Faxi - 01.10.1989, Page 18
Valdimar Jóhannsson
'VÁVVlfe'ili
Þegar Hafmeyjunni hvolfdi
Frásögn Asgeirs Daníelssonar
Á vetrarvertíðinni 1911 var ég há-
seti á opnu skipi í Hvalsneshverfi á
Miðnesi. Hét það Hafmey og var
eign Jóns Jónssonar í Nýlendu í
Hvalsneshverfi. Þetta var gamalt
skip, og hafði Jón keypt það af Þor-
valdi Þorvaldssyni í Kothúsum í
Garði.
Á skipinu var átta manna áhöfn.
Formaður var eigandi skipsins, Jón
Jónsson í Nýlendu. Hásetar voru
þessir: Magnús Hákonarson Ný-
lendu; Páll Pálsson, Nýjabæ Hvals-
nesi; Magnús Guðmundsson, vinnu-
maður í Birtingaholti; Þorvarður
Bjarnason, heimilisfastur maður
austur í Meðallandi; maður vestan
úr Dölum, sem Guðbrandur hét, og
annar frá Langsstöðum í Flóa, Bene-
dikt að nafni, og svo ég, sem þessa
sögu segi. — Allt voru þetta vanir
sjómenn og fulltíða menn.
Vertíð byrjaði á kyndilmessu, 2.
febrúar, og stóð til 11. maí. Þessi ver-
tíð hafði gengið með fádæmum illa
lengi framan af, svo að hún var með
aumustu vertíðum, sem menn
muna á Suðurnesjum. En eftir miðj-
an aprilmánuð brá nokkuð til hins
betra, hvað aflabrögð snerti. Sækja
varð þó á dýpstu mið og beita
ræksni (innvolsi úr hrognkelsum), ef
nokkuð átti að fást úr sjó.
Róið í sæmilegu útliti
Klukkan 4-5 að morgni dags þann
25. apríl lögðum við upp í róður að
vanda. Var þá hægur norðankaldi
og ekki slæmt veðurútlit. Við rérum
með fjögur sexstrengja bjóð, en
höfðum ekki beitu nema á þrjú
bjóðin. Vitjuðum við því um grá-
sleppunet á útleit og beittum fjórða
bjóðið. Við rerum á dýpstu fiskimið
að þessu sinni, öllu dýpra en flestir
aðrir.
Meðan við lágum yfir línunni,
gerði norðan stórviðri. Þegar farið
var að draga, kom á daginn, að afli
var með afbrigðum góður. Var hver
fiskur hausaður, en eigi að síður var
skipið orðið sneisafullt af fiski, þeg-
ar lokið var að draga bjóðin. Var
fiskurinn af því fjórða slitinn af við
rúllu og kastað í sjóinn.
Meðan á línudrættinum stóð,
versnaði mjög sjór. Lá tvívegis við
borð, að bátinn fyllti, en þvi varð þó
afstýrt í bæði skiptin. Var þó ekkert
tillit tekið til þessa, en drættinum
haldið áfram, eins og til stóð.
Jafnskjótt og lokið var að draga
línuna, var snúið til lands. Var siglt
með framsegli í fullu tré, klýfi á
stefni og aftursegli í þríhyrnu. Var i
fyrstu ætlunin að hafa aftursegl í
fullu tré, en svo mikil segl þoldi skip-
ið ekki, enda var það drekkhlaðið
og sauð á keipum. En seglbúnað
þann, sem lýst hefur verið, virtist
skipið fyllilega þola. Það varði sig
vel og siglingin var ágæt. — Þó var
þetta aðgæzlusigling og var gefið úr
seglum í kvikum. Eg var fram í og
gaf eftir á klýfi, þegar með þurfti.
Formaður stýrði bátnum, en aðrir
skipverjar höfðust ekki að, nema að
ausa skipið, eftir því sem með þurfti.
Skipinu hvolfir
Um tíu-leytið um morguninn, er
siglt hafði verið í einn eða tvo stund-
arfjórðunga, reið straumhnútur á
bátnum flötum og brotnaði upp i
miðjum seglum. Bátinn fyllti á svip-
stundu og sló undan sjó og vindi.
Fiskur og bjóð flutu út af skutnum,
og formaðurinn flaut frá stýrinu og
fram í austurrúmið. Báturinn tók nú
að síga niður á hliðina. í sama bili
kastar einn skipverja, Þorvarður
Bjarnason, sér fram á afturmasturs-
endann, vafalsut af því, að hann hef-
ur óttazt, að ella mundi skipið ekki
hvolfa úr sér. Brá nú líka svo við, að
því hvolfdi þegar í stað. Komumst
við allir á kjöl.
En rétt í því, að síðasti maðurinn
komst á kjölinn, fór skipið heila
veltu. Þrír skipverja komust ekki á
kjölinn öðru sinni, formaðurinn,
Jón Jónsson, Páll Pálsson og Magn-
ús Guðmundsson. Tveir þeir fyrr-
nefndu hurfu þá þegar i djúpið, en
Magnús náði í farvið og lóðabelg og
gat haldið sér á floti. Fimm okkar
komust á kjölinn á nýjan leik og
héldust þar við um stund. — Atburð-
ir þessir, sem lýst hefur verið, gerð-.
ust á örskammri stundu.
Að nokkurri stundu liðinni reið
ólag á bátinn. Skolaði okkur þá öll-
um af kjölnum. Við Magnús Hákon-
arson komumst aftur á kjölinn. Þeir
Þorvarður Bjarnason og Benedikt
frá Langsstöðum hurfu okkur sjón-
um fyrir fullt ogallt. En að talsverðri
stund liðinni skaut Guðbrandi und-
an bátnum. Var augnaráð hans
óhugnanlegt og starandi, enda mað-
urinn bersýnilega kominn í dauð-
ann. Hann fálmaði eftir kjölnum,
barst aftur með skipinu, en hafði
augsýnilega ekki rænu á að taka um
kjölinn, þótt hendur hans styrkjust
eftir honum. Hvarf hann síðan fyrir
fullt og allt í djúpið við skut bátsins.
Þegar ég komst á kjölinn öðru
sinni, eftir að skipið hafði tekið velt-
una, náði ég í lóðabelg, sem kom
undan skipinu. Var það kálfsbelgur,
238 FAXI