Faxi - 01.02.1989, Page 27
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
urn, af fríviljugum samskotum."
Auk aðalhússins var baðstofa með
þrjú rúm hvoru megin, upphaflega
®tluð bömum lengra að. Afast við
baðstofuna var eldhús handa skól-
anum. Fyrir ofan loftið var hana-
bjálki.
Þó mikið hafi verið lagt í þetta hús,
fengnir frægir smiðir, þá var þetta
hús misheppnað.
,,Hér fór sem oft vill verða, þegar
næga þekkingu vantar á hlutunum,
að þetta dýra hús, sem byggt var
fyrir skólann, reyndist mjög óhent-
ugt: Staðurinn var hinn versti þar
sem húsið stóð; sjór féll upp að því
og rann allt í kringum það í stórflóð-
um, svo ekkert leiksvið varð fyrir
bömin úti við. Herbergin vom mjög
óhentug, bæði vegna þess hvað birt-
an var slæm og svo vom þau þröng.“
Einnig segir síðar: ,,Allt sem til
skólans þurfti að leggja, var í mjög
ófullkomnu lagi, ofnar vom stund-
um engir stundum var þar hróflað
upp eldavélum, sem lítið hituðu, og
eigi vom reykheldar. Kennarar og
nemendur kvörtuðu oft bæði um
feyk og kulda. Borð og bekkir vom
1 mjög vondu lagi; það fór illa um
bömin og stundum vantaði þau sæti
í skriftartímum.“
Það má með sanni segja að margt
hafi batnað síðan í þá daga, en yfir-
leitt var búnaður í skólum þessa
tíma mjög lélegur og ekki sniðinn að
þörfum nemenda og kennara. Það
má til gamans geta þess að þaö er
ekkert nýtt að skólahús geti lekið.
Svo segir um skólahúsið sem kennt
var í á Suðumesinu um 1886-1887.
,,í hverri skúr lekur þetta hús
mest öllu, sem á það rignir, loftið
heldur eigi vatninu, svo bömin
urðu að flytja sig til í herberginu eft-
ir því úr hvaða átt rigndi."
..Veggimir á þessu fyrsta húsi
skólans vom þannig gerðir að grót-
veggir vom hlaðnir upp með sand á
milli, en vatn komst í þá og spmngu
þeir í frostum, þetta gerðist strax
fyrsta veturinn."
Það er svo ekki fyrr en 1878 að
gert er við bamaskólahúsið. „Rifnir
voru undan því allir veggir og hlaðn-
ir upp aftur af grjóti eintómu með
kalki. Var það verk kostnaðar-
samt.“
í þessu fyrsta húsi bamaskólans
var kennt til 1887. Þá tók séra Jens
Pálsson við stjóm skólans og fjár-
ráðum um áramótin 1887-88, af
S.B. Sívertsen.
,,Þá var afráðið að selja skólahús-
ið í Gerðum og flytja skólann heim
að Útskálum, en vissra orsaka
Merki Gerdaskóla.
vegna gat þessu ekki orðið fram-
gengt."
Skólanefrtdin tók því á leigu tvö
herbergi hjá bónda einum í Garðin-
um, nánar tiltekið í Miðhúsum, og
starfaði skólinn þar í næstu þrjú ár.
Fyrstu heimildir um bókakost
skólans er að finna sem viðbót aftast
í 1. dagbók bamaskólans í Gerðum.
Líklega er hún frá 1884, en þangað
nær bókin:
„Biblían 1 exempel
N. Téstamenti 4 expl.
Lestrarbók handa alþýðu á íslandi
Þ.B 1 expl.
Agrip af mannkynssögunni (P.M.)
3 expl.
Ágrip af mannkynssögunni handa
bamaskólum (Rvík 1882) 9 expl.
Ágrip af landafræðinni (Ed
Erslev) 3 expl.
Dönsk lestrarbók handa byrjend-
um (Rvík 1880) 2 expl.
Landaatlas 1 exemplar."
Húsinu sem skólanefndin tók á
leigu 1887 er lýst þannig;, ,Þetta var
hlýtt og súglaust hús með ágætum
ofhum, stærðin nægileg, hið stærra
var 11x5x4, enhið minna5^x6x4,
birta var eigi sem haganlegust.
Skólinn hefur fengið ný borð og
bekki, veggtöflur og ýmisleg áhöld,
svo sem tellúríum, veggkort og
myndir.“
Að þessum þrem ámm liðnum,
sem skólinn starfaði í þessu hús-
næði, flytur hann í eigið húsnæði að
Útskálum, sem var uppgert hús.
Segir svo í dagbók skólans við þetta
tilefhi;
„Ár 1890 miðvikudaginn 1. októ-
ber, var bamaskóli Rosmhvalaness-
hrepps settur að Útskálum í hinu
nýviðgerða skólahúsi," og svo
seinna. „Sökum þess skólahúsið
var eigi fullgert gat regluleg kennsla
eigi byijað fyrr en laugardaginn 4.
október."
Ekki er að finna neina lýsingu á
skólahúsinu aðra en þá sem skrifuð
er 1896 og kemur sú lýsing síðar. í
þessu húsnæði starfar skólinn svo
til 1911, en þá stendur hreppurinn
að byggingu skólahúss, sem er
fyrsti vísir að núverandi húsnæði
skólans.
Eftir þau þijú ár sem skólinn
starfaði í þessu leiguhúsnæði þá
hafði hann fengið eftirfarandi af
áhöldum:
„Auk húss, borða og bekkja: 18
exempel af Pilti og stúlku, 18 expl.
af samtíningi, tellúríum með tungli
og kertapípu, talnakúlur, veggkort
af Evrópu „til klasseundervisning."
Uppdráttur ísl. hinn stóri eftir B.G.
„Georgraffisk Auskuelsesbillede“
fyrir byijendur í landafræði: Þessi
öll í stokkum, 12 litmyndir af mann-
legum líkama (Menneskets Ana-
tomi) límd á pappa og léreft, mynd
af mannflokkunum (5 Racehoved-
er) á einni mynd, auk þessa 6 vegg-
myndir aðrar: íshafsland, silki-
ormur og silkifluga á mórbergjatré,
pyramydar frá Egiptalandi, Konst-
Samþykkt vidbygging vid skólann sem Valdimar Harðarson, Ámi Fridriksson og Pdll Gunnlaugsson hafa hannad.
FAXI 63