Faxi - 01.10.1989, Page 20
MINNING
Bjöm Finnbogason
Gerðum í Garði
Fæddur 3. apríl 1903 Dáinn 13. september 1989
Björn Finnbogason var fæddur
að Gerðum í Garði. Sonur Finn-
boga Guðmundar Lárussonar
kaupmanns og konu hans Bjargar
Bjarnadóttur. Björn var mikill at-
hafnamaður. Hann rak verslun í
Gerðum frá árinu 1937 ti) áramóta
1979 auk þess sem hann var með
fiskverkun og sólþurrkaði fisk eins
og títt var í þá daga. Björn var kos-
inn í hreppsnefnd Gerðahrepps ár-
ið 1934 þá um þrítugt. Fjórum ár-
um síðar varð hann oddviti og
gegndi því starfi til ársins 1974 eða
í 36 ár. Björn gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Gerðahrepp.
Hann sat meðal annars í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
um árabil, í 30 ár var hann í skóla-
nefnd Gerðaskóla.
Björn var tryggur stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins og
trúði á einstaklingsfrelsi og frjálst
framtak og var hann alla tíð tals-
maður þeirra hugsjóna. Það fer
ekki á milli mála að jafn mikill at-
orkumaður og Björn var hafi verið
umdeildur en við Garðmenn sem
gáfum okkur tíma til að kynnast
Birni fundum í honum hjartahlýj-
an mann sem var alltaf tilbúinn að
styðja við bak þeirra sem höfðu
orðið undir í lífsbaráttunni. Björn
hafði sérstæða persónu sem menn
tóku eftir. Við sáum hann á gangi
um byggðarlagið sitt, háreistan og
það blöktu Ijósir lokkar á höfði
hans í norðan-golunni, hann var
ávallt berhöfðaður. Þess vegna
þurfti hann ekki að taka ofan fyrir
neinum og heldur ekki að beygja
sig fyrir neinum, en Björn var
snöggur að afgreiða litla manninn
sem vantaði brauð, þannig var
Björn. Við Garðmenn þökkum
honum fyrir öll hans góðu verk í
okkar þágu.
Þann 17. desember 1937 kvænt-
ist Björn Auði Tryggvadóttur sem
var dóttir Tryggva Matthíassonar
trésmiðs og konu hans Kristínar
Þórðardóttur sem lengi bjuggu að
Skeggjastöðum í Garði. Auður og
Björn eignuðust tvö börn, Björgu
og Finnboga, sem bæði búa hér í
Garði. Ég votta eftirlifandi eigin-
konu Björns, börnum þeirra og
barnabörnum, mína dýpstu
samúð.
Björn var jarðsettur frá Utskála-
kirkju 23. september 1989 við
mikið fjölmenni.
Blessuð sé minning hans.
Njáll Benediktsson.
tölvur
kostnaðarsömum markaðskönnun-
um; fremur er um að ræða að menn
skoði markaðinn frá fyrstu hendi,
þ.e. framkvæmi nokkurs konar
markaðskönnun á eigin spýtur, og
ákveði síðan í framhaldi af því
hvaða verkefni hugbúnaðurinn
skuli leysa af hendi. Einnig má
nefna að hugbúnaðarfyrirtæki á ís-
landi hafa þó nokkuð náið samstarf
við stétt endurskoðenda og við-
skiptafræðinga hvað varðar þróun
viðskiptahugbúnaðar. Endurskoð-
endur og viðskiptafræðingar þjóna
því sem nokkurs konar markaðs-
kannar, þ.e. þeir túlka og skilgreina
þarfir og kröfur markaðarins til við-
skiptahugbúnaðar.
Nú þarf forritarinn að velja sér for-
ritunarmál sem nota skal til verks-
ins. Ekki verður að sinni farið út í
mjög ítarlegar vangaveltur um ein-
kenni og/eða getu hinna ýmsu for-
ritunarmála, en látið nægja að
minnast á að nokkur þeirra forritun-
armála sem ríkjandi eru á sviði við-
skiptahugbúnaðar. Má þar nefna
mál eins og dBASE, Pascal, C, Co-
bol, BASIC (Business Basic), að
ógleymdu vélamáli (ASSEMBLER).
Einnig þarf forritarinn, við val á for-
ritunarmáli, að hafa í huga mismun-
andi gerðir tölva og stýrikerfa1 sem
taka eiga við hugbúnaði hans. Stýri-
kerfið MS-DOS, sem flestar einka-
tölvur hafa í dag er mjög frábrugðið
hinu tiltölulega „nýjá' stýrikerfi UN-
IX, sem frekar er ætlað stærri einka-
tölvum. Þar af le ðir að augljóslega
gilda aðrar reglur við val á forritun-
armáli fyrir UNIX stýrikerfi en fyrir
MS-DOS. Forritunarmálið C hentar
t.d. betur UNIX stýrikerfinu vegna
þess að UNIX er einfaldlega „skrif-
að" með C.
Fjórða þrepið, sjálf samning hug-
búnaðarins má segja að sé yfirgrips-
mesta stigið í þróun hugbúnaðar, og
jafnframt hið flóknasta. Engin leið
er að gera þessu stigi fullnægjandi
skil í stuttri grein þar sem til er gífur-
legur fjöldi bóka um efnið, þannig
að hér verður að sjálfsögðu stiklað á
stóru. Einnig er samning hugbúnað-
ar í vissum skilningi stundum dálítið
1) Stýrikerfi: e. Operating System (OS). Stýrikerfi
er sá hugbúnartur sem notaður er til að
stjórna inningu, eða hleðslu forrita inn á tölv-
urnar. Stýrikerfi, sem geta að hluta eða öllu
leyti verid innbyggó í vélbúnað, geta aó auki
stjórnað ýmsum aðgerðum ásamt því að hafa
umsjón með gögnum. Algengasta stýrikerfið
í einkatölvum (PC/XT/AT/PS-2) er MS-DOS.
einstaklingsbundin, þ.e. forritarinn
hefur oft töluvert frelsi til athafna og
getur viðhaft mjög fjölbreytt vinnu-
brögð við vinnu sína. Þó skal lögð á
það rík áhersla að samning hugbún-
aðar er geysilegt nákvæmnisverk,
og í rauninni er það svo að ekki má
einn einasti stafur í forriti vera rang-
ur, ef treysta á hugbúnaðinum. Eins
og sjá má á mynd 1 hér á síðunni, þá
Vlrmsluár:1989 Vlkurhugbúna4ur sf.
Uppsetning ftrslur OtprenUnir KerfIsvinnsla Tiislegt Ot
Dags. Deild Fzrslf Relknf Nafn reiknings 01/01 4 Prófjófnuíur ♦ 0,00
Reiknf Tezti Tllvis Fskjal Upphaó D/E
10010 Eeypt hensln 0 1 2.500,00
40010 Eeypt bensln 0 1 2.500,00 «
10010 Sala: Jén Jónsson 0 2 8.600,00 t
30000 Sala: Jón Jönsson 0 2 8.600,00
Kaer/Ullheiti - CTRUPgUp/PgDn Hom End - DTO llstl - ESC flýja - fl aístoí
er þar um að ræða ósköp sakleysis-
legan innsláttarskjá í fjárhagsbók-
haldi, en á bak við þennan eina skjá
liggur gífurleg vinna. Á hinni mynd-
inni sést hluti af forritinu sem stjórn-
ar þessum innsláttarskjá. Það forrit
er hvorki meira né minna en 50000
stafir að stærð, eða 50 kB (kílóbæti).
Ef einn stafur af þessum 50000 væri
rangur gæti það þýtt að forritið gæfi
rangar niðurstöður. Slíkt gæti haft
geigvænlegar afleiðingar í för með
D:\HXHALD2\DMFVT.PSC
Line S79 Col 1
store vjl(tilvJ) to tilvisun
otherwise
store tilvisun to tilv 1
If las stada-4 ,or. las sUda S
« y,36 get tilv.l picture -999999* valid tllv.loO
else
0 y,36 get tilv 1 picture -999999“
endif
read
store tilv.l to tilvisun
Sn EEY 28 T0
set color to gr«,,
* Y,34 SAT TTTPA
f T.36 SAT TILVISUH PICTURE "999999"
STORE TILVISUN T0 TDUM
• if vidtengt-'J' .and. (ttypa--*V* .or. ttypa--V)
if ttypar-V* .or. ttypa-V
if ttypj--V
• store V to ttypa
fl Insert lndent Graph Hargin 240 . ■ - i ■— 12:34
fl Help F3 Nev file FS 2ooe F7 Begin Blk F9 Fll Nenu
F2 Save File F4 Print F6 Suitch F8 End Blk FIO Nenu F12 Nenu
Notepad Esc-Eiit
sér fyrir fyrirtæki sem forritið not-
aði; hugsið ykkur endurskoðanda
með 20 fyrirtæki á sinni könnu! Það
er óþægilegt að hugsa slíka hugsun
til enda, en þess vegna leggur forrit-
arinn á það höfuðáherslu að vera sí-
fellt að prófa hina einstöku forrits-
hluta. Af sömu ástæðu skrifar forrit-
arinn ávallt litla hluta í einu; það er
engin leið fyrir hann að vera að
reyna að skrifa stóran hugbúnaðar-
pakka í einu, heldur brýtur hann
verkefnið niður í viðráðanlega
hluta.
í næstu grein mun ég halda áfram
að lýsa starfi forritarans, jafnframt
því sem ég mun ræða lítillega próf-
un og markaðssetningu hugbúnað-
ar. Einnig mun ég skoða samkeppn-
ina á þessum markaði. En nú er mál
að linni!
240 FAXI