Faxi - 01.10.1989, Page 19
eins og þá tíðkaðist. Stakk ég belgn-
um undir hönd mína og vafði fær-
inu, sem fest var við segltollann,
upp á höndina. Gat ég eftir það nálg-
ast bátinn aftur með tilstyrk færis-
ins, þótt ég losnaði við kjölinn. Við
Magnús héldum okkur svo hvor í
annan, og var okkur þannig borgið
með það að geta haldið okkur við
bátinn, þótt á bjátaði.
Báturinn maraði nú í kafi og vatn-
aði sífellt yfir kjölinn. Eftir að við
vorum orðnir tveir einir, virtist mér
sjórinn heldur lægja. Þá losnuðum
við hvað eftir annað við bátinn, en
belgurinn og færið varð okkur til
lífs. Leið nú svona langur tími. Eina
tilbreytingin var það, þegar sjór reið
yfir bátinn og við misstum tökin á
kjölnum. Við vorum allir í kafi,
nema hvað höfuðin ein voru upp úr
sjó. Kulda eða þreytu kenndum við
ekki, en vorum dofnir og sljóir.
Eins og áður er getið, komst
Magnús Guðmundsson ekki á kjöl-
inn eftir að skipið hafði farið velt-
una. Hins vegar náði hann í farvið
og lóðabelg og hélt sér á floti á þvi.
Var hann í fyrstu skammt frá bátn-
um, en rak stöðugt undan. Misstum
við loks sjónar á honum með öllu.
Hjálpin nærri,
en bregst þó
Ekki höfðum við ýkjalengi velkzt
á sjónum, er við sáum hina fiskibát-
ana sigla til lands, enda reyndum
við eftir mætti að hafa auga á öllu
því, er okkur mætti verða til bjargar.
Sigldu sumir bátarnir svo nærri okk-
ur, að við gátum talið mennina um
borð. Reyndum við með öllum ráð-
um að vekja athygli þeirra á okkur,
en allt kom fyrir ekki. Virtist mér
þó, að fuglagerið, sem i kringum
okkur var, hefði eitt átt að nægja til
að beina athyglinni að okkur, en
fuglinn sótti ákaft í lifrina, sem flaut
allt umhverfis bátinn. En þess ber að
gæta, að óhægt hefði verið smábát
að koma okkur til bjargar, og veðrið
þannig, að hver átti nóg með sig. Má
vera, að eftirtektarleysi þeirra, sem
sigldu svo skammt frá okkur, hafi að
einhverju leyti átt rætur sínar að
rekja til þess.
Loks var svo komið, að ég þóttist
sjá, að öll skip, sem verið höfðu á
svipuðum slóðum og við, væru
komin til lands, þar á meðal tveir
vélbátar frá Sandgerði. Var ég þá
orðinn nokkurn veginn úrkula von-
ar um björgun. — Nokkru síðar sá
ég hvar togari kom sunnan úr sjó og
stefndi nokkru dýpra en við vorum.
Létum við einskis ófreistað til að
vekja athygli hans á okkur, en allt
kom fyrir ekki. Togarinn hélt sínu'
striki og var brátt kominn allmiklu
norðar en við vorum. Þótti mér þá
sem tilgangslaust væri að þrauka
lengur og stakk upp á því við Magn-
ús, að við tækjum höndum saman
og slepptum bátnum. En hann tók
því fjarri og kvað okkur ekki of góða
til að halda okkur, meðan þrek ent-
ist.
Björgun
En naumast höfðum við skipzt á
þessum orðum, þegar við sáum, að
togarinn hafði snú ið við og stefndi á
okkur. Skipti það engum togum, að
hann var kominn til okkar, og köst-
uðu skipverjar bjarghring til okkar.
Fór Magnús í bjarghringinn og va:
dreginn upp á skipið. I sömu mund
var kastað tógspotta til mín, en méi
leizt svo illa á hann, aö ég sinnti
honum ekki. Bar mig þá að skipinu,
sem í sama bili hallaðist niður að
bátnum. Náðu skipverjar þá í hend-
ur mínar og lyftu mér upp á skipið.
Hafði Magnús þá þegar verið hátt-
aður niður í rúm.
Jafnskjótt og ég sté fótum á skips-
fjöl var hringt á ferð og farið að snúa
skipinu. Gerði ég skipsmönnum
þegar í stað aðvart um, að þriðja
manninum væri óbjargað enn og
sýndi þeim, í hvaða átt mætti vænta
hans. Þóttist ég þess fullviss, að
Magnús Guðmundsson myndi enn
vera ofansjávar, enda sáum við brátt
til hans. Aður en kæmi að því að
bjarga Magnúsi, færðu skipsmenn
mig undir þiljur, þótt mér væri það
nauðugt, því mig fýsti að sjá, hversu
til tækist um björgun Magnúsar. En
hann skýrði svo frá síðar, að björg-
unin hefði tekizt fremur óhöndug-
lega. Skipverjar seildust til hans
með krókstjaka, en við það færðist
hann í kaf og drakk nokkuð af sjó.
Náðist hann eftir það upp í skipið og
var háttaður ofan í rúm, eins og við
hinir.
Taldist okkur svo til, að liðið hefðu
sem næst tvær klu kkustundir frá því
að Hafmeyjan hvolfdi og þangað til
okkur var bjargað.
Togari sá, sem bjargaði okkur, var
frá Boston. Var hann á fiskveiðum
hér við land. Þetta var lítið skip,
sennilega lítið yfir 200 brúttósmá-
lestir. Skipstjóri og áhöfn togarans
var amerísk, að undanteknum
tveim íslendingum, þeim Isak frá
Óseyri við Hafnarfjörð og Jóni, föð-
ur Emils ráðherra.
Togarinn var á leið inn til Reykja-
Ásgeir Daníelsson
íæddist 20. júní 1886 á
Yzta-Gili í Langadal í
Hunavatnssýslu. Hann
hóf sjósókn fimmtán
ára gamall og stundaði
síðan sjó samfleytt
þrjátíu ár á opnum
bátum, skútum,
vélbátum og togurum.
Eftir að hann hætti
sjósókn, var hann hafn-
sögumaður í Keflavík
um tíu ára skeið og
síðan gjaldkeri
landshafnarinnar í
Keflavík og Njarðvík til
1956.
Ásgeir andaðist í
Reykjavík 9. mars 1957
víkur, þegar hann bjargaði okkur,
og sigldi nú beint þangað. Skipverj-
ar hlúðu að okkur eftir föngum,
færðu okkur í þurr föt og rauðkyntu
ofninn í hásetaklefanum. En jafn-
skjótt og við komumst á skipsfjöl
greip okkur ákafur skjálfti, og var ég
a.m.k. ekki laus við hann, þegar við
komum inn á Reykjavíkurhöfn. En
ekki höfðu skipverjar annað að
bjóða okkur til hressingar en te eða
kakó, sem við höfðum ekki lyst á.
Skipstjórinn var afar glaður yfir
björguninni og kom margar ferðir
fram í hásetaklefann til að grennsl-
ast eftir líðan okkar.
Heimferðin
Til Reykjavíkur var komið síðari
hluti dags. Stigum við þegar á land
og komum fyrst til Eyjólfs Eiríksson-
ar, húsgagnabólstrara, og Guðrúnar
Eyvindsdóttur frá Stafnesi, konu
hans. Skiptum við þar um föt og
þáðum góða hressingu. Föðurbróð-
ir minn, Magnús Guðnason, stein-
höggvari, bauðst til að flytja okkur
suður í Voga í lytivagni, sem hann
átti, en lengra náði akvegurinn ekki
þá,
I Vogum voru tveir vélbátar, sem
Ágúst Flygenring gerði út. Fengum
við annan þeirra til að flytja okkur
til Keflavíkur. Þegar við komum á
bryggjuna í Keflavík, var faðir minn
þar fyrir með hesta handa okkur.
Riðum við síðan sem leið lá suður á
Hvalsnes og vorum komnir þangað
kl. 12 á miðnætti.
Áður en faðir minn skildi við okk-
ur, lét hann orð falla um það, að ef
ég hugsaði til að róa eitthvað það,
sem eftir væri til lokanna, gæti ég
fengið skiprúm hjá sér, en hann reri
úr Stafneshverfi. Klukkan þrú sömu
nótt lagði ég af stað suður eftir og
fór í róðurinn með föður mínum.
Reri ég svo með honum fram til lok-
anna.
Á lokadaginn fórum við félagarn-
ir þrír inn í Reykjavík. Gerðum við
okkur þá dagamun, eins og títt var,
og vorum ofurlítið við skál. Létum
við þá taka mynd af okkur saman til
minningar um atburð þann, sem
hér hefur verið lýst.
Ameríski togarinn, sem bjargaði
okkur, lá í höfn í Reykjavík þennan
dag, og hitti ég skipstjórann á götu.
Fagnaði hann mér mikið og einlæg-
lega og bauð mér með sér um borð.
Sat ég þar um hríð í góðum fagnaði
og við rausnarlegar veitingar.
Lýkur svo þessari frásögn.
FAXI 239