Faxi - 01.10.1989, Side 10
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
Akurskólinn, teikning eftir Áka Granz.
að á þeim stað hafa tveir af merk-
ustu skólamönnum þjóðarinnar
fæðst og slitið sínum barnaskóm.
Voru það þeir frændurnir Jón Þor-
kelsson (Thorcillius) og hundrað ár-
um síðar Sveinbjörn Egilsson rektor.
Hafa nær allir íslendingar meira og
minna notið góðs af visku og verk-
um þessara manna. Einnig má
nefna frænda þeirra, þann merka
biskup, Ólaf Gíslason Skálholts-
biskup sem ólst upp hjá foreldrum
sínum í Ytri-Njarðvíkum. Það má
telja að ekkert byggðarlag á Suður-
nesjum hafi lagt til í þjóðarbúið
meiri andans menn á þeim tíma, en
Njarðvíkingar hafa gert á seinni
helming 19. aldar. (13)
Okkur þykir því vel við eiga að
gera einhverjum þessara manna
nokkur skil og fyrir valinu varð Jón
Þorkelsson.
Jón Þorkelsson fæddist í Innri-
Njarðvíkum árið 1697 og lést í
Kaupmannahöfn 5. maí 1759. (14)
Hann vann mikilvæg störf í þágu al-
þýðufræðslu og skólamenningar í
landinu. Jóni blöskraði bágt ástand
skólanna, fátækt þeirra og bóka-
skortur og skrifaði landstjórn hvert
bréfið á fætur öðru þar að lútandi,
en ekkert gekk. (15)
Þegar Jón Þorkelsson hafði verið
skólameistari í Skálholti í 9 ár undi
hann ekki lengur hinu óþolandi
ástandi í menningarmálum. Hann
sagði stöðu sinni lausri og sigldi á
konungsfund sumarið 1736. (16)
Fyrir tilstilli hans var Ludvig Har-
boe, kastalaprestur í Kaupmanna-
höfn, síðar Sjálandsprestur, sendur
til íslands til þess að rannsaka
menntunarástand þjóðarinnar. Jón
Þorkelsson fylgdi honum sem túlk-
ur og skrifari. (17)
Á árunum 1741—1745 störfuðu
þeir félagar að skóla- og kirkjumál-
um hér á landi. Þeir rannsökuðu
lestrarkunnáttu fólksins, yfirheyrðu
presta og kynntu sér menningu
hverrar sveitar og sóknar. Margar
tilskipanir voru gefnar út, s.s. um
staðfestingu barna og um skólahald
í Skálholti og á Hólum. (18) Einnig
var hert á öllum kröfum um lærdóm
og aga. Upp af tillögum þeirra
spruttu margskonar framfarir, sem
gjörbreyttu ástandinu til bóta. Árið
1745 mátti heita að tveir af hverjum
þremur Islendingum væru ólæsir,
en 30 árum síðar var þessu alveg
snúið við svo mjög hafði lestrar-
kunnáttu fleygt fram eftir för þeirra
Jóns og Harboe. (19)
Jón dvaldist eftir þetta í Kaup-
mannahöfn og lést þar eins og fyrr
er getið.
Jón Þorkelsson stundaði ritstörf
og fræðimennsku og eftir hann
liggja mörg ritverk. Allar eigur sínar
ánafnaði hann fátækum börnum í
átthögum sínum, Kjalarnesþingi.
Eignum skyldi varið til uppeldis
barnanna, stofna átti skóla i átthög-
um gefandans og veita þar fátækum
börnum bóklegt og verklegt upp-
eldi. Sjóður sá er stofnaður var er
kenndur við gefandann og nefndur
Thorkilli-sjóður. (20)
Veittir voru styrkir úr sjóðnum
víða í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
(21)
Haft er eftir Jóni, að í Gullbringu-
sýslu væri náttúrufegurð mest á ís-
landi, veðrið best og sólskinið bjart-
ast og stúlkurnar fallegastar. (22)
Jóni Þorkelssyni var reistur minn-
isvarði í Innri-Njarðvík, sem var af-
hjúpaður laugardaginn 29. maí
1965. (23)
II. BARNA-
LAERDÖMUR OG
SKÖLAHALD í
NJARDVÍKUM UM
OG EFTIR
ALDAMÓT
Um uppfræðslu barna i Njarðvík-
um er að finna ritaða heimild úr vísi-
tasíu fundargerð árið 1867. Prófast-
ur Kjalarnesþings, séra Ólafur Páls-
son yfirheyrði og reyndi níu ung-
Narfakot í innri-Njarövikurhverfi, langelsta hús í Njarövíkurbyggöum. Myndin er tek-
in 1925.
Svarti-skóli, teikning eftir Áka Gránz. Njarövík I. Teikning eftir Áka Gránz.
230 FAXI