Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 39

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 39
Þorsteinn Hákonarson í Njarðvík, hann frá æru og embætti og til að missa fingur af hendi þeirri, er hann ritaði með. Uppreisn á ærunni veitti kóngur honum sama ár, en frá prestskap og brauði var hann dæmdur. Flutti hann sig þá að Fuglavík á Miðnesi og bjó þar til dauðadags. Þann 8. ágúst þetta sama ár var staður og kirkja úttekin af hendi Þorgeirs af prófasti, síra Guðlaugi í Görðum og ad interim í hendur lög- réttumanni Kort Jónssyni á Kirkju- bóli og bónda Bergþóri Jónssyni á Rafnkelsstöðum. Úttektarmenn voru þá lögréttumaðurinn, Jón Gíslason á Flankastöðum, bróðir Olafs biskups og Gróu, konu Korts, og hreppstjóramir Bjami Jónsson og Jón Þorsteinsson og bóndi Hákon Thitsson. Sama ár vom Útskálar veittir síra Agli Eldjámssyni á Mosfelli, bróður síra Hallgríms prófasts, og staður- inn afhentur honum 26. nóvember. 1754 í júní visiterar biskup Ólafur Gíslason Suðumes. 1755 vom prentaðir Iðrunarsálm- ar, sem síra Þoigeir Markússon hafði ort. Um fardaga þetta ár ferð- uðust um öll Suðumes þeir náttúm- fræðingamir Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson upp á konunglegan kostnað. 1758. Þ. 17. febrúar á Góuþræln- um urðu sex skipstapar á Suður- nesjum. Dmkknuðu nálægt fjöm- tíu menn. Þá hröktust níu skip af Suðumesjum og eitt úr Höfnum, og komust fjögur af. A einu skipanna var Þorgeir. Eftir mikla hrakningar náði hann lendingu í Gerðum, hvar tengdaforeldrar hans bjuggu. Út af sjóhrakningi þessum orti Þorgeir sálm, sem prentaður er í ljóðmæla- safni eftir hann. A meðal þeirra sem fórust í þessu mannskaðaveðri, var Guðmundur bóndi á Löndum, sem var formaður á áttæring. Hann sást reka til hafs. Jón sonur hans, bóndi á Býjaskeijum og formaður, giftur Þórdísi Pétursdóttur, sem seinna átti Þórð á Býjaskerjum, Sighvats- son föður Jóns stúdents. Með hon- um dmkknaði Einar, faðir Sig- mundar bónda á Krókskoti, langafi Áma Einarssonar hreppstjóra í Miðhúsum. 1759 gaf Jón Þorkelsson í Kaup- mannahöfn jarðir sínar og eignir, er töldust fjögra þúsunda virði: fátæk- um bömum í Gullbringusýslu til forsorgunar og menntunar, því að hann var þaðan ættaður og fæddur í Innri-Njarðvík, sonur Þorkels lög- réttumanns og Ljótunnar Sigurðar- dóttur. 1762 var skoðanagjörð haldin á Út- skálastað. FRAMH. í NÆSTA BLAÐI VELDU BETRI KOSTINN NONNI OG BUBBI HRINGBRAUT 92 SÍMAR 11580-14188 FAXI 75

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.