Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 38

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 38
4 Þessa stórkostlegu mynd tók Jón Tómasson, fyrrv. ritstjóri Faxa í febrúar 1950. Myndin getur verió táknrœn fyrir sjófarendur sem aldrei missa tnina á sjósókn, þrútt fyrir þœr hœttur sem eru henni samfara. Jámgerðarstaðasundi, snemma á vertíð, af tíæringi Skálholtsstaðar og einnig 7 menn í Grindavík. Þá urðu háir hlutir. Þetta ár deyði lögréttumaður Vil- hjálmur Jónsson á Kirkjubóli, snemma vetrar, 49 ára að aldri. Varð hann úti á Skaganum ffá Útskálum og heim. Spannst sú saga að Gunna Onundardóttir hefði fyrirfarið hon- um og seinna hefði hún gert glett- ingar þeim sem um Skagann fóru þegar skyggja tók og var sagt að síra Eiríkur í Vogsósum hafi komið draug þessum fyrir í hver einum á Reykjanesi, sem Gunnuhver er nefhdur. Vilhjálmur hafði, ásamt fleirum, saman tekið svonefnda Skipapósta í Gullbringusýslu og þótti merkileg- ur maður. Synir hans, Helgi og Jón, dóu þetta ár. Góa, kona Helga, systir Ólafs biskups Gíslasonar, átti seinna Kort lögréttumann á Kirkju- bóli. 1707 gekk bólan mikla, sem köll- uð var stórabóla. Dóu svo margir úr henni að eigi hefir síðan seinni pest- in gekk, orðið svo mikið mannfall hér á landi. Eyddust þá mörgafbýli, með því að fólk lá allt andvana eftir, nema örvasa karlar og keriingar eða ungböm. Dóu á Rosmhvalanes- hreppi 250 menn. Þá dóu lögréttu- mennimir Þorkell í Innri-Njarðvík, faðir Jóns rektors, og Gísli Olafsson í Ytri-Njarðvík faðir biskups Ólafs. Gengu fá skip til sjávar vegna mannfæðar. 1710 brotnaði Grindavíkurskipið, nýkomið á höfnina. Týndist góss en fólk komst af. Þá deyði síra Gísli á Útskálum, skömmu fyrir jól úr sótt. 1711 fékk Vigfús prestur Jóhanns- son frá Laugardælum brauðið eftir hann, og þjónaði undir eins Hvals- nesþingum. Hann missá sig á sama áriíHvalsneskirkju, í sakramentis- hanteringu, útdeildi fimm persón- um víninu fyrir brauðið. Var þá settur af prestsembætti með kon- ungsbréfi, 23. september 1712. Bjó hann því næst að Hvalsnesi, þar til hann fékk uppreisn 1735 og Hvals- nesþing ein. Arið 1742 fluttist hann að Kaldaðamesi. 1714 brotnuðu tvö tauskip á Báts- endahöfn af stormi, hlaðin af fiski. Menn komust af. Týndust þá skip frá Stóra-Hólmi með þremur mönn- um. 1715 vísiteraði biskup mag. Jón Vídalín Suðumes í septembermán- uði. Var þá síra Vigfus Jóhannesson prestur að Útskálum. 1716. Skipstapi á Útskálum með4 mönnum. Þetta ár fékk síra Halldór Brynjólfsson Útskála, og þjónaði jafnframt Hvalsnesþingum. 1735 fékk hann Staðastað, en varð bisk- up að Hólum 1746. Dó um haustið 1752 í útsiglingu til Kaupmanna- hafnar úr hálsmeini, á hveiju hann ætlaði að leita sér lækninga. 1717 vom mjög litlir hlutir á Suð- umesjum. 1718 brotnaði herskip danskra í Hafnarskeiði. Komust 170 manns af. 1719. Skipstapi frá Útskálum. Drukknuðu 7 menn. Annar skips- tapi á Miðnesi. Dmkknuðu 3 menn. Fiskleysisár á Suðumesjum. 1722 týndust 6 bátar á Suðumesj- um, tveggjamanna-för. Dmkknuðu þá 12 menn. Það var 17. febrúar. 1723. Týndist skip á öndverðri föstu í Garði með 7 mönnum. Það skip átti síra Halldór á Útskálum. 1724 í maímánuði visiteraði biskup mag. Jón Ámason Suður- nes. Var þá Halldór prestur að Út- skálum, en síra Vigfús á Hvalsnesi. 1727. Skipstapi á Miðnesi með 8 mönnum. 1733 týnist skip í Garði í Lamba- staðaröst, sunnudaginn fyrsta í góu, fyrir dag með 16 mönnum. Var formaðurinn jafnan vanur að fara fyrir þann dag ffá Bessastöðum suður á Stafnes, en þetta var kon- ungsskip og það mesta sem þar var. Annað skip týndist þá með 4 mönn- um. 1734 fórst fjögramanna-far í Garði, og ennfremur þrír bátar. Skipstapi í Grindavík með 10 mönnum. 1736 fékk síra Gísli Jónsson Út- skála eftir síra Halldór. Hann var ættaður frá Ófriðarstöðum. 1739 dó Ljótunn Sigurðardóttir í Kotvogi, móðir Jóns rektors. Var hún fjárgæslukona mikil, stórauð- ug- 1740 týndust tveir bátar á Suður- nesjum með 7 mönnum. 1743 týndust fjögur skip á Nesjum syðra og á þeim 17 menn. Þá var Guðni Sigurðsson frá Stafhesi hér- aðsdómari í Gullbringusýslu, og bjó þá á Stafnesi. Sama ár fór fram dómur í landaþrætumáli á Skagan- um, milli Útskála og Kirkjubóls. Var Guðni dómari. 1747 vígðist að Útskálum Þorgeir Markús Jónsson, bjó í Kirkjuvogi (vesturbænum), en var þá dáinn. Móðir hans lifði, Sigríður, dóttir Gísla lögréttumanns Illugasonar. Þorgeir var giftur Guðrúnu, systur Jóns hreppstjóra í Junkaragerði. Þorgeir hafði áður verið þénari amt- manns, Magnúsar Gíslasonar. Var hann liðugt sálmaskáld. 1748 fimmta sunnudag í föstu drukknaði presturinn á Hvalsnesi, síra Ámi Hallvarðsson, er hann ætl- aði til embættisgjörðar að Kirkju- vogi. Hafði hann farið af svo nefndri Prestatorfu' í góðu veðri, en þeir, sem fluttu hann höfðu farið of nærri skeri því, er Selsker kallast, hvirflar á því en kemur upp úr um fjöru, en móti því er klettur stór er Hesta- klettur kallast. Þar á milli liggur leiðin og all nærri klettinum, en þeir héldu nær skerinu en mátti. Reisti sig þá upp boði, er hvolfdi bátnum, er hann kenndi grynninga. Drukknaði þar prestur og sjö menn aðrir. Var einn þeirra Einar, sonur Hákonar í Kirkjuvogi, bróðir Vil- hjálms. Einn eða tveir menn komust af og þeir heyrðu prest segja þegar hann sá hvemig fara myndi:, ,Herra Jesú, meðtaktu sálir okkar allra“. Nýlega hafði þá síra Ámi verið bú- inn að taka af jólagleðina, sem haldin var á Flankastöðum, nauð- ugt mörgum. Hann var 36 ára gam- all. Þetta ár visiteraði prófastur síra Guðlaugur Þorgeirsson Suðumes. 1749 var Þorsteinn Hákonarson í Njarðvík lögsagnari í Gullbringu- sýslu. 1752. Fiskafli alllítill. Urðu 13-14 skipstapar á Nesjum suður. 1753 henti sú hrösun síra Þorgeir á Útskálum, að hann falsaði nokk- uð tvo kaupmannsseðla í Keflavík. Var sagt að hann hefði bætt einum tölustaf við eða breytt vigtarseðli, sem hann bar til kaupmanns frá vigtarmanni. Komst upp og bar hann ekki af sér, en honum var boð- in sátt, ef hann léti út 30 ríkisdali. Vildi hann það ekki og tók mikla iðmn fyrir. Kom þá mál hans fyrir dóm og dæmdi héraðsdómarinn, 74 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.