Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1989, Side 17

Faxi - 01.10.1989, Side 17
viötaliö Viö spurðum Teit fyrst aö því, hve- nær og hvar hann væri fæddur og hverra manna hann væri. ,,Ég er fæddur í Njarðvík 9. janúar 1967 og uppalinn þar og foreldrar mínir eru Orlygur Þorvaldsson og Erna Agnarsdóttir. Ég á sex alsyst- kyni og einn hálfbróður.” Bræður Teits eru Sturla, sem er einnig vel þekktur sem körfuknattleiksmaður, Gunnar og Stefán, en systur hans heita Halla, Margrét og Kristín. Hálf- bróðir Teits heitir Svavar. Hvenær fórstu fyrst að stunda körfuna? ,,Ég hef alltaf búið í Njarðvík og komst þar fljótt í kynni við margar íþróttagreinar, því hér er mikið íþróttalíf, sérstaklega eftir að íþróttahúsið komst í gagnið. Mig minnir að ég hafi verið um níu ára þá. Við vorum í körfu, handbolta og fótbolta svo eitthvað sé nefnt." Hverjir voru með þér í iþróttun- um í þá daga? ,,í körfunni voru það fyrst og fremst Eðvarð sundkappi, ísak, Hreiðar og Kiddi Einars." UMFN hefur lengi átt mjög góða yngri flokka sem sést best á því, að hin síðari ár hafa það fyrst og fremst verið innfæddir Njarðvíkingar sem hafa leikið með meistaraflokki. Teit- ur lék með yngri flokkunum og vann til margra meistaratitla. Hann hóf síðan að leika með meistara- flokki árið 1984, þá 16 ára gamall. V'ið spyrjum að því, hverjir hafi verið í meistaraflokknum á þeim tíma og hvernig liðinu hafi þá geng- ið. ,,Fyrst verður að nefna Val Ingi- mundar — hann var sá besti. Einnig voru það Sturla bróðir, Árni Lárus- son, ísak, Hreiðar, Kristinn, Jói Kristbjörns o.fl. Liðinu gekk mjög vel, því við urðum íslandsmeistarar þetta árið og næstu þrjú árin einn- 'g“ Margir frábærir leikmenn hafa leikið með Teiti, bæði í UMFN og einnig í landsliðinu, en með því hef- ur hann leikið fjölmörgum sinnum. Við biðjum Teit að nefna þá leik- menn sem hafa orðið honum hvað minnisstæðastir. ,,Ef ég nefni þá leikmenn sem mér hefur fundist mest gaman að leika með, þá eru það fyrst og fremst þeir Jóhann Kristbjörnsson og Hreiðar Hreiðarsson sem ég vil nefna. Jói les leikinn ákaflega vel hverju sinni og því getur maður leyft sér svo margt með hann við hlið sér. Hreiðar er aftur á móti svo drífandi, að aðrir leikmenn smitast af honum. Af mót- herjum vil ég nú nefna Sturlu. Það er mjög erfitt fyrir mig að leika á móti honum, því hann þekkir mig vel og með sínum mikla styrk held- ur hann mér betur niðri en flestir aðrir. Þá vil ég einnig nefna Guðjón Skúlason. Hann má aldrei sleppa laus, þá skorar hann. Enda leggja nú flest liðin áherslu á að gæta hans.“ Spyrjandinn man eftir mörgum leikjum með UMFN sem hafa verið mjög skemmtilegir og þrælspenn- andi. Mér leikur forvitni á að vita, hvaða leikjum Teitur man helst eftir og við innum hann eftir því. „Minnisstæðastir eru tveir leikir á móti Haukum sem báðir réðu úrslit- um um, hvar meistaratitillinn lenti. í fyrri leiknum var leikið í Hafnar- firði og var það eins og oft áður mjög jafn leikur. Það var síðan á síð- ustu sekúndu leiksins að Valur blak- aði knettinum í körfuna og við urð- um meistarar. Síðari leikurinn fór fram í Njarðvík, úrslitaleikurinn vet- urinn 1988. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Tvisvar þurfti að framlengja leikinn og Haukar unnu loks. Það eru einmitt svona leikir sem gera körfuna svo skemmtilega. Sjaldan er hægt að bóka úrslit fyrirfram." Hvað finnst þér um að leika með landsliðinu? „Það er að sjálfsögðu skemmti- legt. Samt er það erfitt, þegar allir þeir bestu gefa ekki kost á sér. Mér líst vel á ferðina sem við erum að fara, til Bandaríkjanna. Þar munum við leika níu leiki á ellefu dögum. Það verður örugglega góð æfing fyrir liðið." Nú hefur erlendum leikmönnum aftur verið leyft að leika hér á landi. Hvernig líst þér á það? „Ég er mjög hlynntur þessu. Margir leikmennirnir eru mjög góð- ir og við getum lært mikið af þeim. Þá hafa líka komið góðir þjálfarar, t.d. sá sem var með UMFN í fyrra. Það má strax sjá það á aðsókninni í vetur að áhorfendur vilja hafa þessa erlendu leikmenn með.“ Hvernig leggst íslandsmótið í þig? „Bara nokkuð vel. Okkur hefur gengið mjög vel fram að þessu, höf- um unnið alla okkar leiki. Mér finnst nú samt ólíklegt annað en að við töpum einhverjum leikjum. Við eig- um t.d. mjög erfiða leiki framundan — Hauka, KR og Tindastól. Ég reikna með að Haukar fari með okk- ur í úrslitakeppnina, en IBK og Grindavík úr hinum riðlinum." Að lokum spyrjum við Teit aðeins út í framtíðina. Hvað er framundan? Hefur þú hugsað eitthvað um að leika erlendis? „Framtíðin er óráðin. Ég hef mik- inn áhuga á að fara í íþróttanám og ef mér tekst að láta nám og leikinn haldast i hendu*-, þá er aldrei að vita, nema maður leiki erlendis, við skul- um láta framtíðina skera úr því." Við þökkum Teiti fyrir spjallið og óskum honum og liði hans áfram- haldandi góðs gengis. H.H.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.