Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 15
MINNING:
Guðmundur Halldórsson
Sauðárkróki
Fæddur 18.8 1904, dáinn 1.1. 1989
Á Nýársdag s.l. lést Guðmund-
ur Halldórsson á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki, eftir stutta legu.
Hann veiktist snögglega á að-
fangadag og var skömmu síðar
fluttur á sjúkrahúsið.
Guðmundur var fæddur á Eld-
jámsstöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans vom Hall-
dór J. Halldórsson og kona hans
Guðrún Gísladóttir. Þau urðu að
bregða búi 1910 vegna fátæktar og
ómegðar. Guðmundur fór þá til
fósturs hjá Gunnari Jónssyni og
Ingibjörgu Lárusdóttur sem lengst
af bjuggu á Botnastöðum í Svart-
árdal.
Botnastaðir vom í þjóðleið, und-
ir Ævarsskarði, þegar farið er yfir
Vatnsskarð til Skagafjarðar. Þama
hefur trúlega verið alfaraleið allt
frá landnámi. Gestagangur var því
mikill á Botnastöðum, bæði af
vegfarendum milli sýslna og hinna
er erindi áttu fram Svartárdal.
Skammt vestan við Botnastaði hin-
um megin við Svartá er Bólstaðar-
hh'ð, kirkjujörð. Fagurt er þama
inn á milli fjallanna. Svartá liðast
eftir dalnum á milli gróinna bakk-
anna, en af skarðinu sjálfu er víð-
sýnt mjög í góðu veðri. Þama í
Bólstaðarhlíð bjó Klemens kvek-
ari, sem guð kallaði á á sérkenni-
legan hátt til að boða Orðið. Fram
til heiða er kjamgott beitiland,
enda sauðfjárrækt aðalatvinnu-
grein Húnvetninga. En vetrarríki er
mikið í þessum þrönga dal og erf-
itt um aðdrætti í hörðum ámm.
í þessum fagra dal ólst Guð-
mundur upp og vann þar við sveit-
arstörf uns hann fluttist til Skaga-
fjarðar. Þangað sótti hann konu
sína, Klöm Lámsdóttur. Unnu
þau hjúskaparheit sín 16. des-
ember 1933 í Glaumbæ á Lang-
holti.
Þessi ár vom erfið ungu fólki til
búskapar. Hrammur kreppunnar
lá yfir byggðum landsins og fólk til
sjávar og sveita barðist í bökkum.
Guðmundur greip því hvaða
vinnu sem gafst, t.d. í síld á Siglu-
firði. Klara og Guðmundur settust
að á Sauðárkróki en þar var vinna
þá stopul. Að fjómm ámm liðnum
ákváðu þau að flytjast til Suður-
nesja, enda var Guðmundur þá
orðinn veikur og þoldi hvorki
heyskap né gegningar. Vom þau
alkomin suður 1938. Bjuggu fýrst
í Ytri-Njarðvík, en fluttu fljótlega
til Keflavíkur og reistu lítið ein-
býlishús við Hringbraut ofan-
verða.
í kjölfar hafnargerðar í Keflavík
á ámnum 1931 til 1935 glæddist
hér útgerð og skipakomur urðu
mjög tíðar. Dró það marga að,
einkum úr sveitum. Vann Guð-
mundur nú ýmsa vinnu, aðallega
í fiski og við fermingu- og afferm-
ingu skipa. Fljótlega fór Guð-
mundur að stunda smíðar og
nokkm seinna réðst hann til starfa
hjá Gunnari Sigurfmnssyni, sem
þá rak bólstmn í kjallara húss
síns, við Hafnargötu. Nam Guð-
mundur af honum undirstöðu í
bólstmn. Eftir það varð bólstmn-
in aðalstarf Guðmundar, fyrst
með öðm til að byija með, en aðal-
starf er á leið.
Á ámnum 1955-65 reisti Guð-
mundur stórt steinhús við gamla
húsið sitt og hafði verkstæði á
neðri hæðinni. Starfaði hann þar
uns þau hjónin fluttu til Sauðár-
króks 1983. Mörg seinustu árin
vann Jóhann, sonur þeirra, á
verkstæðinu og tók við rekstri
þess.
Guðmundur var handiðnaðar-
maður í orðsins fyllstu merkingu.
Laginn vel og reglusamur. Bólstr-
un er ein af þeim iðngreinum þar
sem erfitt er að beita vélum.
Handverkið sjálft er ævagamalt þó
ung sé greinin hér syðra. Guð-
mundur fékk fljótt nóg að gera,
enda var hann oftast eini bólstrar-
inn á Suðumesjum. Hann var
ákaflega traustur í viðskiptum og
skilvís með afbrigðum. Varð ég oft
vitni að því þegar ég var staddur á
verkstæðinu og fylgdist með við-
skiptavinunum. Nægir að benda á
að fjölmörg fyrirtæld höfðu við-
skipti við Guðmund, sum ámm
saman. Guðmundur hafði ekki
réttindi í iðn sinni, en þar sem
hann hóf störf mjög snemma var
það látið óátalið. Hans er því ekki
getið í félagatali Iðnaðarmannafé-
lagsins. Þó telst Guðmundur eig-
inlega forveri iðngreinar sinnar á
Suðumesjum, ásamt Gunnari
Sigurfinnssyni.
Guðmundur Halldórsson var
maður í meðallagi hár, teinréttur,
grannholdaður og hélt sér vel til
æviloka. Hærðist snemma með
mjallahvítt hár. Kvikur í spori og
minnti helst á ungling. Hygg ég að
margir hafi talið hann a.m.k. ára-
tug yngri en hann var. Guðmund-
ur gekk jafnan snemma til allra
verka, var oftast kominn til starfa
um sjö leytið á hveijum morgni.
Einkum fýrir fermingar og jól. En
þá var oftast örtröð á verkstæðinu.
Seinustu árin var hann þó farinn
að minnka við sig vinnu. En iðju-
maður mikill var hann og gat varla
setið auðum höndum væri annars
kostur. Aðeins greip hann í hand-
verk sitt eftir að hann kom norður.
Fundum okkar Guðmundar bar
fýrst saman í okt. 1973. Eftir það
varð ég tíður gestur á Faxabraut-
inni, enda þau hjón góð heim að
sækja. Gaman var líka að koma á
verkstæðið, því þangað áttu marg-
ir erindi. Var stundum fróðlegt að
staldra þar við, því margt bar á
góma. Ýmsir stungu inn kolli
reglulega, t.d. Guðmundur okkar
Snæland, sem nafni hans Hall-
dórsson aðstoðaði á ýmsan hátt.
Hygg ég að Guðmundi Halldórs-
syni þætti tæplega miður þó nafna
hans sé getið. Svo mjög sem hann
var mönnum til skemmtunar með
leik sínum og gáska. Enda áttu
smælingjar samfélagsins jafnan
stuðning Guðmundar Halldórs-
sonar.
Guðmundur var mjög fróður
maður og ef tími gafst til ræddi
hann gjaman við viðskiptavini
sína. Hann var mjög næmur á
kímilegar hliðar mannlífsins, en
fór vel með. Hermdi jafnvel eftir á
góðlátlegan hátt. Fór þó dult með
þennan hæfileika sinn.
Ég hygg að hugur Guðmundar
hafi staðið mest til búskapar í
sveit. Hann hafði þó sterka löngun
til að menntast, en fátækt haml-
aði. Noiður leitaði alltaf hugur-
inn, sérstaklega á seinni ámm, er
aldur færðist yfir. Fluttu þau
Klara þá norður. Var það töluvert
átak á gamals aldri.
Það sem við gefum samferðar-
mönnum af okkur sjálfum stend-
ur eftir þegar við föllum frá. Þann-
ig lifum við áfram hjá þeim. Ég
þakka Guðmundi samfýlgdina.
Handtak hans var hlýtt en þétt-
ingsfast, eins og margra þeirra,
sem eiga langan og oft erfiðan
starfsdag að baki. Þannig var það
síðast þegar við kvöddumst, fýrir
norðan í fýrra sumar. Næst þegar
ég fer um Ævarsskarð og sé stríða
Svartána milli gióinna bakka,
rifja ég upp gömul kynni. Þar
syngur áin áfram sinn söng böm-
um sínum, öldum og óbomum.
Hún er kjölfestan, moldin er kjöl-
festan.
Skúli Magnússon.
FAXI 51