Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1989, Síða 20

Faxi - 01.02.1989, Síða 20
.. .ööruvísi b*te1cur... í húsi Blindrafélags íslands að Hamrahlíð 17 í Reykjavík er stað- sett all sérstætt bókasafn. Þetta er Blindrabókasafn íslands sem er ríkisrekin stofnun og heyrir undir Menntamálaráðuneytið. Safnið hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 1983. Safnið þjónar blindum, sjónskertum og öðrum þeim sem ekki geta fært sér í nyt hefð- bundið letur, með útlánum á hljóðbókum, blindraletursbókum og ljósritunarþjónustu á stækkuðu letri. Forstððumaður safnsins frá upphafi þess, er Helga Ólafsdóttir en hún hefur lokið meistaraprófi í bókasafns- og upplýsingafræðum frá bandarískum háskóla, þar sem hún lagði sérstaka áherslu á þjón- ustu við fatlaða. Alls starfa í safninu 10 manns. Safnið telur þrjár deildir, útláns- og upplýsingadeild, námsbóka- deild og tæknideild. Stærsti lán- þegahópurinn er aldrað fólk, sem af eðlilegum orsökum hefur daprast sjón og á erfitt með lestur. Þetta eru ákaflega þakklátir lán- þegar og margir mjög iðnir við ,,lestur“ hljóðbóka. Reykvíkingar fá sendar bækur heim, ef þeir óska, en út á land eru bækumar sendar í pósti í sérstaklega hönn- uðum töskum. Auk þessa eru bækur sendar í bókasöfn á lands- byggðinni, sjúkrahús og dvalar- heimili. Safnið leitast við að byggja upp bókakost við flestra hæfi, t.d. skáldverk eldri og yngri höfunda, endurminningar, fræðirit og bamaefni. í dag em um 2500 bókatitlar í safninu. Til námsbókadeildar safnsins leitar blindir og sjónskertir nemendur sem stundar fram- haldsnám. Þar fæst námsefnið framleitt, ýmist á blindraletri, sem hljóðbók eða með stækkuðu letri. Einnig getur fólk í starfi, sem ekki getur nýtt sér hefð- bundið lesefni sem það þarf á að halda vegna atvinnu sinnar, nýtt sér þjónustu námsbókadeildar. Við framleiðslu blindraleturs- bóka er námsefnið skrifað inn á tölvur safnsins en síðan þýðir sérstakt umbreytingaforrit tölvu- letrið yfir á blindraletur. í öðmm tilfellum em bækur fengnar á disklingum frá forlögunum og prentsmiðjum og breytt með áður- nefndri aðferð yfir á blindraletur. í tæknideild er hljóðbókakostur safnsins framleiddur, þ.e. bækumar hljóðritaðar og fjölfald- aðar yfir á snældur. Vegna samn- inga við Rithöfundasambandið em einungis 3 eintök framleidd af þeim bókum sem höfundarréttur hvílir á. Þetta veldur oft erfið- leikum þegar margir vilja lesa sömu bókina. Sjálfboðaliðar hafa lesið bækumar inn og skilað drjúgu starfi síðan þessi starfsemi hófst en s.l. ár hafa launaðir lesarar bæst í hópinn, oftast leikarar, og hefur framleiðslan þannig orðið skipulegri og af- köstin aukist. Öll starfsemi safnsins hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun þess. M.a. hafa kennarar í vax- andi mæli snúið sér til safnsins vegna lestregðu nemenda sinna af ýmsum orsökum, m.a. lesblindu. í nútíma þjóðfélagi sem leggur áherslu á jafnrétti til náms og starfa hefur Blindrabókasafnið miklu hlutverki að gegna og opnar þeim leið til bóklestrar sem ella þyrftu að lifa án bóka. Ragnhildur Árnadóttir. 56 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.