Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1987, Page 27

Faxi - 01.12.1987, Page 27
MINNING Sigurvin Breiðfjörð Pálsson frá Höskuldsey Sigurvin Iireiðíjörð Pálsson.vél- stjóri og síðar kirkjuvörður og meðhjálpari Keflavíkurkirkju and- aðist 7. júlí sl. • Útför hans var gerð frá kirkjunni okkar 17. júlí, að viðstöddu fjöl- menni. Þar kvaddi Keflavíkur- söfnuður tryggan þjón. Sigurvin fæddist að Ögri við Stykkishólm 20. mars 1910. For- eldrar hans voru hjónin Ástríður Helga Jónasdóttir, ættuð frá Helgafelli í Helgafellssveit og Páll Guðmundsson, útvegsbóndi frá Ögri. Þeim hjónum varð 14 bama auð- ið. Tólf þeirra komust til fullorð- insára og var Sigurvin næstyngst- ur í sytkinahópnum. í júní 1911 fluttist íjölskyldan út í Höskuldsey á Breiðafirði og við þann stað bundust tryggðarbönd, enda var Sigurvin og sytkini hans jafnan kennd við eyjuna góðu. Snemma komu í ljós ýmsir góðir eiginleikar í fari Sigurvins. Fjöl- breytileiki eyjarbúskaparins var athugulum dreng sífelld upp- spretta nýrra uppgötvana og í ná- lægð og samvinnu við kjarngott fróðleiksfólk, heimamenn og ver- menn, var ýtt undir og leyst úr fróðleiksþorsta. Þannig var skól- unin í Höskuldsey. Varð það og að ráði árið 1919, að Sigurvin var komiö til frændkonu sinnar, Ingveldar Sigmundsdóttur kennara og húsfreyju á Kjalveg við Ingjaldshól. Vorið 1920 fór hann til baka út í Höskuldsey og byrjaði þá, 10 ára gamall, að stunda sjóinn með föð- ur sínum. Eftir áramótin 1924 fór hann svo í bamaskólann á Stykkishólmi og þá um vorið fermdist hann. En fermingarfötin voru keypt fyrir andvirði stórlúðu, sem hann dró, er hann brá sér í róður með föður sínum, á laugardaginn fyrir páska, þá um vorið. Það fór aldrei milli mála að Sig- urvin bar hlýhug til eyjunnar sinnar. Þar leið honum vel, þó ytri auðlegð væri ekki fyrir að fara. Minntist hann þess, að 17 fjöl- skyldur hefðu búið í eynni er best lét. En margt breyttist er vélbátamir leystu áraskipin af hólmi. Meðal annars kölluðu þeir breyttu tímar á hafnaraðstöðu í stað uppsátra. Alkunna er, að á uppgangstíma vélbátaútgerðar hér í Keflavík fluttist hingað margt framsækið dugnaðarfólk. Árið 1931 bættist Sigurvin í þann hóp. Um sama leyti fluttust hingað frá Eyrarbakka, Guðmundur Guðmundsson og Guðríður Vig- fúsdóttir, með sinn föngulega barnahóp, hvar á meðal var Júlía, konuefni Sigurvins. Hófust kynni þeirra fljótlega eft- ir að hingað kom enda varð Sigur- vin þá skipsfélagi og heimilisvinur bræðra hennar. Stofnuðu þau til búskapar ári 1936, í húsi því er fjölskylda Júlíu hafði þá reist, að Suðurgötu 36 í Keflavík. Varð þeim hjónum sjö barna auðið, er hér verða nú upp talin í aldursröð. Guðfmnur, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, kvæntur Gíslínu Jóhannesdóttur; Agnar Breiðfjörð flugvélstjóri í Luxemburg, kvænt- ur Helgu Jónínu Walsh; Bergljót Hulda, gift Sigurþór Hjartarsyni rafvirkja, Mosfellsbæ; Ævarneta- gerðarmeistari og útgerðarmaður, Keflavík; Ólafur hárskeri og síðar lögregluþjónn. Hann varð bráð- kvaddur í ágúst 1977, 29 ára gam- all. Ekkja hans er Gróa Hávarðar- dóttir, búsett í Keflavík; Ástríður Helga, gift Júlíusi Gunnarssyni vélstjóra og útgerðarmanni í Keflavík og yngstur er Páll Breið- fjörð yfirmatsveinn á Keflavíkur- flugvelli, kvæntur Valdísi Skarp- héðinsdóttur. Bamabömin eru 21 og bama- bamabömin 5. Sigurvin var lengst af vélstjóri meðan hann stundaði sjóinn. Fyrstu sumrin eftir að hingað kom stundaði hann þó vitabyggingar á Norðurlandi. Þar starfaði hann meðal annars með ungum náms- mönnum, er síðar urðu þekktir embættismenn. í þeim hópi voru t.d. sr. Árelíus Níelsson og sr. Sigurður Kristjánsson á ísafiröi. Hélst kunningskapur þeirra í millum ævilangt. í stríðslok braust Sigurvin í því, að fara í Vélskóla íslands í Reykja- vík, til að afla sér fullgildra rétt- inda, enda vom þá kröfur til vél- stjóra að aukast hér, í kjölfar þess að ,,Svíþjóðabátamir“ urðu blóminn í Keflavíkurflotanum. Um þessar mundir var Sigurvin vélstjóri hjá Sigurði Guðmunds- syni í Þórukoti, en áður hafði hann verið með formönnunum Albert Ólafssyni, Erlendi Jóns- syni, Eyvindi Bergmann og Elin- tínusi Júlíussyni. En undir lokin og lengst var hann með þeim fé- lögum Sigurði Breiðfjörð og Lámsi Sumarliðasyni á Tjaldin- um. Sjómannsferlinum lauk hann síðan, sem farmaður á Fjallfossi. Þar var hann vélamaður í 3 ár, eða þar til hann fékk hjartaáfall 1969. Náði hann aldrei góðri heilsu eftir það. En æðrulaust var honum þó áfram lagið að slá á létta strengi. Um tíma fékkst hann nú við ýmis störf á Keflavíkurflugvelli eða þar til um það leyti er hann gerðist meðhjálpari og kirkjuvörð- ur við Keflavíkurkirkju árið 1974. Því starfi gegndi hann síðan af stakri alúð fram að jólaföstu 1982 og naut hann við það dyggrar lið- veislu konu sinnar. Þau árin kynntist ég vini mínum Sigurvini og konu hans mest og best. Þau góðu kynni em mér mikils virði. Á Sjómannadaginn 1978 var Sigurvin heiðraður fyrir störf sín á sjónum. Þann morgun við sjó- mannamessu í kirkjunni okkar, steig hann í stólinn og flutti söfn- uðinum, .hugvekju sjómannsins“. Seinustu árin átti Sigurvin við vaxandi heilsuleysi að stríða. Það var einkum af þeim sökum, sem þau hjónin tóku sig upp af Faxa- braut 14, en þar höfðu þau búið frá 1946. Fluttu þau þaðan árið 1981 í þægilegt einbýlishús að Vatnsnesvegi 24. Sigurvin var rúmlega meðalmaður vexti og samsvaraði sér vel. Andlitið var fremur rauðbirkið og mótað rún- um sjólöðurs og útsynningsélja, en hendumar hnúastórar og stælt- ar af sjómannsstriti. Inni fyrir bjó glaðværðin og góð- semin, sem setti svipmót sitt á alla umgengni hans við samferða- mennina. Hann var hafsjór af fróðleik um menn og málefni. En ríkast var honum þó jafnan í huga það kjam- mikla fólk, sem mótaði hann í æsku og sá ævintýraljómi, sem stafaði af frásögnum þess um lífs- baráttu eyjaskeggja á Breiðafirði. Með Sigurvin er genginn á vit feðra sinna góður og gegn fulltrúi sinnar samtíðar. Blessuð sé minning hans. Kristjdn A. Jónsson. stakt prestakall fyrr en 1952. Gagn- fræðaskóli tók þar til starfa sama ár en fullburða framhaldsskóli, Fjöl- brautaskóli Suðumesja, er aðeins 11 ára gamall, tók til starfa 1976 og í upphafi þess árs fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi. Fyrir áratug vom verslanir við innanverðan Stakkfjörð svo smáar og vanmegna að heita mátti að flest annað en matvæli þyrftu menn að kaupa á höfuðborgarsvæðinu. Nú em umskipti orðin slík að þvílíkar kaupstaðaferðir em ónauðsynlegar. Vaxi samkennd og sjálfsbjargar- þróttur Suðumesjamanna með lík- um hætti næsta áratug verður þá á Rosmhvalanesi næstfj ölmennasta sveitarfélag á íslandi - ffamsækið og öflugt. FAXI 295

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.