Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1989, Side 7

Faxi - 01.01.1989, Side 7
MINNING Magnús Axelsson, forstjóri Fæddur 11. nóvember 1927 Dáinn 19. desember 1988 í dag, fimmtudaginn 29. desem- ber veróur magur minn, Magnús Axelsson, forstjóri, kvaddur hinstu kveðju í Keflavíkurkirkju en hann lést um aldur fram að- laranótt 19. desember sl. eftir stutta en snarpa baráttu. Magnús fæddist í Króki í Garði 11. nóvember 1927, elsti sonur hjónanna Axels Pálssonar, skip- stjóra, sem látinn er fyrir nokkr- um árum og Sesselja Magnúsdótt- ur sem lifir son sinn. Æsku- og unglingsár sín átti Magnús í Keflavík, en hleypti ungur heimdraganum og lauk gagnfræðaprófi í Reykholti. lin sjórinn og sjómennska hafði þá þegar fangað hug hans og hann settist í Sjómannaskólann þar sem hann lauk farmannaprófi. Um það leyti lágu leiðir okkar Magnúsar saman, fyrir hart nær fjörutíu árum. Eg var þá enn ung- ur drengstauli í móðurgarði þegar Magnús varð tíður gestur á heirn- ilinu, gerandi hosur sínar grænar fyrir eldri systur minni. Frá þessum árum stendur Magnús mér enn l'yrir hugskots- sjónum. Hann var glæsimenni á velli ogrammuraðafli, sviphreinn og glaðlegur. Það var því að vonum að hann vann ástir systur minnar og þau gengu í hjónaband 3. febrúar 1951. Fyrstu árin var Magnús farmað- ur í millilandasiglingum auk þess sem hann var um skeið stýrimað- ur á skipum Landhelgisgæslunn- ar þar til hann f'yrir atbeina Agnars Kofoed Hansen þáverandi flugmálastjóra, réðst til Flugmála- stjórnar. A vegum þeirrar stofn- unar sótti Magnús námskeið og skóla bæði í Iinglandi og Banda- rfkjunum og starfaði við flugum- sjón á Keflavíkurflugvelli þar til breytingar urðu þar á verkaskipt- ingu Flugmálastjórnar og Loft- leiða 1962. Skömmu síðar réðst hann í að yfirftaka rekstur Drátt- arbrautar Keflavíkur hf. sem hann rak til dauðadags, en auk þess rak hann síðustu misserin útgerðar- fyrirtækið Vör hf., sem gerir út aflaskipið Fönix KE 111. Magnús og Kristín fóru vel með árin sem þau áttu saman. bau voru hvort öðru allt í gagnkvæmri ást og virðingu. líg veit líka fyrir víst að þau vor hvort öðru þakklát fyrir þennan tíma og fyrir þær gjafir sem þeim hlotnuðust í fjór- um heilbrigðum og mannvænleg- um börnum og síðar tengdabörn- um og barnabörnum. Börn þeirra eru: bórður Krist- inn, fæddur 21 desember 1951, kvæntur Guðnýju Húnbogadótl- ur, þau eiga fimm börn. Margrét fædd 28. janúar 1956, gift Olafi Jóni Briem, þau eiga þrjú börn. Auður Guðlaug, fædd 31. október 1959, var gift Sigurði Hróarssyni og á eina dóttur. Magnús Axel, fæddur 17. júlí 1967. Um hópinn sinn og heimilið stóðu þau Magnús og Kristín sam- hent dyggan vörð. Það var þeirra vé og dýrasti tjársjóður. Ég drap áður á bemskukynni mín af Magnúsi. í tímans rás urðu kynni okkar nánari og fyllri, urðu að vináttu sem aldrei bar skugga á. Hann var heilsteyptur maður og vandaður sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann fór vel með mikið skap sitt var nokkuð einrænn og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Fannst sumum hann hrjúfur í fyrstu en við nánari kynni kom í ljós að í brjósti hans sló stórt hjarta, enda var hann í eðli sfnu tillitssamur og hlýr. Glaölyndur var hann líka og létt um spaugs- yrði í vinahópi. Nú er kveðjustundin runnin upp, fyrr en nokkum óraði fyrir, þar til fyrir örfáum vikum. Þessi hrausti maður varð líka að falla fyrir ofurvaldi sláttumannsins slynga, þrátt fyrir sína miklu burði til andans og líkamans og ríkan lífsvilja. A þeirri stundu er mér ljúft og skylt að þakka mági mínum um- hyggju hans fyrir móður minni frá fyrstu kynnum þeirra og meðan bæði lifðu. Við Erla og fjölskyldur okkar þökkum Magnúsi samfylgdina og vináttu hans og biðjum góðum Guð að styrkja alla ástvini hans. Blessuð sé minning Magnúsar Axelssonar. Valur Páll Þóráarson. A þessari hátíð ljóss og friðar, sem nú er í garð gengin varpar frá- fall tengdaföður míns, Magnúsar Axelssonar, djúpum skugga á hug og hjarta. Magnús lést eltir stutta sjúkrahúslegu aðfaranótt mánu- dagsins 19. desember sl., 61 árs að aldri. Fráfall hans er þeim okk- ar, sem lengum að kynnast hon- um og njóta návistar hans mikill harmur. Magnús var sérstaklega alúðleg- ur, hlýr og ástríkur fjölskyldufað- ir. Hann var konu sinni, Kristínu bórðardóttur, traust og dygg stoð og þau saman nutu þess að eiga samverustundir með (jölskyld- unni og treysta fjölskylduböndin. l>á var Magnús mjög traustur og tryggur vinur vina sinna og þeirra starfsmanna sem hjá honum störf- uðu. Að loknu námi við Sjómanna- skólann í Reykjavík stundaði Magnús siglingar hjá Jöklum hf. um nokkurra ára skeið. Síðar gafs honum kostur á að fara utan til að sækja nám í flugumsjón. Starfs- ferill hans við ílugumsjón var þó skammur, því árið 1963 festi Magnús kaup á Dráttarbraut Keflavíkur hf. Hugur hans stóð þó ætíð til sjósóknar og siglinga og því fór svo að Magnús hóf árið 1985 jafnframt útgerð togskipsins Fönix, sem reynst hefur mikið og gott skip. Þrátt l'yrir ýmsan andbyr rak Magnús fyrirtæki sín af festu, þrautseigju og meö trú á sjálfum sér. Það var þó hið gagnkvæma traust og virðing öðru fremur sem einkenndi viömót og samskipti hans og þeirra starfsmanna sem hjá honum störfuðu. Svo mikil var ábyrgöartilfmning Magnúsar gagnvart starfsmönnum sínum að hann lét sækja sig á sjúkrahúsið 4 dögum fyrir andlátið svo að hann mætti sjá svo um að allir fengju greidd laun í lok vikunnar. Við þökkum Magnúsi allar okk- ar samverustundir. Minning hans mun fylgja okkur í huganum um ókomna tíð. Friður sé með Magga alla daga. Olafur Jón Briem. —I FAXl 7

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.