Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1989, Side 26

Faxi - 01.02.1989, Side 26
SKÖLAR Á SUÐUR- NESJUM Eirfkur Hermannsson, skólastjóri. ætti að minnsta kosti að vera 7 mán- uðir. Sá hleypidómur virðist vera víða rótgróinn við sjóinn, að heimili geti ekki verið án bamanna um ver- tíðina, ef þessu væri þannig varið, þá væru bömin líkast til látin gera eitthvað, þegar skólinn er úti í lok marsmánaðar, en ekki látin lifa og láta eins og þau vilja dag eftir dag. Og satt að segja, finnst mér að for- eldramir ættu að leggja það í söl- umar fyrir böm sín, að lofa þeim að vera hinn tiltekna skólatíma við nám, hvort sem hann yrði 6 eða 7 mánuðir.“ Einnig kom sú hugmynd fram hjá Ögmundi að láta bömin hjálpa til við fiskaðgerðina, sem einkum væri á kvöldin, ogjafnframt mæta í skól- ann á morgnana, en þetta hlýtur þó að vera til of mikils mælst af bami innan við 14 ára aldur. Það er þó greinilegt að Ögmundur ber umhyggju fyrir bömunum sbr. það sem hann segir; ,,Það liggur víst nærri, að það sé skaðlegt að láta Halldóra Ingibjömsdóttir yfirkennari. böm fyrir innan 14 ára fara að standa í sjóvolki með fullfriskum karlmönnum, sú kemur tíðin að þetta kemur fram við bömin, þegar þau vaxa upp, og stendur þeim fyrir eðlilegum framfomm." Það virðist því að það hafi einkum verið skilnings- og áhugaleysi for- eldra, sem olli því að skólatíminn var styttur úr 7 mánuði í tæpa 6 mánuði, og að nemendur væm teknir úr skólanum á miðjum vetri, eða koma of seint í hann að hausti. í einstaka tilfellum gat efnahagur foreldra ráðið því hvort nemendur væm teknir úr skólanum. Um viðhorf manna til menntunn- ar hefur Ögmundur þetta að segja, ,,ef menn kynnu almennt að meta það gagn, sem bömin hafa af því að ganga í skóla ár eftir ár, þá myndu margir kljúfa þrítugan hamarinn að hafa þar böm sín sem lengst. En því miður halda margir að námið sé fremur til þess, að fullnægja ein- hveijum lagaákvörðunum, eða Jón Hjálmarsson, formaöur skóla- nefndar. fylgja einhveijum, heldur en til þess að gera bömin fullkomnari menn.“ Þó svo að bömin væm mislengi í skólanum verður hann að teljast tveggja ára skóli fyrstu árin, þar sem algengt var að þau væm tvö ár í honum. Fyrstu vetuma starfaði að- eins ein deild í skólanum, en frá og með haustinu 1875 var nemendum skipt í tvær deildir, efri og neðri deild. Bömin vom þá yfirleitt eitt ár í hvorri deild, en þó stundum lengur í neðri deild vegna lítillar getu, oft kom það þó fyrir að bömin vom tek- in úr skólanum áður en þau höfðu, verið þar í tvö ár eins og áður er get- ið. Það virðist að nær undantekn- ingalaust hafi verið farið eftir reglu- gerðinni frá 1875 hvað varðar lengd skólatíma, þ.e. 6 mánuðir, frá 1. okt. til 1. apríl, þó þarhafi stundum skakkað örfáum dögum. Frá og með skólaárinu 1907—1908 er skólatíminn lengdur í 7 mánuði, til loka apríl mánaðar. Þessa leng- ingu má rekja til fræðslulaganna frá 1907. Þess em þó dæmi að skólinn hafi verið lengdur í 7 mánuði fyrir tilkomu laganna, t.d. ákvað skóla- nefndin 1894, ,,að kennslu skyldi haldið áfram út apríl þetta vor vegna hinna miklu veikinda og forfalla vegna veðurs þetta skólaárs.“ Þetta skólaár 1893-1894 vom kennsludagar 165, en hið næsta á eftir aðeins 140, vegna veikinda kennarans Ögmundar Sigurðssonar frá 6. nóvember til 9. desember. Þetta ár var einnig kennt út aprfl mánuð. Frí vom ekki gefin í skólanum, nema um jól, páska og á sumardag- inn fyrsta. Jólafrí var frá Þorláks- messu til 2. janúar, alls 10 dagar. Páskafrí var 5 dagar. Auk þessa er þess getið 1896, að frí hafi verið gefið einn dag að auki, „Snjókerl- ingadag í stað öskudags." Það er ekki hægt að segja annað en að tíminn sem á annað borð var ætl- aður til kennslunnar, hafi verið nýttur til hins ýtrasta og ekki verið sóað í óþarfa frí. C. Húsakynni og aðbúnaður. í Garðinum var stofnaður bama- skóli árið 1871 og byijaði þar kennsla 1872. Sá sem var aðal hvatamaður þess að skólinn kæmist á var séra Sigurður B. Sívertsen eins og áður er minnst á. Fé til skól- ans fékkst með gjöfum einstakra manna eins og segir: „Bamaskólahús var byggt í Gerð- Skólahús Gerðaskóla. Mynd þessa tók Halldóra Ingibjömsdóttir upp úr 1950. Til vinstri er elsti hluti skólans sem tekinn var i notkun 1911, en 1943—44 var síóan byggð viðbót (íþróttasalur o.fl.). 62 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.