Faxi - 01.10.1989, Side 3
Vindmyllan
á Vatnsleysuströnd
Að Auðnum á Vatnsleysuströnd í
Vatnsleysustrandarhreppi komu
ung hjón árið 1915, voru það Stefán
Sigurfinnsson f. 1. marz 1888, d. 20.
ág. 1970, var hann frá Stóru-Vatns-
leysu (Vesturbæ) sonur Sigurfinns
Sigurðssonar og Sigríðar Stefáns-
dóttur, dóttur Stefáns Pálssonar á
Stóru-Vatnsleysu (Austurbæ). Kona
Stefáns Sigurfinnssonar var Jó-
hanna Sigurðardóttir frá Litla-
Hólmi í Leiru i Gullbringusýslu, f.
22. des. 1893, d. 17. okt. 1977.
Stefán varð stórbóndi á Auðnum,
stjórnsamur, stórhuga, framsýnn og
framkvæmdasamur hvort sem var
til lands eða sjávar. Varð hann fljót-
lega virkur í hreppsmálum og
hreppstjóri frá 1916—1929 er hann
flutti úr hreppnum.
Stefán varð strax athafnasamur á
Auðnum, byggði upp flest hús á
staðnum, m.a. nýtt íbúðarhús
1917— 1918, er þá var eitt
glæsilegasta hús í hreppnum. Varð
Stefán fyrsti útvegsbóndi í
Vatnsleysustrandarhreppi, sem
eignaðist tvo opna vélbáta (trillur)
samtímis. Þá tók Stefán stóran þátt í
félagsmálum og samtökum
sveitunga sinna, þar á meðal að
koma upp vindmylluhúsi
1918— 1919, er malaði harðþurrkuð
fiskbein og annan sjávarafurða
úrgang, sem ekki var talinn
mannamatur, voru þessi möluðu
bein ætluð til kúafóðurs í og með
öðrum skepnumat.
Þetta 70 ára hús er vel þess virði
að því sé gaumur gefinn og ætti vel
heima í safni friðlýstra fornmenja.
Ætla mætti að Stefán ásamt öðr-
um hreppsbúum hafi stofnað sam-
tök um þetta mannvirki og Stefán
verið stjórnandi allra framkvæmda,
það sem styður þá skoðun er að
hann var hagleiksmaður og smíðaði
°8 byggði margt umfram almenn-
ing, hann var úrræðagóður, at-
hafnasamur, fylgdist vel með nýj-
ungum og nýtti sér það, hann var
mikill stjórnandi, er best kom fram
þegar hann tók við ábyrgðarmiklu
starfi í öðru héraði eftir að hann
flutti úr hreppnum 1929, hann var
harður við sjálfan sig og aðra sam-
verkamenn.
Vindmylluhúsið er byggt úr stein-
steypu og ekki stendur annað eftir
nema veggirnir, vindverkið þ.e.
vængirnir og allt mölunarverkið er
horfið, að auki eru steinveggirnir
skemmdir af veðrun og viðhalds-
leysi.
Sjáanlega hefur steypuefnið verið
tekið úr fjöru í Breiðagerðisvíkinni,
Vindmylluhúsid i Auönalandi.
Stefán Sigurfinnsson.
sem og annað efni, er notað hefur
verið í aðrar byggingar á Auðnum
þegar Stefán byggði þar upp sam-
tímis mylluhúsinu. Ekki var um bíla
að ræða við efnisflutning og var t.d.
sement flutt sjóleiðina í allar steypu-
framkvæmdir á Suðurnesjum.
Vinnsluferill þessarar „beinaverk-
smiðju" var ekki ólíkur nútíma
grjótmulningsvélum nema hvað
orkan var fengin með vindafli, en
ólíkt var þetta þekktum kornmyll-
um hér á landi enda sitthvað að
mala bein til kúafóðurs eða korn til
brauðgerðar þó orkuflutningurinn
væri nokkuð svipaður frá drifási
vængjanna að sjálfri kvörninni.
Kvörnin var þannig að hjámiðju-
drif sló saman tveim járnklossum,
sem beinin féllu í úr V-laga kassa
(matara) en beinin komu meir mar-
in en möluð þegar þau áttu að vera
fullunnin úr kvörninni og þess
vegna var allnokkur vinna við að
poka, því það hékk saman, enda
voru tveir menn við framleiðsluna
þegar hráefni barst og vindar voru
hagstæðir. Var Þórarinn Einarsson,
þá búandi í Bergskoti, bæði verk-
stjóri og vélamaður við mylluna og
honum til aðstoðar Benedikt Þor-
láksson, þá búandi í Höfða.
Hráefnið til mölunar var komið
með, ýmist berandi á bakinu eða
flutt sjóleiðina á árabátum, þeir sem
fjær voru.
Ekki stóð þessi rekstur lengi, rúm
tvö ár, kom þar aðallega tvennt til,
annað að vindar voru ekki ávallt
hagstæðir, annað hvort of hægir
eða svo harðir að margt fór úr
skorðum og bilanir því tíðar, er kost-
uðu bæði tíma og peninga, hitt var
að beinin voru það gróf og illa unnin
að mikil vinna var að kurla þau þeg-
ar heim var komið og þá að blanda
þeim saman við aðra fæðu. Þrátt
fyrir allt var þetta virðingavert
framtak og um langa framtið mun
mylluhúsið standa sem bautasteinn
bændanna, sem þá byggðu Vatns-
leysustrandarhrepp.
í samtali við Þór Magnússon þjóð-
minjavörð, segist hann ekki vita til
þess að á íslandi hafi verið til
vindmylla, sem malaði bein, og þá
væri þetta umrædda fyrirtæki það
eina sinnar tegundar á landinu allt
frá landnámi.
Eini núlifandi maður, er vann við
margnefnda byggingu, er séra Jón
M. Guðjónsson fv. prófastur á Akra-
nesi, hann þá 13 ára, segir hann að
allt efni í steinsteypuna hafi verið
borið á bakinu úr Breiðagerðisfjöru.
Guðm. B. Jónsson.
FAXI 223