Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1986, Side 24

Faxi - 01.06.1986, Side 24
við tókum í okkur kjark og geng- um inn. Síðan eru liðin 48 ár. Nú vaknar sú spurning „hvort gekk ég vegin til góðs, eður ei.“ Svar mitt er að skátastarfið hefur haft mjög mikil áhrif á líf mitt, mótað lífsskoðanir mínar og þroskað mig á marga lund. Skát- inn hefur gefið lífi mi'nu mikla fyllingu, í skátastarfi hef ég kynnst mörgu hugsjónafólki, inn- lendu og erlendu. Frá skátastarf- inu á ég margar af ljúfustu minn- ingum mínum. Og þá ekki síst frá árunum með Víkverjum. Ég fluttist frá Vestmannaeyjum á Reykjanesskagann, hér hitti ég lífsförunaut minn. Við stofnuðum okkar heimili og eignuðumst böm og bum, eins og í æfintýmnum segir. Leið okkar lá hingað í Njarðvík- ina. Við settumst að í Móanum, eins og byggðin ofan Reykjanes- brautar var oftastnær kölluð. Þar lentum við í því besta um- hverfi sem við höfum búið í. Fólk- ið í kringum okkur var samheldið og umhverfið afslappað. Bömin okkar eignuðust góða félaga. Hér áttum við bestu ár okkar. Hér var kvenskátafélagið Brynja starfandi, en því miður hafði drengjaskátafélagið Áfram hætt. Á þessum árqm var æfintýraljómi yfir skátafélagsskapnum í augum bama og unglinga. Þau horfðu með aðdáun á fallegu skátabún- ingana með litskrúðugu merkjun- um. Drengirnir í Njarðvík vom engin undantekning. Meðal þeirra þróaðist hugmyndin um að stofna nýtt skátafélag. Haustið 1956 var hugmyndin fullþróuð og ákveðið að stofna drengjaskátafélag sem ætlunin var að héti Áfram eins og gamla félagið. Þá var það að frú Gunnlaug Olsen félagsforingi Brynju og þær stöllur komu til mín og mæltust til að við stofnuðum sameiginlegt félag stúlkna og drengja. Við hinkmðum við og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri æskilegasta lausnin. 22. febrúar 1957 var skátafélag- ið Víkverjar svo stofnað og var ég félagsforingi fyrstu árin. Ef ég ætti að riija upp minningar þess- ara ára gæti það orðið töluvert langt mál, það er eins og í vísuorð- unum segir, , ,það er svo margt að minnast á og margar glaðar stundir." Ég læt því vera að fara út á þá braut. Hinsvegar vil égfæra öllum skátunum sem með mér voru og öllum þeim sem studdu okkur og hvöttu. Ennfremur fyrir alla þá vinsemd sem ég og fjölskylda mín höfum orðið aðnjótandi fyrr og síðar. Skátastarf í Njarðvík í 40 ár. Það eigum við fyrst og fremst kven- skátunum að þakka og ég færi þeim og öllum skátum VÍK- VERJA mínar bestu hamingju- óskir og bið þeim góðs gengis á komandi árum. Ég vil biðja frú Hrefnu Einars- dóttur félagsforingja að koma hingað upp. Kæra Hrefna! Við unnum hvað mest saman á meðan ég starfaði með Víkverjum. Ég þakka þér fyrir gott sam- starf. Við hjónin biðjum þig að þiggja þessa fánastöng og fána, til minn- ingar um góðu árin okkar með Víkverjum. Jdn A. Valdimarsson Guðrún S. Sigurðardóttir Frá skrúðgöngunni fyrsta sumardag síðast liðinn. Gísli Júltusson, Gunnlaug O/sen, Jón A. Valdimarsson, lirefna Einarsdóttir, Guðrún A. Bjömsdóttir, Hilmar Þórarinsson. Allir þessir hafa verið félagsfor- ingjar. Auk þess Oddgeir Karlsson og Birgir Olsen sem ekki voru viðstaddir. PASSAMYNDIR TILBÚNAR STRAX! MYNDATÖKUR VIÐ ALLRA HÆFI nymynD Halnargfitu 26 Slml 1016 148 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.