Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1989, Page 29

Faxi - 01.10.1989, Page 29
Finnbogi Kjeld, eigandi Víkur- skipa, var fenginn sem ráðgjafi vegna áralangrar reynslu af skipum og skipaútgerð og þ. 4. mars gerðu Lyngholt hf. og Finnbogi með sér samning um helmingaskipti á út- gjöldum eða gróða vegna kaup- anna. Ef björgun mistækist var áætlað tap um 3 millj. en ef hún heppnaðist yrði útlagður kostnaður við björg- unina sjálfa um 7 milij. Ætlunin var að semja við suðumenn og aðra um áhættuhlut, þ.e.a.s. lágmarkslaun ef tilraunin misheppnaðist en góðan hlut annars. Hafnargjöld hér og dráttur til Póllands um 5 millj., áætlaður viðgerðarkostnaður um 48 millj. = heildarkostnaður um 60 millj. Söluverð eftir viðgerð var tal- ið um 100 millj. þannig að ef allt gengi upp yrði beinn hagnaður um 40 millj. Undirbúningur björgunarinnar Byrjað var á því að kanna aðstæð- ur á strandstað, legu skipsins í fjör- unni og sjávarstöðu á hinum mis- munandi tímum framundan. Frá upphafi var vitað að botn skipsins var ónýtur og því mikill leki í botn- tönkum, lest og vélarrúmi, sérstak- lega aftast í skipinu, enda hafði það velkst um í grjótinu í u.þ.b. l'Á mán- uð. Björgunarmenn gerðu áætlanir um flotgetu skipsins með tilliti til mestu flóðhæðar og fengu verk- fræðinga til þess að gera nákvæma útreikninga til öryggis. Allar áætlanir byggðust mjög fljótt á því að nýta til fullnustu flot skipsins með hjálp frá loftdælingu. Það lögmál hlaut að gilda að hlutur léttist til jafns við það vatnsmagn sem hann ryður frá sér í rúmmetr- um. Byrjað var á því að þétta lestina eins og hægt var með því að sjóða plötur yfir stærstu götin og settir voru upp styrktarbitar. Ekki tókst að þétta vélarrúmið því sá hlutur skips- ins lá alltaf í sjó á fjörum. í upphafi stóð til að gera fyrstu til- raun á stórstraumsflóðinu 7.-11. mars. Þegar leið að þeim tíma var fyrirséð að ekki yrði unnt að ljúka þéttingu og öðrum undirbúningi í tíma og var aðgerðum því frestað til næsta stórstraums 6.-8. apríl. Dagana 7.-11 mars var flóðhæð mikil og fylgdi henni hvöss suðvest- anátt. Þessa daga slóst skipið tölu- vert til í fjörunni, færðist til hliðar um 150 m og jafnframt hærra upp í grjótið. Áður hafði hæðarmunur á stefni og skut verið um 0.90 m en eftir hreyfinguna um 4.50 m. Þessu fylgdu bæði kostir og gallar. Nú lá skipið betur hvað varðaði sker og dýpi en á hinn bóginn hafði tapast um 500-600 tonna flot. Var þá brugðiö á það ráð að loka millidekki svo hægt yrði að dæla lofti í vélarrúmið. Unnið var nótt og dag, á fjörum, við þéttingu því tím- inn var naumur. „Öndunarstútar" sem lágu niður í botntankana voru Fyrslu björgunartilra unir. Áhorfendur á strandstaö þann 6. apríl sl. brenndir af, nýir stútar settir á og þeir tengdir loftslöngum. í áætlunum var reiknað með að skipið skemmdist meira ef veður yrðu slæm á síðustu dögum og 4 öfl- ugar vatnsdælur voru því fluttar um borð. Vinna við þéttingu o.fl. tók um 3 vikur og unnu allt að 20 menn við undirbúning síðutu dagana. Allir lögðust á eitt og var samheldnin mikil. Margir utanaðkomandi gáfu góð ráð og auðvelt var að fá lánuð tæki til björgunarinnar. Fyrsta tilraun Lestinni var endanlega lokað morguninn, 6. apríl, fimmtudag, en áður hafði verið látið falla inn í hana Á flot 7. apríl. * A aö mála fyrir jólin? Þá er rétt aö velja litinn af smekkvísi. Beckers Litaval telur sig standa undir nafni og nú er litabyltingin í algleymingi. Við bendum ykkur því á m.a. sœnsku málninguna BECKERS ásamt þeirri sænsk-íslensku - BETT. Viö eigum alla liti og öll gljástig. Við erum nú einnig með flísar frá FLÍSABÚÐINNI. Líttu við og fáðu faglega ráðgjöf. Litaval Baldursgötu 14 FAXI 249

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.