Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1989, Qupperneq 16

Faxi - 01.01.1989, Qupperneq 16
BÆJAR- 0« HÉRABSBÓKASAFNIB Mánagötu 7 í Keflavík Sími: 15155 Við lánum út bækur, tímarit, hljómplötur og myndbönd. Safnið er opið sem hér segir: Mánudaga og miðvikudaga kl. 15.00-22.00 Priðjudaga — fimmtudaga kl. 15.00-19.00 Föstudaga kl. 15.00-20.00 Bygginganefnd IBK Bygging Salar 2 viö íþróttahús Keflavíkur gengur mjög vel og er samkvœmt áœtlun. Nú fer fram fjárfrekur lokafrágangur og því eru framlög í fjársöfnun okkar mjög vel þegin. GJAFABRÉFIN eru afgreidd á eftirtöldum stööum ÍÞRÓTTAHÚSIKEFLAVÍKUR FÉLAGSHEIMILIÍBK UMBOÐSSKRIFSTOFU HELGA HÓLM TAKID ÞÁTT í GEFANDISTARFI. E/\KI 1. tölubloð 49. órgongur Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114. Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson, aðst.ritstj., Guðfinnur Sigurvinsson, Hilmar Pétursson og Birgir Guðnason. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. HELGIHÓLM MENNT ER MÁTTUR Hér í blaðinu er þess nú minnst, að um það bil ein öld er liðin frá því almenn barnafræðsla hófst hér á Suðurnesjum. Árið 1888 var stofnað til skólahalds í Grindavík og hélt Grindavíkurskóli upp á aldarafmælið s.l. sumar. Miklar breytingar hafa átt sér stað í þjóðfé- laginu á þessum tíma og hefur skólinn eðlilega fylgt því sem er að gerast í samfélaginu á hverjum tíma. Sífellt bætast við nýir árgangar, nú eru yngstu nemendurnir aðeins sex ára. Skólinn er ekki lengur aðeins menntastofnun, heldur er hann nú einnig mikilvæg uppeld- isstofnun. Skólarnir eru því sífellt að bæta á sig verkefnum. Sá sem þessar línur ritar átti þess kost að eiga viðtal við mann sem hefur víða komið við á lífsleiðinni. Hann kvað íslensku þjóðina geta hrósað happi yfir ágætu æskufólki og þeim tækifærum sem það ætti kost á í dag. Við lifum á þessum tímum við miklar og stöðugar breyt- ingar. Ein mikilvægasta breytingin er aukin framhaldsmenntun sem er ekki fyrir fáa útvalda, heldur eiga flestir kost á skólanámi eftir að grunnskóla lýkur. Gerum við of miklar kröfur til skólanna? Samfara aukinni menntun hefur almenn þátttaka í atvinnulífinu aukist. Það hefur aftur á móti skapað nýtt heimilismunstur. Minna er nú um það en áður, að foreldrar séu heimavinnandi og börn dvelja æ meir utan heimila sinna. Foreldrar ogskólar sinna nú sameiginlga uppeldishlutverkinu. En það er rétt að benda á, að aðeins með góðri samvinnu þessara aðila verður þetta hlutverk rækt sem skyldi. Hér skal varað við þeirri þróun, sem æ virtist ágerast, að of mikilli ábyrgð er varpað á skólana hvaö varðar uppeldt barna og unglinga. Með sanni má segja, að þetta sjónarmið komi oft einnig fram í málflutningi fjölmiöla og stjórnmálamanna. Undantekn- ingalítið hefur það álit komið fram, að hér ríki almennt agaleysi, og sé það fyrst og fremst skólunum að kenna. Fáir virðast álíta, að heimilin geti átt hér hlut að máli. Skólinn og heimilin verða að starfa meira saman. Foreldrar verða að gera sér betur far um að fylgjast með skólastarfinu og skólarnir að miðla meiri upplýsingum til heimilanna. Því það skal enn áréttað, að með góðu samstarfi milli skóla og foreldra er hægt að skapa börnunum betra félagslegt- og uppeldislegt öryggi en þau virðast mörg hver búa við í dag. 16 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.