Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 24

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 24
SKOLAR Á SUÐUR- NESJUM hvetja aðra til slíks hins sama, en var þó ekki að neyða einn né neinn til að gera áheit eins og segir í ávarpi hans. ,,Þó ég minnist nú þessa, bind ég hvorki aðra við borð, né heldur, að ætlist til að eiga hrós fyrir skilið." „Hafði efstaráð konsúll Clausen aftur gefið stofnuninni 50 rd., en í kennslulaun var enn heitið kenn- aralaunum 300 rd. fyrir sex mán- uði.“ Hefur hann því staðið við loforð sitt um að gefa meira fé til skólans, ef hann héldist við. - Þess má geta mönnum til glöggvunar að 1874, þá er tekið upp nýtt myntkerfi á íslandi. Rrónan og aurar koma í stað nkisdala, marka og skildinga. 1 króna verður 1/2 rd. og 1 aur 1/8 rd. Einnig komu í gildi gullpeningar og gilti sá stærri 20 kr. (10 rd.), en hinn minni 10 kr. Þetta líkaði mörgum illa í fyrstu. — Þannig er það fyrstu árin að fé til skólahalds hefur fengist að mestu með gjöfum og framlögum til skól- ans. Skólinn átti jafnvel velvildar- menn úr öðrum byggðarlögum og 1875 er þess getið að; „Til bamaskólans gáfu Seltim- ingar og Reykjavíkurbúar, til viður- kenningar fyrir, að sjómenn þeirra hefðu í fiskitúrum svo víða fengi góðar viðtökur og aðhlynningu. Var þeim í blöðum þakkað, en peningar þessir settir á vöxtu í sparisjóðinn." Ekki er þess getið hve háa upphæð hefur verið um að ræða. Eyrstu heimildir sem við höfum um tekjur og gjöld skólans em frá árinu 1878. í bréfi stílað þann 24. dag apríl mánaðar 1878, fer skóla- nefndin fram á 200-300 króna styrk úr Landsjóði sem ætlaður er handa bamaskólum. — Sá sjóður var nú í fyrsta sinn í fjárlögum landsins þetta ár. — Máli sínu til skýringar senda þeir skýrslu um skólahald sama ár, afrit af reglugerð skólans og reiknings- haldi. Þar kemur fram að; „Skuld uppá stofnunina er nú 287.21 og helstu gjöld skólans em kennaralaun eða 430 kr. á yfir- standandi ári.“ Þennan styrk fá skólayfirvöld vet- urinn 1878, eða 200 kr. (Landshöfð- ingi var þá Hilmar Finsen.), „en mjög lítið sést enn að almenningur og heldri menn sinntu þessari nauð- synlegu stofnun." Árið 1879 getur séra S.B. Sívert- sen þess að margir hafi vaknað til meðvitundar og farið að skjóta sam- an til viðhalds skólanum. Einnig mun skólakennarinn hafa staðið fyrir samskotum til kaupa á orgeli fyrir Útskálakirkju. Svo segir Sig- urður: „Minnist ég þessa sem vott um framför." Um þessar mundir (1880) er skól- inn farinn að hafa nokkur áhrif á menntun almennings þ.e. fleiri kunna nú að skrifa og reikna en áð- ur. Er líklegt að þetta hafi haft þau áhrif að fleiri hafi séð nauðsyn þess að viðhalda skólanum. Þó menn hafi styrkt skólann með fjársöfnun þá hefur hún hjálpað til, en ekki verið nóg til reksturs hans. Einna mest munar um gjafir Sívertsens, en þessi fyrstu 8 ár skólans gefur hann 1200 krónur. Helstu sjóðir sem styrkja skólann em Landsjóð- ur, sem veitir aftur 300 kr. styrk árið 1881, og styrkir svo einn nemanda um 200 kr. til að ljúka námi sínu á sjómannaskóla í Kaupmannahöfn. Tbrkillis-bamaskólasjóðurinn mun einnig hafa styrkt skólann í nokkur ár, en fyrst sjáum við þess getið í reikningi skólans frá árinu 1878, en þá var hann veittur 8 fátækum böm- um, eða 160 kr. Árið 1883 hafa svo 14 böm fengu styrk úr sama sjóði. Það er ekki fyrr en 1887 að fjármál skólans virðast komast á réttan kjöl. Þá tekur Jens Pálsson við stjóm skólans. Hann tekur skólamál bamaskólans upp á safnaðarfundi eftir embætti. Þar em menn skipað- ir í nefndir og meðal mála sem fjalla á um em skólamál. Sigurður B. Sívertsen fer þá enn meö fjármál skólans og skrifar hann; „Skal þess getið að ég við árslok hafi skilað af mér reikningum, fjár- haldi og forstöðu bamaskólans í Geióum, sem ég hef haft á hendi síðan hann stofnaðist 1872 í 15 ár, og sem nú er skuldlaus og á vöxtum í sparisjóði Reykjavíkur 1000 kr.“ Ekki er að efa að Sívertsen hafi verið það gleðiefni að geta skilað stofnuninni af sér skuldlausri og með þessa inneign. Sigurður lést svo 24. maí 1887, og ekki er hægt aö segja annað en hann hafi helgað lífi sínu þessu kappsmáli sínu, að koma upp skóla sem héldist við. Frá árinu 1887 starfar skólinn í leiguhúsnæði í þrjú ár sem hrepp- urinn leigði, en flytur svo í nývið- gert skólahús að Útskálum. Hér virðist því hreppurinn vera orðinn formlegur eignaraðili skólans. Ekki höfum við séð eða heyrt um reikninga skólans, nema frá 1887, og það sem er að finna í dagbókum skólans og einkunnabókum. í einkunnabók skólans frá 1898-1905 kemur fram hvað skólinn hefur haft í tekjur með bömunum, um 1900 „Ttkjur skólans með bömunum á þessu ári: Dirkillissjóður með 5 börnum 100.00 Sveitargjald með 14 bami 6.00 Gjald með 1054 bömum allan tímann 126.00 Gjald með 7 bömum b tímann 42.00 Gjald með 1 bami í einn mánuð 2.00 Á þessum tíma var skólagjaldið 12 kr. fyrir hvert bam sem var allan skólatímann, en 6 með þeim sem vom hálfan tímann.“ Næsta stóra skrefið í fjármálum skólans, er að 1911 þá er skólinn settur í nýju húsnæði sem var ný bygging, sem Gerðahreppur stóð að. Straum að kostnaðinum hefur hreppurinn staðið að með eigin fé og láni. Það ár kemur fram í bréfi stílað HE>BOK býður allt fyrir ferminguna * Fermingarkerti * Kertastjakar * Vasaklútar * Sálmabcekur með gyllingu * Nethanskar * Krephanskar * Hárkambar * Prentum á servéttur Fermingarkort í miklu úrvali 1 •*s8**b& n»BOK Hafnargötu 54 — Sími: 13006 60 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.