Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1989, Side 32

Faxi - 01.01.1989, Side 32
„Friður fœrir okkur aukinn þroska“ Alþjóðleg teiknimyndasamkeppni Lionshreyfingarinnar um „friðarvegg- spjald" fór fram s.l. haust. Kjörorö keppninnar var: „Friður færir okkur aukinn þroska". Rétt til þátttöku í sam- keppni þessari höfðu grunnskólanem- endur í 163 löndum á aldrinum 11-13 ára. Úrslit keppnirinar hérá landi lágu fyrir skömmu fyrir jól og er ánægjulegt að geta sagt frá því að önnur verðlaun á ís- landi féllu í hlut Vigdísar Jóhannsdótt- ur, Norðurtúni 4 Keflavfk. Vigdís, sem er 11 ára gömul, er nem- andi í Myllubakkaskóla, en í þeim skóla annaðist Lionsklúbbur Keflavíkur fram- kvæmd keppninnar í samvinnu við skólastjöra og kennara. Sundmíðsíöð Keflavíkur og Njarðvíkur? Bæjarstjóm Kellavíkur hefur boðið bæjarstjóm Njariivíkur til viðræðna um þá hugmynd sem hvaö eftir annað hefur skotið upp kollinum, að Njarðvík taki þátt í byggingu og rekstri á hinni nýju Sundmiðstöð sem er að rfsa í Keflavík. Hér er á ferðinni dæmi um mjög óvenju- lega samvinnu og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls. Kefl- vikingar stefna að því að taka fyrst í notkun 25 metra útilaug með nokkmm heitum pottum. Einniger gert ráð fyrir 25 metra innilaug. Kæmi hún í gagnið eftir nokk- ur ár. Sundfólk í Njarðvík hefur látið í ljós áhuga á að fá stærri laug, en þar er geysimikill áhugi fyrir sundíþróttinni og afreksfólkgott. Það væri heppileglausn, að bæjarfélögin sameinuðust um Sund- miðstöðina, því vissulega er hún nægi- lega stór til að geta þjónað báðum byggð- arlögunum. Með samvinnu mætti þá ef til vill taka innilaugina fyrr í notkun en ella hefði verið. Myndi það bæta alla aðstöðu fyrir hið ágæta keppnisfólk, svo og allan almenning sem fyrst og fremst sækja sundstaði sem þennan. Íþróttamaður Grindavíkur 1988 Guömundur Bragason var kjörinn íþróttamaöur Grindavíkur 1988 f kjöri sem Kiwanisklúbburinn Boði gekkst lyrir í samvinnu við sérdeildir UMFG. Guðmundur er einn af allra sterkustu körfuknattleiksmönnum landsins og jafnframt með bestu golfleikurum í Grindavík. Hann hlaut 250 stig, eða fullt hús í kjörinu. Landshöfn Keflavík-Njarðvík Um nokkum tíma hefur það staðið til, að ríkið afhendi I-andshöfnina í Kefla- vík-Njarðvfk sveitarfélögunum til eign- ar. Til þess eru komnar heimildir í lög- um og hafa farið fram viðræður um hugsanlega afhendingarskilmála. Hafa veriö lagðar fram óskir um aö ákveönar framkvæmdir fylgdu með í kaupunum. Ekkert hefur enn verið ákveðið í málinu, en bæjarstjómimar hafa þó gert með sér ákveðið samkomulag, ef og þegar til þessarar afhendingar kæmi. Af rfkisins hálfu er gert ráð fyrir því í framtíöinni, að það styrki samþykktar framkvæmdir með 75% framlagi. Það verður væntanlega mikil búbót fyrir bæina að fá hafnimar í sinn hlut. Þessar hafnir, svo og Helguvíkurhöfnin mynda saman hafnarsvæði sem gæti Rysjótt veðrátta Veturinn fram undir þorra var heldur tíðindalítill, hvað veðráttu snerti og hafa menn almennt verið ánægðir með það. Þegar leið að þorra um miöjan janúar, þá gerði trekk í trekk hin verstu veður. Þessum veðrum fylgdi bæði hvassviðri og mikil snjókoma, meiri en hér hefur sést um nokkurt árabil. Sem betur fer bar versta veðrið upp á sunnudag þann 21. janúar, þannig að flestir gátu haldið sig heima við. Hefur oft á síðustu vikum verið erfitt að komast um og hafa vegir lokast fyrirvaralaust um allt Suðvestur- landið. Reykjanesbrautin hefur oft orðið ófær og flug hefur tafist sökum óveðurs- ins. Skólahaldi hefur einnig víða orðið að fresta tímabundið. Ekki hefur þó snjórinn staðið lengi við, því þíðukaflar hafa komið á milli verstu hryðjanna. Er líklegt að yngstu kynslóðinni sé eftirsjá í snjónum, þó þeir sem fara allar ferðir sína á bifreiðum séu ósköp fegnir að sjá hann hverfa. En þannig er íslensk veðr- átta- aldrei er að vita hvað hún býður uppá. 1- 32 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.