Faxi - 01.10.1989, Qupperneq 7
stöðugt eiga sér stað á sviði vélbún-
aðar. Tölvurnar verða hraðvirkari
og afkastameiri, og stjórnkerfi
þeirra taka stöðugum breytingum.
Hugbúnaðarframleiðandi þarf ætíð
að fylgjast grannt með öllum slíkum
breytingum og framförum. Jafn-
framt þarf hann ávallt að vera tilbú-
inn að laga hugbúnaðinn að nýrri
tækni.
Hugbúnaðarfyrirtæki
— „Forritarinn“
— Hvernig verða forritin til?
Nú skulum við bregða okkur að-
eins inn til forritarans og skyggnast
eilítið inn í hugarheim hans. Hvaða
kostum þarf manneskja að vera
gædd til að teljast „góður" forritari?
Við þessu er að sjálfsögðu ekkert
eitt algilt svar (ekki frekar en við
spurningunni um tilgang lífsins!),
en þó má telja til ýmsa þá hæfileika
sem forritari þarf að vera gæddur til
þess að geta talist hæfur að semja
hugbúnað sem uppfyllir ströngustu
gæðakröfur. Forritari þarf í fyrsta
lagi að búa yfir fullnægjandi mennt-
un í grundvallaratriðum tölvufræð-
innar.
I því felst m.a. þekking á helstu
íorritunarmálunum, töluverð
stærðfræðikunnátta, ásamt ýmsu
öðru því er lýtur að eðli verkefn-
anna sem forrit hans eiga að fást
við. Þessu til viðbótar má síðan
nefna nokkra kosti, sem höfundur
telur að góður forritari þurfi að búa
yfir. Má í því sambandi nefna t.d.
sköpunargáfu, skipuleg vinnubrögð
og áætlanahæfileika; frjótt ímynd-
unarafl og, að vera sífellt opinn fyrir
nýjungum.
Þróun hugbúnaðar
— Byrjunin. . .
En hvar byrjar forritarinn starf
sitt? Hann veit af þörfinni sem ég
hef þegar rætt, hann veit nokkurn
veginn hvers krafist er af honum, en
hvar á hann að byrja? Ferli því sem
þróun hugbúnaðar fylgir má gróf-
lega skipta niður í sex atriði. Þau
eru:
1. Greining á markaði; skilgreina
markhópa.
2. Skilgreina tilgang hugbúnaðar;
hvað á hugbúnaðurinn að
gera?
3. Akvarða hvaða forritunarmál
hentar best verkefninu.
4. Skrifa forritin!
5. Prófa hugbúnaðinn.
6. Markaðssetning. . .
Ekki er hægt í stuttri grein sem
þessari að gera ítarlega og fullnægj-
andi skil á öllum þrepununum í
þessu margbrotna þróunarferli hug-
búnaðar, og mun því málið dálítið
einfaldað. Tvö síðastnefndu atriðin
(þrep 5 & 6) verða tekin fyrir í síðari
greinum.
Segja má að þrep 1 og 2 fari að
hluta til saman þar sem um fremur
lítinn markað er að ræða hér á Is-
landi. Fyrirtæki, sem að hugbúnað-
argerð standa hafa fæst bolmagn til
að standa í umfangsmiklum og
FRAMHALD A BLS. 240
VELDU
BETRI
KOSTINN
NONNI OG BUBBI
HRINGBRAUT 92
SÍMAR 11580-14188
FAXI 227