Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1990, Qupperneq 18

Faxi - 01.01.1990, Qupperneq 18
virtust ókleifir með öllu. En öll kom- ust þið upp á ykkar tind og vonandi finnið þið fyrir þeirri ánægju að hafa sigrað, náð ykkar takmarki. En jafnfram geri ég ráð fyrir að þið sjáið öll fjöllin framundan. Sum nálægt önnur í blámóðu fjarlægðar- innar. Jafnvel á þessari stundu eruð þið farin að pæla í því á hver þeirra þið eigið að ganga næst. Ég vona að sú tilsögn sem við hér í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja höfum veitt ykkur í bjargklifi dugi til þess að þið sigrist á þeim tindum sem framundan eru. Bæði þeim sem þið sjáið og svo hin- um sem óvænt koma út úr þokunni. Þegar hópar skilja verður oftast vart nokkurs saknaðar. Samvist okkar kennara og ykkar sem hafið höndlað skírteinin hefur verið æði misjöfn bæði í tíma og rúmi. Þeir sem styst hafa verið hafa aðeins dvalið hér í eina önn og eiga flestir eftir að vera hér lengur. Aðrir hafa verið hér í mun fleiri annir og tengj- ast okkur nánar. Við höfum fylgst með þroska ykkar frá því þið komuð hér sem busar og til dagsins í dag. Öll hafið þið þroskast á líkama og sál. Samstarfið hefur ekki alltaf ver- ið dans á rósum. Oft hefur ykkur þótt lærifeður og mæður ansi ósanngjörn og allt upp undir það að vera leiðinleg. Mörg ykkar hafa að okkar dómi verið hyskin og löt. Við höfum gengið í sameiningu í gegnum vinnudeilur og verkföll. En þrátt fyrir allt munum við sakna ykkar og rifja upp sérkenni ykkar á góðum stundum líkt og þið eigið eft- ir að tala um einkenni og sérvisku okkar. Að lokum langar mig til að lesa aðeins úr einu af uppáhöldunum mínum. Þeir sem hafa lært frönsku þekkja bókina vel, þett er sagan af litla prinsinum frá smástirninu B 612. Prinsinn hafði lagst í ferðalög m.a. vegna þess að rósin hans var orðin svo kröfuhörð á athygli hans, að hann jafnvel vanrækti að hreinsa eldfjöllin sín. Ég gríp niður þar sem litli prinsinn er að gera sögumanni grein fyrir samskiptum sínum við rósina. „Ég skildi þá ekki neitt! Ég hefði átt að dæma það af verkum sínum, en ekki orðum. Það fyllti mig Ijósi og angan. Ég hefði aldrei átt að flýja burt! Mig hefði átt að gruna ástúðina á bak við vesöl brögð þess. Blóm eru svo mótsagnakennd! Ég var of ung- ur til að elska það.“ En litli prinsinn fór víða m.a. til jarðarinnar þar sem hann kynntist ref. Þeir tóku tal saman og vildi litli prinsinn leika sér við refinn en hann sagði að það væri ekki hægt því að hann væri ekki taminn. Einn af kostum prinsins var að hann spurði spurninga og hélt því áfram þar til hann fékk svör. Nokk- uð sem nemendur mættu af læra. Refurinn spurði prinsinn hvort hann væri að leita að hænum en það var aðal áhugamál hans: „Nei, sagði litli prinsinn, ég er að leita að vinum. Hvað táknar tam- inn? Það er hlutur sem farinn er að gleymast um of. „Temja táknar að binda bönd.“ Já, sagði refurinn. Fyrir mér ert þú aðeins lítill drengur. Líkur þús- undum annarra lítilla drengja. Og ég þarfnast þín ekki. Og þú þarfnast mín heldur ekki. Fyrir mér er ég að- eins refur eins og þúsundir annarra refa en ef þú temur mig munum við þarfnast hvors annars. Þú verður mér eitthvað einstakt í heiminum og ég verð þér eitthvað einstakt... Ég er að byrja að skilja, sagði prinsinn. Það er blóm . . . Ég held að það hafi tamið mig . . . Þetta verða lokaorð til ykkar fyrr- verandi útskriftaraðall. Ég þakka ykkur samveruna megi ykkur farnast vel á ógengnum stíg- um. Skólaslit haustönn 1989 Þá er komið að lokum þessarar at- hafnar. Þó verður ekki skilið við þessa önn án þess að geta veigamik- illa breytinga í rekstri framhalds- skóla. Ný lög um framhaldsskóla voru samþykkt á Alþingi vorið 1988 og í vor sem leið voru samþykktar veigamiklar lagabreytingar. Það helsta sem breytist er eftirfarandi: Á næsta ári tekur ríkið við öllum rekstri framhaldsskólanna. En hing- að til hafa sveitarfélögin/ríkið rekið framhaldsskólana í sameiningu. Þó er það svo að velviljuð sveitarfélög hafa greitt nokkra þætti í rekstrin- um sem ríkið hefur ekki viljað taka þátt í. Hér mætti t.d. nefna þann hluta kostnaðar við akstur nem- enda, til og frá skóla, sem þeir eiga að greiða svonefnt strætógjald. Einnig hafa sveitarfélögin greitt laun matráðskonu í mötuneyti nem- enda, en í öðrum skólum eru þau laun greidd af rekstrinum en ríkið leggur til húsnæði, ljós og hita ásamt nauðsynlegum áhöldum. Frá og með næstu áramótum verða nemendur að greiða strætó- gjaldið sjálfir og hækka verður þjón- ustu mötuneytisins verulega til að endar nái saman. Búast má við að þessi aukni kostnaður komi fyrst og fremst niður á þeim nemendum sem búa utan Keflavíkur/Njarðvík- ur svæðisins. Þó ríkið hafi tekið við rekstri skólans mega sveitarfélögin aldrei gleyma því að Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þeirra skóli og þeim fjármunum sem til hans er varið er fjárfesting í framtíðinni. í nýju lögunum er kveðið á um aukið sjálfstæði skólanna. Fjöl- brautaskóli Suðurnesja hefur frá stofnun haft meira sjálfstæði í fjár- málum en flestir aðrir framhalds- skólar í landinu. En nú um áramótin bendir allt til þess að verulegur hluti rekstursins verði færður beint undir launaskrifstofu ríkisins. Má þar nefna að allar greiðslur og útreikn- ingar á kaupi færast til launaskrif- stofu en hingað tii höfum við séð um þessa þætti fyrir annað starfsfólk en kennara. Hvort fleira fylgir á eftir er ekki vitað á þessari stundu. í lögun- um og í þeirri umræðu sem á undan þeim fór var alltaf gert ráð fyrir því að skólarnir fengju sjálfstæði til þess að annast reksturinn sjálfir. Rekstr- arframlagið átti að greiða inn á reikninga skólanna með allt að þriggja mánaða fyrirframgreiðslu. En svo virðist sem stóri bróðir í Reykjavík treysti okkur ekki til að annast okkar innkaup, mannaráðn- ingar og kaupgreiðslur sjálfir. Aug- Ijóst er að þeir sem standa í hinum daglega rekstri hljóta að nýta fjár- munina betur og fá meira fyrir hinar allt of fáu krónur en þeir sem eru fjarri vettvangi. Hjá starfsfólki launaskrifstofunnar eru þetta tölur á blaði en hjá okkur erum við að fást við raunveruleg verkefni, tæki og tól ásamt lifandi fólki. Um áramótin fáum við vonandi nýja skólanefnd sem kosin verður eftir hinum nýju lögum. Skipan hennar er all breytt frá því sem ver- ið hefur. En í henni eiga sæti tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi nem- enda, þrír fulltrúar sveitarfélaga og einn sem skipaður er án tilnefning- ar af menntamálaráðherra. Fulltrú- ar kennara og nemenda eru fullgild- ir meðlimir nefndarinnar en hingað til hafa þeir aðeins haft áheyrnar- og tillögurétt. Með lögunum eykst sjálf- stæði skólanna einnig hvað varðar mannaráðningar og fleiri innri mál- efni skólans. Eins og fram kom hér fyrr við þessa athöfn er framhaldsskólinn í mótun. Nýjar brautir og nýir áfang- ar koma stöðugt fram. Framundan er átaka tímabil bæði hvað varðar rekstur skólans og innra starf. Ef all- ir sem að rekstri skólans standa, svo og velunnarar hans taka höndum saman þá er ég viss um að okkur beri gæfa til að halda því þróunar- starfi áfram sem hafið er. Að lokum vil ég þakka nemend- um, kennurum og starfsfólki fyrir ánægjulega önn. Einnig færi ég Tón- listarskóla Keflavíkur og Ullarbörk- unum þakkir fyrir framlag í þessari brautskráningarathöfn. Ég segi hér með 29. starfsönn skólans slitið. Öll starfsemin á ný undir eitt þak! Sú starfsemi bæjarfógeta- og sýslumannsembættisins, sem var til bráðabirgða að Hafnargötu 62, Keflavík, er nú á ný flutt á sinn gamla stað að Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Síma- númerið er 14411 Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.