Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1987, Síða 27

Faxi - 01.12.1987, Síða 27
MINNING Sigurvin Breiðfjörð Pálsson frá Höskuldsey Sigurvin Iireiðíjörð Pálsson.vél- stjóri og síðar kirkjuvörður og meðhjálpari Keflavíkurkirkju and- aðist 7. júlí sl. • Útför hans var gerð frá kirkjunni okkar 17. júlí, að viðstöddu fjöl- menni. Þar kvaddi Keflavíkur- söfnuður tryggan þjón. Sigurvin fæddist að Ögri við Stykkishólm 20. mars 1910. For- eldrar hans voru hjónin Ástríður Helga Jónasdóttir, ættuð frá Helgafelli í Helgafellssveit og Páll Guðmundsson, útvegsbóndi frá Ögri. Þeim hjónum varð 14 bama auð- ið. Tólf þeirra komust til fullorð- insára og var Sigurvin næstyngst- ur í sytkinahópnum. í júní 1911 fluttist íjölskyldan út í Höskuldsey á Breiðafirði og við þann stað bundust tryggðarbönd, enda var Sigurvin og sytkini hans jafnan kennd við eyjuna góðu. Snemma komu í ljós ýmsir góðir eiginleikar í fari Sigurvins. Fjöl- breytileiki eyjarbúskaparins var athugulum dreng sífelld upp- spretta nýrra uppgötvana og í ná- lægð og samvinnu við kjarngott fróðleiksfólk, heimamenn og ver- menn, var ýtt undir og leyst úr fróðleiksþorsta. Þannig var skól- unin í Höskuldsey. Varð það og að ráði árið 1919, að Sigurvin var komiö til frændkonu sinnar, Ingveldar Sigmundsdóttur kennara og húsfreyju á Kjalveg við Ingjaldshól. Vorið 1920 fór hann til baka út í Höskuldsey og byrjaði þá, 10 ára gamall, að stunda sjóinn með föð- ur sínum. Eftir áramótin 1924 fór hann svo í bamaskólann á Stykkishólmi og þá um vorið fermdist hann. En fermingarfötin voru keypt fyrir andvirði stórlúðu, sem hann dró, er hann brá sér í róður með föður sínum, á laugardaginn fyrir páska, þá um vorið. Það fór aldrei milli mála að Sig- urvin bar hlýhug til eyjunnar sinnar. Þar leið honum vel, þó ytri auðlegð væri ekki fyrir að fara. Minntist hann þess, að 17 fjöl- skyldur hefðu búið í eynni er best lét. En margt breyttist er vélbátamir leystu áraskipin af hólmi. Meðal annars kölluðu þeir breyttu tímar á hafnaraðstöðu í stað uppsátra. Alkunna er, að á uppgangstíma vélbátaútgerðar hér í Keflavík fluttist hingað margt framsækið dugnaðarfólk. Árið 1931 bættist Sigurvin í þann hóp. Um sama leyti fluttust hingað frá Eyrarbakka, Guðmundur Guðmundsson og Guðríður Vig- fúsdóttir, með sinn föngulega barnahóp, hvar á meðal var Júlía, konuefni Sigurvins. Hófust kynni þeirra fljótlega eft- ir að hingað kom enda varð Sigur- vin þá skipsfélagi og heimilisvinur bræðra hennar. Stofnuðu þau til búskapar ári 1936, í húsi því er fjölskylda Júlíu hafði þá reist, að Suðurgötu 36 í Keflavík. Varð þeim hjónum sjö barna auðið, er hér verða nú upp talin í aldursröð. Guðfmnur, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, kvæntur Gíslínu Jóhannesdóttur; Agnar Breiðfjörð flugvélstjóri í Luxemburg, kvænt- ur Helgu Jónínu Walsh; Bergljót Hulda, gift Sigurþór Hjartarsyni rafvirkja, Mosfellsbæ; Ævarneta- gerðarmeistari og útgerðarmaður, Keflavík; Ólafur hárskeri og síðar lögregluþjónn. Hann varð bráð- kvaddur í ágúst 1977, 29 ára gam- all. Ekkja hans er Gróa Hávarðar- dóttir, búsett í Keflavík; Ástríður Helga, gift Júlíusi Gunnarssyni vélstjóra og útgerðarmanni í Keflavík og yngstur er Páll Breið- fjörð yfirmatsveinn á Keflavíkur- flugvelli, kvæntur Valdísi Skarp- héðinsdóttur. Bamabömin eru 21 og bama- bamabömin 5. Sigurvin var lengst af vélstjóri meðan hann stundaði sjóinn. Fyrstu sumrin eftir að hingað kom stundaði hann þó vitabyggingar á Norðurlandi. Þar starfaði hann meðal annars með ungum náms- mönnum, er síðar urðu þekktir embættismenn. í þeim hópi voru t.d. sr. Árelíus Níelsson og sr. Sigurður Kristjánsson á ísafiröi. Hélst kunningskapur þeirra í millum ævilangt. í stríðslok braust Sigurvin í því, að fara í Vélskóla íslands í Reykja- vík, til að afla sér fullgildra rétt- inda, enda vom þá kröfur til vél- stjóra að aukast hér, í kjölfar þess að ,,Svíþjóðabátamir“ urðu blóminn í Keflavíkurflotanum. Um þessar mundir var Sigurvin vélstjóri hjá Sigurði Guðmunds- syni í Þórukoti, en áður hafði hann verið með formönnunum Albert Ólafssyni, Erlendi Jóns- syni, Eyvindi Bergmann og Elin- tínusi Júlíussyni. En undir lokin og lengst var hann með þeim fé- lögum Sigurði Breiðfjörð og Lámsi Sumarliðasyni á Tjaldin- um. Sjómannsferlinum lauk hann síðan, sem farmaður á Fjallfossi. Þar var hann vélamaður í 3 ár, eða þar til hann fékk hjartaáfall 1969. Náði hann aldrei góðri heilsu eftir það. En æðrulaust var honum þó áfram lagið að slá á létta strengi. Um tíma fékkst hann nú við ýmis störf á Keflavíkurflugvelli eða þar til um það leyti er hann gerðist meðhjálpari og kirkjuvörð- ur við Keflavíkurkirkju árið 1974. Því starfi gegndi hann síðan af stakri alúð fram að jólaföstu 1982 og naut hann við það dyggrar lið- veislu konu sinnar. Þau árin kynntist ég vini mínum Sigurvini og konu hans mest og best. Þau góðu kynni em mér mikils virði. Á Sjómannadaginn 1978 var Sigurvin heiðraður fyrir störf sín á sjónum. Þann morgun við sjó- mannamessu í kirkjunni okkar, steig hann í stólinn og flutti söfn- uðinum, .hugvekju sjómannsins“. Seinustu árin átti Sigurvin við vaxandi heilsuleysi að stríða. Það var einkum af þeim sökum, sem þau hjónin tóku sig upp af Faxa- braut 14, en þar höfðu þau búið frá 1946. Fluttu þau þaðan árið 1981 í þægilegt einbýlishús að Vatnsnesvegi 24. Sigurvin var rúmlega meðalmaður vexti og samsvaraði sér vel. Andlitið var fremur rauðbirkið og mótað rún- um sjólöðurs og útsynningsélja, en hendumar hnúastórar og stælt- ar af sjómannsstriti. Inni fyrir bjó glaðværðin og góð- semin, sem setti svipmót sitt á alla umgengni hans við samferða- mennina. Hann var hafsjór af fróðleik um menn og málefni. En ríkast var honum þó jafnan í huga það kjam- mikla fólk, sem mótaði hann í æsku og sá ævintýraljómi, sem stafaði af frásögnum þess um lífs- baráttu eyjaskeggja á Breiðafirði. Með Sigurvin er genginn á vit feðra sinna góður og gegn fulltrúi sinnar samtíðar. Blessuð sé minning hans. Kristjdn A. Jónsson. stakt prestakall fyrr en 1952. Gagn- fræðaskóli tók þar til starfa sama ár en fullburða framhaldsskóli, Fjöl- brautaskóli Suðumesja, er aðeins 11 ára gamall, tók til starfa 1976 og í upphafi þess árs fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi. Fyrir áratug vom verslanir við innanverðan Stakkfjörð svo smáar og vanmegna að heita mátti að flest annað en matvæli þyrftu menn að kaupa á höfuðborgarsvæðinu. Nú em umskipti orðin slík að þvílíkar kaupstaðaferðir em ónauðsynlegar. Vaxi samkennd og sjálfsbjargar- þróttur Suðumesjamanna með lík- um hætti næsta áratug verður þá á Rosmhvalanesi næstfj ölmennasta sveitarfélag á íslandi - ffamsækið og öflugt. FAXI 295
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.