Krist- jana Ólafsdóttir, ekkja Bergsteins Sigurðssonar, trésmiðs, og sagðist vilja leiðrétta nafn bróður sins, sem fórst með Max Pemberton, 1944. í frásögninni var hann sagður heita Jón Halldórsson. En í athugasemd aftan við frásögnina, er vitnað í Ár- bók SVFÍ. Þar er Jón sagður Ótafs- son, sem er rétt. Fyrra föðurnafnið er úr sjómannablaðinu Víkingi. En þar sem annálshöfundur vissi ekki hvort nafnið væri réttara, bað hann lesendur að bæta úr því. Jón Ólafsson fór á Max Pemþer- ton þessa einu ferð í staðinn fyrir annan rnann, sem forfallaðist. Jón var sonur Ólafs Jónssonar, skip- stjóra, og Ástu Magnúsdóttur frá Flateyri. Ásta fluttist til Keflavíkur 1935 og Jón með henni. Þau bjuggu að Klapparstig 4. Annálshöfundur vill eindregið hvetja lesendur til að leiðrétta mis- sagnir og villur, sem slæðast kunna aldrei hafa á prent komið, og eru því fáum kunnar. 1946 V.b. Geir ferst í aftakaveðri Föstudagskvöldið 8. febrúar 1946, réru flestir bátar frá Keflavik. Þóvarveðurspáheldurslæm, enda snéru þrir bátar við og héldu heim- leiðis. Fram eftir nóttu var veður sæmilegt en seinni hluta nætur gerði aftakaveður að suðvestan. Bátar voru almennt á sjó sunnan lands og vestan. Hafrót varð þvílikt, að margir sjómenn í Keflavík töldu sig ekki hafa lent í öðru eins á sigl- ingu fyrir Garðskaga. En sigling í suðvestan átt fyrir skagann getur verið afar varasöm, þegar mikið hvassviðri er. Ýfist þá röstin fyrir ut- an og brotsjóir myndast. Enda fór svo að margir bátar urðu fyrir tjóni þennan dag, og fjórir fórust Um kl. 4 e.h., laugardaginn 9. febrúar, voru bátar að tínast inn til Keflavíkur. Sóttist sumum ferðin seint, sem nærri má geta, enda óx veðurhæð stöðugt er á daginn leið. Um miðnættið voru allir Keflavíkur- bátar í landi nema Geir. í birtingu á sunnudagsmorguninn 10. febr., hóf flugvél frá Loftleiðum leit. Var hún á lofti í hálfa þriðju klukkustund, flaug yfir Faxaflóa og 30 milur í vestur og suður um að Reykjanesi. Skyggni var ágætt, en ekkert fannst. Um hádegisbil sama dag, var skýrt frá þv(, að fundist hefði um morguninn, brak í fjörunni við Bæjarsker. Voru það lóðastamp- ar og belgir, merktir Geir GK 198. Einnig fannst þar afturmastur báts- fcd Skrifstofur okkar hafa veriö fluttar aö Vesturbraut 10 A Keflavík (Rafveituhúsiö) Heilbrigöisfulltrúi Suöurnesja Sími 93-3788 lönþróunarfélag Suöurnesja Sími 92-4027 Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Sími 92-3788 Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum íl 'toi'yjr * % •S..X 4 "" Togarinn Max Pemberton. inn í frásagnirnar. Einnig væri öll vit- neskja vel þegin frá fólki, sem man eftir atburðum, sem hér segir frá. Sérstaklega frá gömlum sjómönn- um. Manna- og bátamyndir væri einnig tilvalið að fá til birtingar. Jafn- vel þó búið sé að segja frá atburðin- um. Merkilegar myndirgetaveriðtil hjá fólki, sem annálshöfundur veit ekkert um. Um leið væri ágætt, að lesendur létu byggðasafnið njóta myndanna. Þar þarf að vera til heil- stætt safn mynda af bátum frá Jón Óiafsson, háseti á b.v. Max Pemberton. Keflavík og Njarðvík, ásamt öðrum upplýsingum um hvern bát. í safn- inu eru að vísu til ýmsar bátamyndir, en þeim hefur ekki verið safnað skipulega, enda húsnæði safnsins lítið. Rétt er að benda á, að f safninu eru margar merkar Ijósmyndir, sem ins og brak úr stýrishúsi. Var talið að báturinn hefði farist á heimleið, trúlega út af Garðskaga. Fimm menn fórust með v.b. Geir. Þeir hétu: Guðmundur Kristján Guðmunds- son, skipstjóri, fæddur i Keflavík 14. jan. 1897. Kv. 1919 Ingibjörgu Benediktsdóttur, frá ísafirði. Börn þeirra: Benedikt (Diddi Kr.), stýri- maður í Keflavík, Guðmundur Krist- ján, skipstjóri og útgm. Átti heima í Keflavík. Býr nú á Seltjarnarnesi. Gerði hann m.a. út Andra KE 5, sem síðar kemur við sögu í annálnum, Kjördóttir Guðmundar og Ingibjarg- ar: Þórunn Magný, síðar sambýlis- kona Karvels Ögmundssonar í Njarðvík. Guðmundur Kr. á Geir var eigandi bátsins. Hann var sonur Guðmundar Kr., sem bjargaðist með allsérstæðum hætti úr beitu- ferð upp í Hvalfjörð. (Sjá 1897 hér að framan). Krlstinn Ragnarsson. Ólafur Guómundsson. háseti. háseti. Páll Sigurðsson, vélstjóri, 30 ára Kv. Átti tvö börn. Búsettur í Keflavík. Kristinn Ragnarsson, 21 árs. Há- seti. Kv. Bl. Bjó á Hellissandi. Ólafur Guðmundsson, 21 árs. F. 12. nóv. 1925. Háseti. Ókv. Bl. Bjó í Keflavík. Foreldrar hans voru Guð- mundur í Sparisjóðnum og Elín Jónsdóttir, sem þá var nýlátin. Maríus Þorsteinsson, 39 ára. Ókv. Háseti. Bjó á ísafirði. Minningarathöfn um skipverjana fór fram í Keflavíkurkirkju 23. febr- úar 1946. Ekki fundust lik þeirra né annarra sem fórust við sunnanverð- an Faxaflóa þennan eftirminnilega febrúardag. En þriðjudaginn 23. * apríl 1946, fannst rekið í Lamba- staðavör í Garði, líkaf karlmanni. En það var svo skaddað að það var óþekkjanlegt. Á það vantaði höfuð, handleggi og fætur upp að hnjám. Auk þess var það mikið rotið. Um leið fundust þarna lóðarflækjur, ómerktar, og var því ekki Ijóst hvort þetta var af bátum er fórust í febr- úar. Líkið var jarðsett í Útskála- kirkjugarði. Þar er nú leiði óþekkta sjómannsins. (Sbr. stutta frásögn í jólablaði Faxa 1960, bls. 167. 26 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.