Faxi - 01.02.1989, Síða 35
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
Nýtt skólahús 1911.
Það var árið 1907 að Alþingi sam-
þykkti ný lög um bamafræðslu í
landinu. Þessi lög mörkuðu tíma-
mót í menntunar- og fræðslumál-
um, en fram að því höfðu þessi mál
verið mjög á reiki. Skólaskyldan er
þá lögfest fyrir böm á aldrinum
10—14 ára. í þessum lögum var ríkið
einnig skuldbundið til að greiða að
vemlegum hluta kostnað við skóla-
hald og byggingu skólahúsnæðis.
Með hliðsjón af þessum nýju
ákvæðum laganna, þá ákvað
hreppsnefnd og skólanefnd að ráð-
ast í byggingu nýs skólahúss. Skól-
anum var nú valinn staður á melum
nokkmm upp frá Gerðum. Ekki er
mér kunnugt um, hver stjómaði
byggingu hans, en myndarlegt var
það hús á þeirra tíma mælikvarða.
Þar vom tvær kennslustofur, lítið
áhaldaherbergi og góður gangur.
Skólinn flutti frá Utskálum árið
1911. Heldur þótti umhverfi hússins
berangurslegt í fyrstu, enda höfðu
nemendur notið góðs af nábýlinu
viðprestsbústaðinn á Útskálum. En
þama á melana var skólinn kominn
og þaðan varð ekki aftur snúið og
hefur skólinn starfað þar síðan. I
dag er staðsetning hans mjög góð og
í fullu samræmi við byggðarþróun í
hreppnum.
Viðbygging 1943, íþróttahús
o.Q.
Árið 1936 em sett ný lög varðandi
skólaskylduna. Nú skyldu öll böm
á aldrinum 7-14 ára ganga í skóla.
Með vaxandi nemendafjölda og
auknum kröfum til skólans, s.s.
varðandi íþróttakennslu o.fl. var
ráðist í það árið 1943 að byggja við
skólann. Var þá byggð álma við
austurenda hússins til norðurs. Þar
var byggður íþróttasalur, sá fyrsti á
Suðumesjum, einnig ein kennslu-
stofa, snyrting og kyndiklefi. A efri
hæð var byggð lítil kennaraíbúð,
handavinnustofa fyrir drengi og á
hanabjálkalofti var lítil geymsla.
Var húsnæðið tekið í notkun þetta
ár, en íþróttasalurinn árið eftir.
Viðbygging 1969.
Árið 1967 er enn hafist handa, því
enn fjölgar í skólanum og er nú
byggt við vesturgafl gamla skólans.
Vom nú byggðar þijár kennslustof-
ur og smíða- og raungreinastofur.
Einnig snyrtiherbergi, skrifstofa
fyrir skólastjóra og rúmgóður gang-
ur. Var þá um leið gerður nýr aðal-
inngangur í skólann. Var þessi við-
bót tekin í notkun 1969.
Viðbygging 1982.
Og enn fjölgar nemendum og vom
nú aðeins liðin þrettán ár frá því
síðast var byggt við skólann. Árið
1982 er enn byggt við skólann og nú
að norðanverðu. Þar vom byggðar
tvær kennslustofur og að auki hús-
næði fyrir bókasafn. Þar er nú til
húsa bókasafn hreppsins og er það
jafnframt notað sem skólabókasafn.
Skólastjóratal.
Það er eins með skóla og önnur
fyrirtæki, að það er ávallt mikið
undir stjómendum komið, hvemig
til tekst með árangur. Það hefur áð-
ur komið fram, hversu mikinn
áhuga prestamir í Garðinum höfðu
á öllu skólastarfi og eflaust hefur
það örvað áhuga þeirra kennara
sem við skólann störfuðu. Gerða-
skóli hefur í tímans rás haft úr-
valsfólki á að skipa sem hefur margt
notið mikils álits í þjóðfélaginu. Hér
á eftir fer listi yftr nöfn allra þeirra
sem stjómað hafa skólanum í þessi
hartnær 120 ár.
1872—1880 l’orgrímur Guðmundscn
1880— 1882 Eiríkur Gíslason
1881— 1882 Jón Jónsson
1882— 1883 Þorgrímur Gudmundscn
1886— 1887 Jóhann Bjarnason
1887— 1891 Ögmundur Sigurðsson
1891- 1892 Kristján G. Jónsson
1892— 1896 Ögmundur Sigurdsson
1896—1901 Bjami Jónsson
1901— 1902 Matthildur Finnsdóttir
1902— 1943 Einar Magnússon
1943-1949 Sveinbjöm Ámason
1949-1953 Sveinn Halldórsson
1953—1960 Þorsteinn Gíslason
1960—1968 Jón Ólafsson
1968— 1969 Halldóra lngibjömsdóttir
1969— 1971 Jdn Ólafsson
1971— 1972 Halldóra Ingibjömsdóttir
1972— 1984 Jón Ólafsson
1984— 1985 Bragi Melax
1985— 1986 Betgsveinn Audunsson
1986— Eiríkur Hcrmannsson
Eru að hugsa um 9. bekkinn.
Þrátt fyrir mikinn húsnæðisskort,
þá em skólamenn í Garði að velta
fyrir sér, að hefja kennslu fyrir 9.
bekk gmnnskólans, en í dag sækir
hann nám í Holtaskóla í Keflavík.
Má á því sjá, að ekki láta menn deig-
an síga. Sundkennsla fer fram f
Sandgerði og einnig hluti af íþrótta-
kennslunni. Við skólann starfa í
dag 11 kennarar, þar af 8 í fullu
starfi. Bekkjardeildir em ellefu og
fer kennsla fram í 7 stofum. TVær af
þessum stofum eru mjög litlar. Ein
sérkennslustofa er til staðar og einn
leikfimisalur, lítill. í vetur em nem-
endur alls 191 og hefur þeim fækk-
að lítillega, en flestir hafa þeir verið
209, árið 1985. Ekki er foreldrafélag
starfandi við skólann, en formaður
skólanefndar er nú Jón Hjálmars-
son. Skólastjóri er eins og áður
sagði, Eiríkur Hermannsson, og yf-
irkennari er Halldóra Ingibjöms-
dóttir, er starfað hefur við Gerða-
skóla síðan á árinu 1944. Hefur hún
sýnt skólanum og nemendum sín-
um ótrúlega tryggð með sínu langa
og mikla starfi.
Faxi óskar Gerðaskóla, nemend-
um hans og starfsfólki heilla í fram-
tíðinni.
HH.
Bygginganefnd IBK
GJAFABRÉFIN eru afgreidd á
eftirtöldum stöðum
ÍÞRÓTTAHÚSIKEFLAVÍKUR
FÉLAGSHEIMIU ÍBK
UMBOÐSSKRIFSTOFU HELGA HÓLM
TAKIÐ ÞÁTT í GEFANDISTARFI.
Samvinnubanki
r
Islands hf.
Hafnargötu 59, Keflavík
Vid höfum nýlega flutt okkur um set og
erum nú í nýju og góöu húsnœdi úsamt
hinu glœsilega Flughóteli.
Lítid við hjá okkur og reynið viöskiptin
FAXI 71