Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1989, Side 12

Faxi - 01.10.1989, Side 12
 W LtéA2 Fremsla röö frá uinstri: Guörún Bjarnadótlir, Litla-Vatnsnesi, Ágústa Bjarnadóttir, Litla-Vatnsnesi, Jónas Bjarnason, Litla-Vatnsnesi, Einar Jónasson, Ytri-Njarövík, Krislinn J. Magnússon, Garöbœ. Miöröö frá vinstri: Guöjónína Sœmundsdóttir, Vatns- nesi, Guölaug Magnúsdóttir, Hólmfastskoti. Gróa Magnúsdóltir, Bolafœti. Helga Sig- fúsdóttir, Nýjabœ. Steinunn Jónasdóttir, Ytri-Njarövík, Kristin Stefánsdóttir, Ytri-Njarövík. Aftasta röö: Ingibjörg Bjurnadóttir, Vatnsnesi, Ásgríruur Sigfússon, Nýjabœ, Guörún Ólafsdóttir, Keflavik, Magnea Magnúsdóttir, Hólmfastskoti, Jakobína Arnadóttir, Bolafœti, Ólafia Ögmundsdóttir, Pórukoti, Jóhannes Sigfússon, Nýjaboe. Kennari: Siguröur Olafsson. Síöar kennari í Hafnarfiröi mörg ár. Kvœntur Steinunni Ólafsdóttur Jafetssonar, systur Guöránar á Staö. Húsnæði þetta var stofa í vestur- enda húss Arsæls Jónssonar í Hösk- uldarkoti. Stofa þessi var í mörg ár kölluð „Skólinn", enda fyrsta barna- skólahús í Ytri-Njarðvik. (24) Börn úr Innri-Njarðvík munu hafa farið í þennan skóla, einnig munu kennar- ar hafa kennt sinn hálfa mánuðinn á hvorum staðnum í Ytri- og Innri- Njarðvík. (25) Skólinn í Ytri-Njarðvík flyst svo seinna í annað húsnæði og var það eign stúkunnar Trúin, sem stofnuð var í Ytri-Njarðvík árið 1897. Félag- ar í stúkunni höfðu keypt gamalt pakkhús og unnu í sjálfboðavinnu við að gera húsið í nothæft stand. Þessi skóli var kallaður Svarti- skóli og mun hafa verið notaður síð- ast til kennslu veturinn 1909—1910. Samkvæmt heimildum ganga Ytri- Njarðvíkurbörn í skólann í Keflavík frá 1910 og þar til hreppaslit verða 1942. (26) Akurskólinn í Innri-Njarðvík var rifinn árið 1906 eins og fyrr er getið eftir að hafa staðið og verið starf- ræktur í um það bil 13 ár. (27) Skólinn var byggður upp að nýju við noráausturgafl húss Helga Ás- björnssonar, bónda í Njarðvík I, Innri-Njarðvík og var þar kennt fram tií haustsins 1910 en þá flyst skólinn í annað húsnæði í Njarðvík II. (28) Árnheiður Magnúsdóttir, sem fædd er 2. sept. 1900 i Narfakoti og býr nú að Kirkjubraut 17, Innri- Njarðvík, gekk í þennan skóla 1910-1911. Hún segir svo: „Kennari var Jón Jónsson bóndi í Innri-Njarövík og kenndi hann á heimili sínu Njarövik II. Jón byggöi húsiö áriö 1906. Hann kenndi á efri hæö Itússins „á loft- inu". Nemendur voru sex, þrjár stúlkur og þrír drengir. Þessi börn voru: Agústa Sigurjónsdótt- ir Akri, Sigurbjörn Magnásson Garöbœ, Þórbergur Magnússon Hólmfastskoti, Olavía Sigurö- ard. Tjarnarkoti, Asbjörn Ölafs- son Jónsson, sonur Jóns kenn- ara og ég (A rnheiöur, Garöbœ). Börnin sátu öll hringinn í kringum stórt borö. Þau byrjuöu í skólanum 10 ára enda uar skólaskylda miöuö viö þann ald- ur. Öllum börnunum Haföi veriö kenndur lestur í heimahúsum og voru þau flest oröin lœs. Náms- greinarnar voru: lestur, biblíu- sögur, kveriö, Islandssaga, nátt- úrufrœöi, Ijóö, reikningur og skrift. Þau höföu íorskriftarbœk- ur eftir Marten Hansen, sem þóttu mjög fallegar. Reiknaö var með griflum á steintöflu. Börnin fengu heimaverkefni aö glíma viö. Kennt var sex daga vikunn- ar, einhverja stund á dag. Eg var aöeins þennan eina vet- ur í skóla í Innri-Njarðvík 'eins og fyrr segir. Nœstu þrjá vetur gekk ég ásaml öörum börnum úr Njarövíkum í skóla í Keflavik. Þá var nýbyggt skólahús í Keflavik áriö 1911 og er kennt í því skóla- húsi ennþá. Ég var fermd frá Kálfatjarnar- kirkju og dvaldi í viku hjá vina- fólki á Vatnsleysuströnd til ferm- ingarundirbúnings. Eftir aö ég fór aö sœkja skóla lil Keflavíkur, fótgangandi, kom þaö oft fyrir aö veöur hamlaöi skólagöngu enda löng leið í mis- jöfnu gangfœri. Gerl var ráö fyrir aö börn úr Innri-Njarövík gistu í Keflavík ef veöurútlit var slœmt, en þau voru heimfús og einhverju sinni var þaö aö viö vinkonurnar, Ág- ústa og ég, voru á leiðinni heim frá Keflavík aö lillu munaöi aö illa fœri. Mikill snjór var, harö- fenni, beingaddaöir skaflar en þurrt veöur. Sóttist okkur steint gangan og þar sem mjög kalt var i veöri ákváðum viö aö setjast niöur til að hlýja okkur og hvíla stutta stund. Sú stund varö lengri en skynsamlegt var og komumst við heim viö illan leik kaldar og hraktar. Viö veiktumsl báöar eft- ir volkiö og vorum lengi aö ná okkur. Klœönaöur okkur var ullar- fatnaöur, en engin stígvél eöa úlpur og gengum viö í islenskum skóm.“ (29) Þessar vinkonur eru enn búsettar á Suðurnesjum, Árnheiður í Innri- Njarðvík eins og fyrr segir en Ág- ústa í Keflavík. Eftir 1911 lagðist skólahald i Njarðvíkum niður en á árunum 1919—1922 var þó börnum yngri en 10 ára kennt í Innri-Njarðvík. Á þessum árum bjó í Narfakoti Krist- mann Runólfsson, kennari og bóndi. Kristmann mun hafa kennt börnum af og til á þeim árum er hann bjó í Narfakoti. Hann kenndi þeim að lesa, skrifa og reikna, áður en þau fóru í alvöruskólann í Kefla- vik. (30) Hinn nýbyggði barnaskóli í Kefla- vík tók til starfa árið 1911. Var sá skóli sameiginlegur skóli barna úr Keflavík og Njarðvíkum um nær þriggja áratuga skeið, þangað til kennsla var hafin aftur í Innri-Njarð- vík árið 1939 og í Ytri-Njarðvík árið 1942. 232 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.