Faxi - 01.01.1990, Qupperneq 9
Aðalhvatamaður að stofnun
^runnastaðaskóla var séra Stefán
Thorarensen prestur á Kálfatjörn.
Pærði hann hugmyndir sínar um
skólabyggingu fyrst í tal við sóknar-
hændur og sýndist sitt hverjum.
heir voru þó flestir sem sýndu mál-
'nu skilning og studdu prest til fram-
kvasmda með peningagjöfum og
sjálfboðavinnu.
Meðal þeirra sem gáfu fé til bygg-
^garinnar voru Egill Hallgrímsson
hóndi í Austurkoti, sem gaf eitt
hundrað ríkisdali og Guðmundur ív-
arsson í Skjaldaholti, sem gaf fimm-
hu ríkisdali. Auk þess var haldin
hlutavelta og rann allur ágóðinn af
henni til skólahalds. Þó talsvert fé
hafi safnast til byggingarinnar
n*gði það ekki alveg. Var þá brugð-
á það ráð að taka lán sem sr. Stef-
an útvegaði með mjög hagstæðum
A SUÐURNESJUM
Faxi heldur enn áfram umfjöllun sinni um bama-
fræðslu á Suðumesjum og að þessu sinni hefjum við frá-
sögn okkar f Brunnastaðaskóla á Vatnsleysuströnd. Þar
hófst kennsla snemma haust árið 1872 í nýbyggðu
skólahúsi f landi Suðurkots f Brunnastaðalandi. I frá-
sögninni verður m.a. stuðst við ritgerð, er Faxi hefur
góðfúslega fengið leyfi til að birta að meginefni. Ritgerð
þessi var lokaritgerð við Kennaraháskóla íslands vorið
1984, og em höfundar hennar þeir Eyjólfur R. Braga-
son, Magnús M. Jónsson og Steinarr Þór Þórðarson.
Rétt er að vekja sérstaka athygli á þeim kafla ritgerðar-
innar er fjallar um akstur skólabama, þvf slfkur akstur
var á þeim tfma algjör nýlunda hér á landi.
BRUNNASTAÐASKÓU
skilmálum. Auk þess naut skólinn
styrks úr Torcillisjóði, sem var stofn-
aður 1759 eftir lát Jóns Þorkelsson-
ar fyrrum Skálholtsrektors og hafði
sjóðurinn það markmið að kosta
fræðslu fátækra og munaðarlausra
barna í átthögum Jóns.
Skólabyggingunni var valinn stað-
ur á Suðurkotslandi í Brunnastaða-
hverfi. Tildrög þess voru þau að
uppboð var haldið á Brunnastaða-
torfu og voru kaupendur þrír, þeir
Guðmundur ívarsson, sem keypti
helming, og Egill Hallgrímsson og
Jón Breiðfjörð, sem keyptu sinn
fjórðung hvor. Gáfu þremenning-
arnir síðan jörðina undir skólabygg-
inguna. (Ekki er víst, að þessi frá-
sögn um gjöf þeirra þremenninga á
skólajörðinni sé rétt, eða þá að gjöf
þeirra hafi átt annan aðdraganda. í
bók sinni Mannlíf og mannvirki í
Vatnsleysustrandarhreppi bls. 372
segir Guðmundur B. Jónsson frá því,
að Hafliði Þorsteinsson hafi selt
barnaskóla Vatnsleysustrandar-
hrepps hálft Suðurkotið fyrir 500
rikisdali. Lánaði Hafliði alla þessa
fjárhæð á veðskuldabréfi. Innskot
H.H.)
Hafist var handa við skólabygg-
inguna í júní 1872. Efnið í bygging-
una var flutt með skonnortu frá
Reykjavík suður í Voga og þaðan
flutti Guðmundur ívarsson timbrið
endurgjaldslaust í áraskipi sínu að
Brunnastöðum. Stefán hét maður-
inn sem aðallega sá um smíði húss-
ins og hafði hann viðurnefnið snikk-
ari. Vann hann frá klukkan 6 á
morgnana fram til 10 á kvöldin og
hafði hann í laun 2—3 krónur á dag.
Hóf Stefán smíðina í júní, eins og áð-
ur segir, og lauk við verkið í septem-
ber 1872.
Skólahúsið var hin my ndarlegasta
bygging á þeirra tíma vísu. Það var
byggt úr timbri, 16 álnir að lengd og
14 álnir að breidd, loftbyggt og var
hver þilja, gluggar og hurðir hand-
unnið. 1 norðurhlið hússins á neðri
hæð þess var kennt í stórri stofu
sem í var heljarmikill ofn, en á efri
hæðinni bjuggu hjón sem sáu um
skólann, kynntu ofninn og geröu
ýmislegt sem til féll. Hjálpuðu þau
meðal annars til við kennsluna.
Fyrsta árið sem skólinn starfaði
kom fyrir atvik sem leiddi til dauða
tveggja manna. Þannig var mál með
vexti að kolalaust varð í skólanum
og fór sr. Stefán þess á leit við vel-
unnara skólans að þeir sæktu kol til
Hafnarfjarðar. Fimm menn réðust
til fararinnar á skipi sem Guðmund-
FAXI 9