Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1989, Page 19

Faxi - 01.01.1989, Page 19
A SUÐURNESJUM Hér með hefur göngu sína greina/lokkur um skóla- og skólamál á Suðurnesjum í fortíð, nútíð og framtíð. Blað- stjórn Faxa hefur leitað eftir aðstoð skólanna á svœðinu við efnisöflun og hefur því verið vel tekið. Það er mark- miðið að fjalla um alla starfandi skóla á svœðinu, geta um upphaf þeirra þróun í tímans rás og stöðu þeirra í dag. Þá er það einnig markmið blaðsins að efha til um- rceðna um skólamál, t.d. um markmið skóla, skólastefnu oggildandi námsskrá, svo eitthvað sé nefnt. Er hér með opnað fyrir slíka umrœðu á síðum blaðsins, á meðan þessi greinarflokkur er að renna sitt skeið. Fyrsti skólinn sem fjallað verður um er Grindavíkur- skóli, en hann hélt á síðasta ári upp á einnar aldar af- mœli sitt. En áður en við segjum frá því, þá birtum við hér greinarstúf sem Skúli Magnússon hefur tekið saman um upphaf skólafrœðslu á íslandi. Er það gagnlegur inn- gangur að þessu efni. Upphaf skólafrœðslu á íslandi Allt fram á midja 18. öld var tæp- 'lega um nokkurt bamaskólahald aö ræóa á íslandi. Enda byggðin dreifð > sveitum og fátækt mikil. Um miðja öldina fóm þeir Jón Þorkelsson (sem styttan er af í Innri-Njarðvík) °g Ludvig Harbo í ferðir um landið til þess m.a. að kanna kunnáttu fólks. För þeirra markaði tímamót. Konungur tók tillögur þeirra til greina og bráðlega vom gerðar nokkrar tilraunir til stofnunar bamaskóla. Störfuðu þeir um 'tokkurt skeið, en mjög fáir. I Evrópu hafði fræðslustefnan haft trtikil áhrif á stjómvöld svo ein- valdskonungar töldu að þeim bæri að hlynna að þegnum sínum and- lega og líkamlega. Árangurinn af þessu var m.a. ferðir tvímenning- anna. Konungur hóf um þetta leyti ýrnis önnur afskipti af atvinnumál- tttn á íslandi. Studdi t.d. drengilega iðnfyrirtækin í Reykjavík 1752. Stofnun og efling kauptúna á rætur að rekja til þessara hugmynda. Með eflingu einstakra verslunarstaða var ætlunin að skapa ný atvinnutæki- færi. Veldi borgaranna óx smám saman, en um leið fór einveldi kon- ungs þverrandi. Upphaf nútíma þjóðfélags. Fram að þessu var kunnáttu í lestri og skrift töluvert ábótavant. Kunnátta í reikningi var enn minni. í ljósi þeirra niðurstaðna sem varð af för þeirra Jóns og Ludvigs var ákveð- ið að prestar skyldu hafa eftirlit með kennslu, sem fór að mestu fram heima. Komu prestamir árlega á hvert heimili í sóknum sínum til að prófa bömin. Átti að færa einkunnir inn í sérstakar bækur um leið og þeir færðu inn fjölda heimilis- manna. Hófust nú reglubundnar húsvitjanir og niðurstöður þeirra færðu prestar inn í húsvitjunar- bœkur. Um leið komst meiri regla á öll önnur prestsverk og þau skyldi skrá í prestþjónustubœkur. Þessar bækur em nú varðveittar á Þjóð- skjalasafni. Brátt sáu prestar að úrbóta var þörf og beittu sér víða fyrir stofnun bamaskóla. Aukið þéttbýli kallaði líka á slíka tilhögun. Má nefna þá sr. Sigurð B. Sívertsen og sr. Stefán Thorarensen sem brautryðjendur á Suðumesjum. Um leið og skólahald varð árvisst vantaði kennara. Framan af vom þessir skólar reknir að mestu fyrir samskotafé, en á seinni hluta 19. aldar fóm hrepps- félög að taka við rekstrinum. Efnamenn fengu oft kennara á heimili sín. Vom þeir kennarar oft- ast vetrartíma á heimilum og fengu um leið fæði og húsaskjól. Oftast völdust til þessara starfa ungir menn, nýkomnir úr skóla, og sem margir hugðu á lengra nám. Strax á öðmm tugi 19. aldar er getið um heimiliskennara hjá kaupmönnum í Keflavík. Þannig hafði Christian A. Jacobæus gamlan mann, danskan, á heimili sínu til að segja bömum til. Jacobæus bjó með fólki sínu í gamla Duus-húsinu, sem rifið var 1965. Margir urðu síðar heimilis- kennarar hjá kaupmönnum í Kefla- vík. Hélst sá siður nærri 19. öldina á enda. Eingöngu böm efnafólks héldu áfram til langskólanáms erlendis. Fyrsti Keflvíkingurinn lauk ekki stúdentsprófi fyrr en 1873. Þad var Richard Olavsen, sonur kaup- mannshjónanna Sveinbjarnar Ólafssonar og Málfrídar Árnadótt- ur. Þau bjuggu í Miðbúðinni sem kölluð var. Hún stóð þar sem nú er Keflavík h.f. Richard nam síðar læknisfræði í Kaupmannahöfn og settist að í Danmörku. Starfaði við lækningar til dauðadags. (Sjá Læknatal). Það var fyrst skömmu eftir 1950 sem konur frá Keflavík luku stúdentsprófi. Ekki veit ég með fullri vissu hvenær opinbert skólahald hófst í Keflavík. En í grein í Þjóðólfi 1881 kemur fram að slíkt starf er þegar hafið hér. Svipaðir skólar vom þá þegar komnir á Suðumesjum eða í undirbúningi. Skólaganga bama varð þó ekki að skyldu fyrr en 1907, er sett vom fræðslulög sem mörk- uðu tímamót. Skúli Magnússon. FAXI 19

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.