Faxi - 01.10.1989, Síða 4
Karlakór Keflavíkur
tekur stakkaskiptum
Varaformaður Karlakórs Keflavík-
ur, Olafur Erlingsson, bauð ritstjóra
Faxa að koma á æfingu hjá kórnum.
Ég hugsaði með mér. Er nú komið
að því, verð ég nú loksins uppgötv-
aður sem stórsöngvari. Ég sat við
sjónvarpið eitt kvöldið að horfa á
fréttirnar, þegar Óli hringdi og
minnti mig á æfinguna. Ég dreif mig
í skyndi á staðinn og þegar ég nálg-
aðist KK húsið þá bárust þaðan þýð-
ir tónar jólalags. Ég var ekki viðbú-
inn þeirri sjón sem mætti mér, þegar
ég gekk inn í æfingasalinn. I stað
þess að þar væru 20—30 karlmenn
að æfa sig, þá var þar 50—60 manna
hópur karla og kvenna á sameigin-
legri æfingu. Ekki þekkti ég stjórn-
andann, en komst að því fljótt, að
þar var kominn nýr stjórnandi kórs-
ins, Sigvaldi Snær Kaldalóns frá
Reykjavík.
Ég var ekki einn fréttamanna á
ferðinni, því með mér var mættur
hann Elli af Bæjarblaðinu. Við kró-
uðum Ólaf af inn í setustofu kór-
manna og báðum hann að segja
okkur hvað hér væri eiginlega á
seyði.
Kórstarfið hefur átt nokkuð erfitt
uppdráttar að undanförnu, þrátt fyr-
ir þrotlaust starf undanfarandi
stjórna. Ég vona að ég móðgi ekki
neinn þótt ég nefni hér til þá Jóhann
Líndal, Jósef Borgarson og Hauk
Þórðarson. Því kom upp sú hug-
mynd, að við fengjum konur í lið
með okkur til að mynda n.k. bland-
aðan kór sem starfaði við hlið karla-
kórsins. Það varð úr og nú erum við
búin að setja upp dagskrá fyrir vet-
urinn. Hún er í stuttu máli þannig:
Þann 10. desember n.k. fer fram að-
ventukpnsert með kór Keflavíkur-
kirkju. í byrjun mars verður sameig-
inlegur konsert karlakórsins og
blandaða kórsins. í maí tekur síðan
karlakórinn þátt í móti sunnlenskra
kóra og fer það fram í Mosfellssveit.
Hvernig ganga æfingarnar og
hvernig líkar körlunum þessi breyt-
ing?
„Æfingar ganga mjög vel. Við æf-
um tvisvar í viku og söngstjórinn er
að gera mjög góða hluti, fær fólkið
til að leggja mjög hart að sér. Körl-
unum líkar þessi breyting vel. Það
er góður andi í hópnum og margir
þessara nýju félga hafa góð tök á
söngnum, það er greinilegt að sum
þeirra hafa lært söng, það hjálpar
mikið."
Hvað telur þú að valdi þessum
mikla áhuga á kórstarfinu?
Stjórnandi kórsins, Sigualdi Snœr Kaldalóns.
Oryggisbók -Trorapbók
Tværí
örnogura
vexh
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK
Suðurgötu 6, sími 92-15800
Njarðvík, Grundarvegi 23, sími 92-14800
224 FAXI