Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1989, Side 28

Faxi - 01.01.1989, Side 28
Okkar Ijóð Ekki eru það nein sérstök tíðindi að ný bók birtist í bókaflóðinu um jólin, því margar eru búnar að vera á leiðinni. Ein lítil bók, mjög snot- urlega gerð er ein af þeim nýkomnu. Okkar ljóð með kvæðum eftir þau hjónin Hallgrím Th. Bjömsson og Lóu Þorkelsdóttur. Þau áttu langa tíð heima í Keflavík, hann yfirkennari, hún hús- móðir sem sinnti verslunarstörfum auk þess. Kunnugir töldu, að þau byggju í túni Faxa, þar sem tímaritið Faxi var gefið út ámm saman af Málfundafélaginu Faxa, en það tímarit er nú að verða eitt af þeim merkari á síðari ámm, þar sem rekja má nokkuð vel sögu fimmtíu ára varð- andi Suðumesin. Hallgrímur var um langt skeið ritstjóri Faxa, skrifaði í blaðið og dró að efni hvaðanæva og að þeim málum studdi Lóa af ráð- um og dáð. Þótt bmgðið geti til beggja vona um tíðindi, þegar ein bók kemur út, þá er þessi litla, smekklega og yfirlætislausa bók í sínum fínlegu umbúðum, Okkar ljóð, vissulega verð frásagnar og eftirtektar umfram aðrar ljóðabækur sem á boðstólum em. Hún er ekki ofhlaðin fjarlægum ofskynjunum, eða óskiljanlegum hugsýnum sem erfitt reynist að festa í minni almennum les- endum meðal annars vegna rímleysis, stuðla og höfuðstafa. Hin þrískipta grein skáldmálsins heldur sér gegnum þessa bók að minnsta kosti. Engar glettur eða getgátur um það, hvað höf- undamir meina, beint eða óbeint er snúið að lesendunum, helduráalltaðveraáhreinu. Báð- ir eru höfundamir bragvinir, Hallgrímur orti mikið af kvæðum við ýmis tækifæri, einkum baráttukvæði og hvatningarljóð ýmis konar, en hann var hugsjónamaður að upplagi og var létt um mál. Lóa lét lítið á sér bera fyrst framan af um kveðskap nema helst glettnar tækifærisvís- ur en hún reynist síðar ekki síðri Hallgrími við að binda orð í kvæði, og hefur það til að flétta úr þeim orðum vissa töfra skyldum hljómi hörp- unar. í fyrri hluta bókarinnar em kvæði Hallgríms, flokkuð undir nafnið: Staldrað við, en síðari hluti bókarinnar em kvæði Lóu sem kölluð eru: Hver er ég. Meðal kvæða Hallgríms er ljóð, er hann fiutti við vígslu nýs bamaskóla í Keflavík. Þar er sú einkunn er mætti vera yfirskrift yfir altari slíkra stofnana og að vísu víðar. Hér ráöi húsum mannvit mildi vit. Hér mœtist kœrleiksþel og viska sönn. Hér frœðist hörn um feðra s/nna strit og firelsisþrd í tímans miklu önn. — I’eim greini saga þúsund vœngja þyt. Vor stofnun blessist, hjörtum vonum lík, hún börn sfn mennti, skapi nýja menn. Þd verður ceskan reginsterk og rík. Þd rcetast vonir, — glœstir draumar enn. — Andi guds vaki yfir Keflavík. Annað ljóð ort við vígslu Samvinnuskólans í Bifröst. Sem œsirnir foröum til himins sér byggdu brú, svo byggja þeir samvinnumenn þetta menningarsetur og nefna þad Bifröst, — sem tileinkast fedranna trú og skal tákna, hvad íslenskur vorhugur megnad getur. Hann megnar að skapa hér háleita hugsjónamenn, sem hylla þá stefnu að vinna í kœrleika sönnum. Svo verði hér gullöld og gróandi þjóðlff í senn með göfugum konum og tápmiklum, starfandi mönnum. Und regnbogalitunum liji hin íslensku þjöð og leiti sér farsœldar, hugsjóna, — starfs fyrir alla. Frá Bifröst vér heyrum þann hoðskap, þann samvinnuóð í blœnum, sem þýtur um skör vorra eilífu mjulla. Vér hyllum þig, Bifröst! Já, heill yður samvinnumenn, sem höll vorra samtaka reistuð á frónskum grunni. Það lifa með þjóð vorri hugstórar hetjur enn með hyggjuvit Njáls og með góðtungu Snorra í munni. Síðari hluti bókarinnar eru kvæði Lóu og fyrsta kvæðið heitir: Hver er ég. Það er fullorðin kona sem horiið í augu ungs barns. Hvað er hún í aug- um barnsins. t>ví kvæði lýkur með eðlilegum en einföldum hætti: llvcr er ég, eðu er ekkiP Er ég hin fullkomna fyrirmynd sukluusrar sálar — eða hvaðP Kœra barn, hvað viltu mér? Blikandi bros herst mér til hjarta og umlykur ávarp: Mig langar — mig langar að máta skóinn þinn, stóra kona. Næsta kvæði sem ég nefni heitir Litli Pétur. Það er hugljúft ávarp til barns. Fegurð og auðlegð þú fœrir mér, v/nur, þó fá séu að baki þér árin. Það hlika frá augunum bjartir geislar, þú brosir ígegnum tdr/n. Nú stœkkarðu dðum, ég vona þú verðir vfðsýnn og þrekmikill drengur, sem stýrir létt fyrir boða og báru og brosir, á hverju sem gengur. Til bernskustöðvanna hvarfiar hugurinn í kvæðinu Til baka. Þar rifjar skáldið upp sporin sín um tún og engi og minnist liðinna stunda með innileik sem engu gleymir, hvort sem er dýrin, mosinn, blómin eða heimilisfólkið. Upp úr húmsins huji hefjasl myndir skírar, glœðast lit og Ijóma lautir, holt og mýrar. Vakir œ mér innra ómur, tregabundinn. Hér er gull mitt grafið í gamla bernskulundinn. Þegar kyljan kulda, knúi'n afli þungu, þeytir fönn í fylgsni fuglanna er sungu, langar ofi í leyni h'tið hlóm að vaka. Óskum þrungið andvarp á sér leið til haka. í fáum orðum sagt eru ljóð þeirra hjóna í bókinni Ljóðin okkar ákaflega hrein og tær og einlæg. Þaö er vissulega fagnaðarefni öllum þeim fjöl- mörgu, er þekktu til þeirra hjóna, að Lóa, rosk- in kona, skuli hafa tínt saman í úrval nokkur kvæði þeirra hjóna og gefið þau út á svo fallegan og aðlaðandi hátt sem raun ber vitni. Valtýr Guðjönsson. 28 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.