Faxi - 01.02.1989, Page 3
Forseti Islands heimsœkir
Keflavík á 40 ára afmœlinu
t’ann 1. apríl 1949 fékk Keflavík kaupstaðar-
réttindi og nú fjörutíu árum seinna er bærinn
einn af stærstu bæjum landsins. íbúatala Kefla-
víkur er nú um 7.400. og fer vaxandi. Bæjar-
stjóm ákvað á síðasta ári að halda hátíðlegt
fjörutíu ára afmælið og voru eftirtaldir aöilar
skipaöir í sérstaka afmælisnefnd:
Stefán Jónsson, sem jafnframt er formaður
nefndarinnar, Hermann Ragnarsson, Guðleifur
Sigurjónsson, Björk Guðjónsdóttir og Hjördís
Amadóttir. Hefur nefndin starfað ötullega frá
síðasta hausti. Tíðindamaður Faxa hitti for-
manninn að máli og leitaði frétta af þeirri dag-
skrá sem undirbúin hefur verið.
Stefán hóf mál sitt á því að segja, að forseti
landsins, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefði þegið
boð bæjarstjómar um að koma í opinbera heim-
sókn til bæjarins á afmælisdaginn. Mun það
væntanlega setja sinn svip á hátíðarhöldin, því
ekki hefði V igdís áður komið slíkra erinda hing-
að. Væri bæjarbúum mikill heiður af slíkri
heimsókn.
Listaverkasýn ing
Margir aðilar munu leggja hönd á plóginn í
þeirri dagskrá sem verður í sambandi við af-
mælið. Fyrsta atriði hátíðarinnar verður sýning,
er Listasafnsnefnd bæjarins gengst fyrir í Fjöl-
brautaskólanum dagana 19. mars til 1. apríl.
Formaður nefndarinnar er Ásta Ámadóttir,
listakona. Sýning þessi verður þríþætt. í fyrsta
lagi verða sýnd verk listamanna úr Baðstofu-
hópnum svonefnda, í öðru lagi verða til sýnis
listaverk í eigu bæjarins og í þriðja lagi verður
sýning á verkum nemenda úr Myllubakka-
skóla.
Hátíðarfnndur bœjarstjórnar
Bæjarstjóm mun koma saman til hátíðarfund-
ar á morgni afmælisdagsins kl. 10. Fer fundur-
inn fram í fudnarsal bæjarstjómarinnar í húsi
Iðnsveinafélagsins við Tjamargötu. Fundurinn
verður opinn almenningi eins og aðrir fundir
bæjarstjómar.
Hátíðarsamkoma 1. aprfl
Aðalhluti hátíðarhaldanna mun fara fram á
afmælisdaginn, 1. apríl. Um klukkan 13:30
mun verða afhjúpaður skjöldur á stöpli lista-
verks Erlings Jónssonar - Stjána-bláa, en stytta
þessi var reist á síðasta ári við Hafnargötuna,
beint upp af höfninni.
Klukkan 15:00 hefst síðan hátíðarsamkoma í
Iþróttahúsi Keflavíkur og þangað er bæjarbúum
boðið til að hlýða á dagskrá og þiggja veitingar.
Dagskráin verður með léttu sniði og veitingar
verða síðan frambomar í hinum nýja sal sem
IBK hefur byggt við hliðina á íþróttahúsinu.
Dagskráin verður í megindráttum sem hér seg-
ir:
Stefán Jónsson, formaður afmœlisnefndar.
1. Ávarp forseta bœjarstjórnar.
2. Ávarp forseta íslands.
3. Leikþáttur barna tír Myllubakkaskóla.
4. Samsöngur Einars Júlíussonar og Ólafar
Einarsdóttur.
5. Leikfélag Keflavíkur flytur leikþátt.
6. Sýning Fimleikafélags Keþavfkur.
7. Sýning Dansskóla Audar Haralds.
8. Karlakór Keflavikur syngur.
9. Veitingar í sal 2.
Leiksýning
í tilefni afmælisins hefur verið samin revía í
gömlum og góðum stíl, þar sem á fjörlegan hátt
verður fjallað um atburði og fólk úr bæjarlífinu
á undanfömum fjómm áratugum. Höfundar
verksins em Omar Jóhannsson o.fl. Leikfélag
Keflavíkur mun flytja þetta verk og verður það
fmmsýnt í Féalgsbíói þann 7. apríl kl. 21:00. Þá
verður sérstök sýning fyrir aldraða bæjarbúa
þann 13. apríl kl. 21:00. Er ekki að efa, að hér
verður um áhugaverðan þátt í hátíðahöldunum
að ræða.
Tónlisí
Tónlist mun skipa mikinn sess í þessum hátíð-
arhöldum, enda er hér í bæ mikil tónlistarhefð.
Tónlistafélag Keflavíkur verður með tónleika í
Félagsbíói þann 5. aprfl kl. 20:30. Þar mun Hlíf
Káradóttir syngja.
Þann 8. aprfl verður Tónlistarhátíð í íþrótta-
húsinu. Á dagskránni verða meðal annars eftir-
talin atriði:
Magnús Kjartansson og félagar.
Gunnar Þórðarson.
Rúnar Júlíusson.
Nemendur og kennarar Tónlistaskóla
Keflavíkur.
Kórar og einsöngvarar.
Brúðuleikhús o.fl.
Efni sem sérstaklega verður sniðið við hæfi
yngstu borgarana verður einnig að finna á há-
tíðardagskránni. Brúðuleikhúsið í Reykjavík
mun heimsækja bæinn þann 2. aprfl og setja
upp sýningu í Félagsbíói. Mun það eflaust falla
í góðan jarðveg. Þá mun Fimleikafélag Keflavík-
ur verða með innanfélagsmót á því tímabili sem
hátíðin stendur. Dagskrín verður svo að sjálf-
sögðu auglýst rækilega.
Afmœlisrit í máli og myndum
Afmælisnefndin hefur falið Ragnari Karlssyni
að ritstýra afmælisriti sem kalla mætti Kefiavík
í 40 ár. Þar verður í frekar stuttu máli og með
myndum rifjuð upp saga bæjarins og reynt m.a.
að kynna bæinn frá ýmsum hliðum. Rit þetta
kemur út á afmælisdaginn.
Faxi þakkar Stefáni fyrir spjallið og hvetur
bæjarbúa til að taka nú vel þátt í hátíðarhöldun-
um. Blaðið mun fylgjast með því sem fram fer og
gera því skil síðar. Til hamingju með afmælið,
Keflvíkingar.
ii
mí ii i' m
--------rzzz
Byggöasafn Suðurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
FAXI 39