Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1989, Qupperneq 13

Faxi - 01.10.1989, Qupperneq 13
Bragginn. Myndin er tekin 1983. III. SKÓLAHALD í INNRI-NJARÐVÍK FRÁ 1939-1944 1. júní 1908 gengu í gildi fyrstu barnaskólalögin hér á landi. Börn verða skólaskyld og skylt var að sjá þeim fyrir kennslu á kostnað al- mennings. íslensk börn áttu að njóta svipaðs réttar og frændur þeirra á Norðurlöndum höfðu lengi notið. Skólaskyldan var hér að vísu ekki nema frá 10 til 14 ára og hélst óbreytt a.m.k. til 1935 eða 1936. (1) A yfirlitsskýrslum fræðslumála- skrifstofunnar er skólaskylda talin hefjast í Njarðvíkum við 7 ára aldur veturinn 1939—1940 og lauk við 14 ára aldur og helst sú skipan til þessa dags. (2) Skólanefnd Njarðvíkur samþykkti 10. apríl 1949 að lengja skólaskyld- una um eitt ár og voru þá 7—15 nemendur skólaskyldir. Átta árum síðar, árið 1957, lengist skólatíminn úr átta mánuðum á ári í níu mánuði á ári og hefur svo verið siðan. (3) Á fundi, sem haldinn var í hrepps- nefnd Keflavíkur, sunnudaginn 24. okt. 1939 voru skólamál Njarðvík- inga rædd. Börn úr Njarðvíkum gengu eins og fyrr er getið í skóla í Keflavík, en það þótti bæði erfitt og kostnaðar- samt að koma börnum úr Innri- Njarðvík í skólann í Keflavík. Þetta ár voru 14 börn skólaskyld í Innri- Njarðvík. Guðmundur Guðmundsson, skóla- stjóri Keflavíkurskóla, kom með þá tillögu að fá Jón H. Guðmundsson, kennara Unglingaskólans í Keflavík til að taka einnig að sér kennslu í Innri-Njarðvík. Guðmundur taldi að skólinn gæti fengið eina stofu leigða í Narfakoti og með því fyrirkomu- lagi fengist einhver styrkur úr ríkis- sjóði. (4) Ekkert varð af því að stofan í Narfakoti yrði leigð, hins vegar fékk skólinn leigt eitt herbergi í svonefnd- um „bragga". Þetta húsnæði var í eigu Eggerts Jónssonar frá Nautabúi og var vertíðarhús. Leyfi frá fræðslumálastjóra fékkst til að kenna börnum í Innri-Njarðvík í 6 mánuði á vetri og taldi hann það nægilegt. (5) Jón H. Guðmundsson var ráðinn til að annast kennslu þessara barna. Kenna skyldi 3 Vi klst. á dag og kennslugjald ákveðið 1,75 kr. á klst. 1 janúar óskaði Jón eftir því að kennslutíminn yrði lengdur um 1 klst. og var það samþykkt. (6) Húsnæðið í bragganum átti ekki að fást leigt lengur en til áramóta 1940—1941 og reyndi skólanefnd að fá leigt annað húsnæði eins og lesa má í eftirfarandi: „Nefndin leggur til ad athugadir sjéu möguleikar ad fá leigöa kirkju sem fyrsl, svo hœgt veröi aö taka hana til notkunar eftir áramót ef ekki vœri hœgt aö fá annaö pláss, einnig vill nefndin benda á aö bekki og borö vantar fyrir 8 börn." (7) í skólanefnd Keflavíkur voru þess- ir menn: Guðni Guðleifsson form., Arinbjörn Þorvarðarson ritari og Þorgrímur Eyjólfsson. Til Innri- Njarðvíkur fóru skólanefndarmenn að athuga hugsan legt skólahúsnæði i kirkjunni eins og lesa má í eftirfar- andi: „Lesiö upp bréf frá sóknarnefnd Keflavíkursóknar þar sem aö hún veitir leyfi til aö útbúiö veröi kennslupláss í Njarövíkurkirkju fyrir börn úr Njarövíkum, þó meö þvi skilyröi aö breytingin komi ekki i bága viö guösþjón- ustur er siöar kynnu aö veröa teknar upp í kirkjunni. Strax og bréf sóknarnefndar barst skólanefnd Keflavíkur, fór nefndin inn í Njarövíkur og at- hugaöi kirkjuna. Aö því loknu var ákveöiö aö taka ekki ákveöna afstööu um breyting- una á kirkjunni fyrr en aö útilok- aö vœri aö annaö hentugra og aögengilegra pláss fengist, því sýnilegt var aö kostnaöarsamra umbóta þurfti, efkirkjan œttiaö komast i venjulegt ástand." (8) Frá því var horfið með öllu að taka kirkjuna á leigu, en skólinn fékk að vera í bragganum fram til vorsins. Á árunum 1917—1944 var kirkjan í Innri-Njarðvík að mestu aflögð en endurvígð haustið 1944. (9) Haustið 1941 fær svo skólinn leigða eina stofu í húsi hjónanna Jónu Finnbogadóttur og Jens Kjeld að Ljósvöllum, nú Akurbraut 10, fram til vorsins 1944. (10) Bræðurnir Ingimundur og Sveinn Eiríkssynir gengu í skóla í Innri- Njarðvík skólaárin 1940—1944. For- eldrar þeirra bræðra, Eiríkur Ingi- mundarson og Láretta Björnsdóttir, fluttust til Njarðvíkur árið 1940 og bjuggu í Narfakoti. Ingimundur var þá 9 ára en Sveinn 7 ára. Þeir segja svo frá: „Fyrsta vetur okkar brœöra hér i Njarövík var skólinn í braggan- um og kennari var Páll S. Púls- son. Nœsta vetur á eftir kennir Hermann Eiríksson okkur og þá á Ljósvöllum. Páll og Hermann voru báöir búseltir í Keflavík og gengu þeir iöulega á milli eöa fóru á reiö- hjóli allt eftir þvi hvernig viöraöi. Öllum aldurshópum var kennt samtímis og voru börnin 16 aö tölu. Hermann notaöi hverja fri- stund til aö kenna okkur íþróttir og var okkur hjálplegur á allan hátt, hann t.d. aöstoöaöi einnig viöfermingarundirbúninginn. A þessum árum kom séra Olaf- ur Otafsson, kristinboöi frá Kína til Njarövíkur á sunnudögum. Viö biöum komu hans meö óþreyju og þótti okkur mikiö lil hans koma. Séra Ólafur frœddi okkur mikiö um Kína og alla hcetti og siöi þar. Hann sýndi SUNDLAUG NJARÐVIKUR Sími 12744 og 14567 Sundlaug Njarðvíkur býður yður ávallt velkominn Heitar setlaugar 42°C og 38°C Lítill salur fyrir boltalausar íþróttir. Lyftingasalur. Við bjóðum einnig upp á gufubað, Ijósbað, sund, hárþurrkun, jazzleikfimi, hvíld og góða þjónustu. Komið og reynið þessa heilsulind, því góð heilsa er gulli betri. SUNDLAUG NJARÐVÍKUR VETRARTIMI: Gildir frá 1. sept.-15. maí. (* = aðeins fyrir 16 ára og eldri) Mánud.-Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 15:00-17:00* 12:00-17:00* 13:00-17.30 08:00-12:30 17:00-18:30 17:00-18:30 20:00-21:30 20:00-21:30 GUFUBAÐIÐ* Kvennatími: Mánud., þriðjud., fimmtud., kl. 13:00-21.30 laugard. kl. 13:00-17:30 Karlatími: Miðvikud. og föstud. kl. 13:00-21:30 sunnud. kl. 08:00-12:30 ATH: Sérstakir kvennasundtímar eru á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. ATH: Sala aðgöngumiða hættir 30 mín. fyrir lokun. Leigjum út sundskýlur, handklæði og sundboli. Sundlaug Njarðvíkur er opin í hádeginu alla virka daga fyrir almenning, 16 ára og eldri, svo og milli kl. 7.00 og 9.00 þá morgna. 16 ára lágmarks- aldurs er krafist eftir kl. 18.30. FAXI 233

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.