Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 10

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 10
1 MINNING Helgi H. Hjartarson rafveitustjóri FÆDDUR 14.12.1922 - DÁINN 31.12.1985 Að morgni gamlársdags 1985 andaðist Helgi H. Hjartarson raf- veitustjóri að heimili sínu, aðeins 63ja ára að aldri. Útför hans var gerð frá Grindavíkurkirkju föstu- daginn 10. janúar 1986 að við- stöddu fjölmenni. Helgi fæddist í Reykjavík 14. des. 1922. Foreldrar hans voru hjónin Hjörtur Þorkelsson neta- gerðarmaður og kona hans, Magnea Jensdóttir, en þau voru þá búsett í Reykjavík. — Eftir fá- ein ár fluttist Helgi með for- eldrum sínum til Akraness, og þar liggja hans æskuspor í leik og starfi. Að loknu námi í barnaskóla sat Helgi einn vetur í Reykholtsskóla, 1937—1938, en þegar hann hafði aldur til fór hann á sjóinn, eins og algengt var um unga menn á þeirri tíð, og sjómaður var hann þar til hann hóf rafvirkjanám hjá Sveini Guðmundssyni á Akranesi 1942 og lauk sveinsprófi í iðninni frá Iðnskóla Akraness 1946. Síðar fer hann til Reykjavíkur og stundar þar háspennustörf og öðlast lög- gildingu í háspennuvirkjun 1953. Helgi kvæntist 8. febr. 1947 heitkonu sinni, Katrínu Lillien- dahl Lárusdóttur, Lárusar Jóns- sonar sjómanns, og konu hans Valgerðar O. Lilliendahl, en þau bjuggu lengi í Bræðraborg í Grindavík. Árið 1948 fluttu svo ungu hjónin til Grindavíkur og reistu sér bæ og nefndu Helgafell, sem í dag er Sunnubraut 1, og þar hefst hans ævistarf. Sogsrafmagnið er þá nýkomið í plássið og réðst Helgi til Rafveit- unnar sem rafveitustjóri frá og með 1. jan. 1949. Þá var íbúatala Grindavíkur innan við 500 manns, en þeim átti eftir aðJjölga svo um munaði. A þessum árum átti ég sem odd- viti hreppsins náið samstarf við rafveitustjórann um framkvæmd- 10 FAXI ir og fjármál rafveitunnar, sem jafnan var þröngur stakkur skor- inn vegna fámennisins. Helgi var ungur og mjög áhugasamur um uppbyggingu rafveitukerfisins og ýtinn um framlög til fram- kvæmda. Einkum var honum það metnaðarmál að lýsa byggðarlagið upp og hygg ég að óvíða hafi byggðarlög af sambærilegri stærð við Grindavík búið við betri götu- lýsingu á þeim tíma. Síðar lagði hann áherslu á, þegar íbúum fjölgaði, að koma öllu rafveitu- kerfinu í jörð. Helgi var mikið hraustmenni og kom það sér oft vel þegar óveður geisaði og raf- magnið fór af. Þá gekk hann af atorku fremstur í flokki til að leita bilunar og gera við svo að ljósin mættu lýsa sem fyrst á ný. Sam- hliða rafveitustjórastarfinu varð hann að sinna almennum raf- virkjastörfum í plássinu. Þau hjónin, Helgi og Katrín, eignuðust einn son barna, Hörð Gylfa, sem fæddur er 9. okt. 1950. Hann lærði rafvirkjun hjá föður sínum, og ráku þeir í félagi verktakafyrirtæki í iðninni. Helgi var alla tíð ljúfur og glaður í samstarfi, félagslega þenkjandi og alltaf fús að leggja lið þegar með þurfti. Hann var í eðli sínu tilfmningamaður, viðkvæmur í lund og mátti vart aumt sjá. I lann var mikill húmoristi og sá glöggt það skoplega í tilverunni. Gat hann þá átt það til, þegar svo bar undir, að leika ýmsa ,,karaktera“ á góðlátan og glettinn hátt, svo að skemmtun var að. Helgi var söngvinni og gekk því fljótt til liðs við kirkjukórinn. Hann hafði djúpa, sterka en mjúka, blæfagra bassarödd, sem munaði um. Gamansemi hans vakti oft kátínu á kóræfingum, því að hann var orðheppinn og gat sagt fyndni, sem hitti í mark. Helgi var með okkur í kirkjunni á jólunum og tók þátt í söngnum. Vegna langvarandi veikinda átti hann örðugt um að sækja æfingar, en þegar af honum bráði og þraut- ir linaði, var hann reiðubúinn að leggja sig fram um að læra það sem þurfti, og fór ég þá stundum með honum einum upp í kirkju til að kenna honum það, sem hann fann að á vantaði til þess að hann gæti veriö þátttakandi í jóla- söngnum. Það bar til á aðfangadagskvöld, að auk venjulega aftansöngs, var efnt til helgistundar í kirkjunni um miðnæturskeið. Húsfyllir var í báðum guðsþjónustunum. I lelgi tók þátt í söngnum af lífi og sál og sjáanlega af mikilli innlifun og gleði á jólanótt. Hann naut helgi stundarinnar af því að hann var kristinn maður. Lagið sem Helgi þurfti að læra til að vera með í miðnæturmess- unni var: í austurlöndum stjarna skein svo skær, eftir Sigvalda Kaldalóns. Það varð hans svana- söngur. Hann átti ekki aftur- kvæmt í kirkjuna til að syngja skapara sínum lof og dýrð. Veit ég að kórfélagarnir sakna vinar í stað og harma fráfall hans, því að Helgi var góður félagi. Sjálfur þakka ég langt og gott samstarf og trygga og trúfasta samfylgd í félagsmálastörfum frá fyrstu kynnum. Öll biðjum við þess að drottinn vor og guð, gefi ekkjunni og syn- inum eina, svo og ástvinum þeirra öllum, þrek og þolgæði til að bera hinn mikla harm, fyrir trúna á Jesúm Krist, drottin vorn. SvavarÁrnason Kveðja frá Kirkjukór Grindavíkur Helgi Hjartarson gekk til liðs við Kirkjukór Grindavíkur haustið 1950, það eru því 35 ár síðan hann hóf þátttöku í kirkjusöng í Grindavík. Helgi var góður söng- maður, hann hafði mikla og fal- lega bassarödd, seni naut sín vel í kórsöng. Hann var góður og skemmtilegur félagi, glettinn og spaugsamur, þegar því var að skipta. Enda þótt Helgi hafi átt við van- heilsu að stríða, nokkur undan- farin ár, kom lát hans mjög á óvart, ekki hvað síst fyrir söng- fólkið í kirkjukórnum, því hann stóð á sínum stað og söng með okkur á jóladag, 25. des. s.l., en var allur að morgni gamlársdags. | Það er skarð fyrir skildi í röðum okkar þegar svo ágætur félagi og vinur er horflnn á braut, yfir móð- una miklu. Um leið og við þökkum Helga langt og gott samstarf á liðnum ár- um, sendum við eiginkonu hans og syni, svo og öðrum aðstand- endum, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. G.E. A

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.