Faxi - 01.01.1990, Page 10
ur ívarsson lagði til. Þeir lögðu af
stað árla morguns og sóttist þeim
ferðin til Hafnarfjarðar vel. Þar töfð-
ust þeir nokkuð enda allir orðnir
drukknir nema sá yngsti, sem að-
eins var 16 ára gamall. Þegar þeir
komu til móts við Ströndina var
degi tekið að halla. Ætlunin var að
halda inn Brunnastaðasund, en þar
sem formaðurinn var orðinn all
drukkinn tókst ekki betur til en svo
að hann sigldi upp á sker og hvolfdi
bátnum. Tveim menn komust á kjöl
og einn gat hangið í mastrinu en
hinir tveir lentu undir bátnum og
drukknuðu. Þetta sama kvöld voru
börn að leika sér á tjörn í Ásláks-
staðahverfi. Heyrðu þau þá mikil
hljóð koma frá hafi. Urðu þau
hrædd og hlupu heim til sín að Ás-
láksstöðum og sögðu frá þvi sem
þau höfðu heyrt. Bóndinn þar Jón
Þórðarson brjá skjótt við og hljóp
niður að sjó og tók með sér tvo
menn sem urðu á vegi hans. Skutu
þeir út báti og réru að skipinu og
björguðu mönnunum þremur sem
þar voru.
SKÓLAHALD
1872 TIL 1982
Fyrstu árin sem Brunnastaðaskóli
starfaði voru börnin ekki tekin í
hann nema sæmilega læs. Skóla-
tímabilið hófst fyrst í október og
lauk í endaðan mars. Kennt var alla
daga nema sunnudaga og hófst
kennsla klukkan 10 og stóð til
klukkan 2:30.
Kennslugreinar voru lestur, skrift,
reikningur, kver og biblíusögur.
Þeir, sem best voru að sér og höfðu
áhuga á, áttu þess kost að læra
landafræði, sögu, réttritun og
dönsku.
Börnin gengu til og frá skóla og
þurftu mörg þeirra að fara um lang-
an veg. Fyrsta veturinn (1872—1873)
kenndi Oddgeir Guðmundsson við
skólann og voru þá 29 börn við
nám. Laun Oddgeirs fyrir kennslu-
tímabilið voru 350 krónur og þurfti
hann að fæða sig sjálfur og leggja til
ljós, en hann hafði ókeypis húsnæði
og hita.
í skólaskýrslum fyrir árið
1877—78 kemur fram að kennt hafi
verið frá 1. október til loka mars
mánaðar. Ólafur Rósinkrans hafði
árið á undan verið kennari við
skólann og hafði einnig verið ráðinn
kennari þetta ár, en þar sem honum
hafði boðist staða við Lærðaskól-
ann í Reykjavík, fékk hann leyfi frá
störfum strax um haustið. I hans
stað var ráðinn Pétur Pétursson.
Um hann segir sr. Stefán Thorar-
ensen í skýrslu sinni:
„Herra P. Pjetursson hefur
reynst svo, að enginn þeirra
kennara er skólinn hefur áður
haft, þótt flestir hafi gefist mjög
vel (t.d. núverandi prestur Odd-
geir Guðmundsson og Stefán M.
Jónsson), hafa náð slíkri hylli for-
eldra og barna sem hann, og þó
hefur enginn þeirra verið jafn
strangur í kröfum, notað eins vel
út hvern tíma og gefið jafn fá
frí.“
1910.
Þennan vetur voru 24 nemendur
í „almennri kennslu" (sbr. 13. grein
reglugerðar skólans frá 1872). Auk
þessa 24 voru 4 nemendur sem nutu
„sérstakrar kennslu" (sbr. 13. grein).
í skólanum voru haldin þrenn próf:
inntökupróf að hausti, miðsvetrar-
próf 23. des. og vorpróf í lok mars.
Framfarir nemenda segir Stefán
hafa orðið miklar, þannig að á
hausti þegar skólinn byrjaði hafi
vart þriðjungur barnanna verið læs,
en við vorprófið hafi þau allflest ver-
ið búin að ná góðum tökum á lestr-
inum. í lok skýrslu sinnar getur Stef-
án þess að á komandi vetri (vetur-
inn 1878—79) sé ætlunin að bæta
við landafræði og réttritun í „al-
mennri kennslu". Auk þess getur
hann þess að Pétur hygðist halda
áfram kennslu við skólann (en hann
kenndi til vorsins 1883.
Árið 1886 var byggt við skólahús-
ið á Brunnstöðum. Viðbygging þessi
var sex álnir á annan veginn en tíu
álnir á hinn.
Af skólaskýrslum og bréfum sr.
Árna Þorsteinssonar, prests á Kálfa-
tjörn, til stiftsyfirvalda á þessum ár-
um sést að skólahald í Brunnastaða-
skóla hafi verið svipið því sem það
var veturinn 1877—78, frá ári til
árs, eða allt til ársins 1893.
Um tímabilið þar á eftir, eða allt til
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
aldamóta, tókst höfundum þessarar
ritgerðar ekki að finna neinar ör-
uggar heimildir. Hins vegar vitum
við (vegna síðari tíma heimilda) að
einhvern tíma á þessu tímabili var
farið að kenna á bænum Þórustöð-
um, jafnhliða kennslunni á Brunna-
stöðum. Aðalástæðar fyrir því hefur
sennilega verið sú hversu langt var
fyrir börn af Innströndinni að sækja
skólann á Brunnastöðum. í bréfi
sem séra Árni sendi stiftsyfirvöldum
1. febrúar 1893 er ekki minnst á
skólahald á Þórustöðum, en það
hlyti hann að hafa gert ef skólahald
þar hefði verið hafið, vegna þess að
í bréfi þessu fór hann fram á styrk til
skólans. í styrkbeiðni hreppsnefnd-
ar til landshöfðingjas árið 1901 er
farið fram á styrk vegna fyrirhug-
aðrar skólabyggingar á Innströnd-
inni. í henni kemur fram að hús það
sem kennt hafi verið í undanfarin ár
hafi nú verið rifið (þ.e.a.s. húsið á
Þórustöðum).
Haustið 1893 er Jón G. Breiðfjörð
frá Grunnastöðum, ráðinn kennari
og kennir hann til ársins 1903. Á
sama tíma kennir Sigurjón Jónsson
við Brunnastaðaskóla.
Vegna þess að þetta er i fyrsta sinn
sem tveir kennarar kenna við skól-
ann samtímis (að vísu kenndi Árni
Th. Pétursson 1889—90 og
1890—91 ásamt Sigurjóni) leyfum
við okkur að gera ráð fyrir að með
ráðningu Jóns sé verið að fá
kennara til starfa á Þórustöðum.
Eins og áður kom fram minnist séra
Árni í bréfi sínu 1. febrúar 1893
ekkert á skólahald á Þórustöðum og
teljum við því ósennilegt að ráðning
Árna Th. haustið 1889 standi í
sambandi við skólahald þar.
Eins og áður segir fór hrepps-
nefndin 1901 fram á styrk til skóla-
byggingar. Ekki varð þó úr skóla-
byggingu það ár, því í skólaskýrslu
1901—1902 kemur fram að kennt
hafi verið í stofu í Landakoti, og
kennari þar hafi verið Magnús Jóns-
son.
1. september 1902 segir séra Árni
Þorsteinsson í bréfi til stiftsyfir-
valda:
„Hinn gamli barnaskóli þarf
mikillar viðgerðar við áður en
kennsla getur hafist í haust og
mun sú viðgerð kosta töluvert fé,
einnig þurfum við að byggja
barnaskóla á Innströndinni. Því
að sú stofa sem kennt var í í fyrra
fæst nú eigi leigð. Við höfum því
ráðist í að taka allt að 500 kr. lán
til þessarar skólabyggingar sem
við álýtum afar nauðsynlega þar
sem hér eru um 20 börn sem
annars myndu fara á mis við
skólakennslu og eru flest þeirra
á heimilum sem ónóga, litla eða
Sudurkotsskóli. Aríð 1907 var byggður nýr skóli á grunni eldru skólahússins frú
1872 og 1888. í noróurenda hússins var íbúó skólastjóra. Smiður hússins var Skúli
Högnason úr Keflavtk.
iVorðurkot. Húsið var byggt sem skóluhús árið 1903 og notað við kennslu til ársins
10 FAXI