Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Síða 27

Faxi - 01.01.1990, Síða 27
Keflavík og Njarðvík eignast Landshöfnina Mikið hefur verið um að vera hjá starfsmönnum Landshafnar Kefla- víkur og Njarðvíkur að undanförnu. Fyrst ber að nefna, að þann 28. des- ember sl. var Landshöfnin afhent bæjarstjórnum Keflavíkur og Njarð- víkur til eignar á nýjan leik, en það var árið 1946 sem hafnirnar í Kefla- vík og Njarðvík voru teknar yfir af ríkinu. Aðdragandinn að þessari athöfn er í stuttu máli sá, að á árinu 1984 voru samþykkt ný hafnalög á Al- þingi sem fólu m.a. í sér, að ríkinu var heimilað að afsala sér lands- höfnunum þremur, þar á maðal Landshöfninni í Keflavík og Njarð- vík. Þegar svo lögin um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga voru sam- þykkt á síðasta ári, þá var þetta skref stigið til fulls. Undanfarna mánuði hafa svo þessi eigendaskipti verið til umfjöllunar, því margs þurfti að gæta við þessa viðamiklu breytingu. Náðist að gera samning milli aðila rétt áður en nýju lögin tóku gildi þann 1. janúar 1990. Faxi fékk hafnarstjórann, Pétur Jóhannsson, i stutt viðtal til að for- vitnast um þessi viðskipti hafnanna. Við báðum Pétur að segja okkur frá því helsta sem um var samið við rík- ið. „Það sem gerist er, að bæirnir sameiginlega fengu öll hafnar- mannvirki, tæki og lausafjármuni hafnanna til eignar. Þetta fá þeir skuldlaust, ef undan er skilið lán vegna fasteignakaupa frá árinu 1987, u.þ.b. tvær milljónir. Þá var um það samið, að óhafið framlag á fjáraukalögum 1989, 11,7 milljónir verði notaðar til nýframkvæmda á árinu 1990. Einnig að bætur fáist úr hafnabótasjóði, kr. 3 milljónir, vegna hafnargarðsins í Keflavík. Þessu til viðbótar fengum við nýja lóðsbátinn skuldlausan. (sjá nánar hér á eftir — innskot)" Samkvæmt upplýsingum Péturs eru helstu eignir hafnanna sem hér segir: Skrifstofuhúsnæði að Víkurbraut 11 ásamt verkstæði í kjallara svo og hafnarvigtin. Hús það er Fiskmarkaður Suður- nesja starfar nú í að Vatnsnesvegi 7. Bryggjuvarðarskúr í Njarðvík. Vitinn á Vatnsnesi. Öll hafnarmannvirkin í Keflavík og Njarðvík með tilheyrandi raf- mangs- og vatnslögnum og skúrum. Lóðir í Keflavík að Víkurbraut 1—11 og í Njarðvík allur Bakkastíg- urinn, austari hluti Brekkustígs og Sjávargatan að sunnanverðu. Einn- ig svæðið á Fitjum sem markast að norðanverðu af Sjávargötu og vest- anverða af Reykjanesbraut og að sunnan af Seylubraut. Allt stórstraumsfjöruborð frá Stakki og að Ytri-Skor á Stapa til- heyrir einnig höfninni. Samstarfssamningur milli bœjarfélaganna Bæjarstjórnir Njarðvíkur og Keflavíkur hafa gert með sér samn- ing um sameiginlegan rekstur hafn- anna. Það verður sjálfstætt fyrir- tæki með sjálfstæðan fjárhag sem mun sjá um reksturinn á þeim. Starfsmenn hafnarinnar sem áður störfuðu hjá ríkinu munu nú starfa hjá hinu nýja fyrirtæki og verða þeir félagar í Starfsmannafélagi Suður- nesjabyggða. I dag vinna sjö manns við höfnina, þ.e. hafnarstjórinn Pét- ur Johannsson hafnsögumennirnir Jóhann Pétursson og Ibsen Angan- týsson (sem jafnframt eru hafnar- verðir í Keflavík), vigtarmennirnir Þórhallur Helgason og Guðmundur Þorvaldsson og hafnarverðirnir Karl Sigurbergsson og Meinart Nils- sen. Hvað á nýja höfnin að heita? í dag eru menn að velta fyrir sér nafni á höfnina, en þegar blaðið fór í prentun, þá lá það ekki fyrir. Verð- ur skýrt frá því síðar. Ný hafnarstjórn hefur tekið til Star/smenn hafnarinnur í Ke/lavfk og Njarðvík. Aftari röð frú vinstri: Mrhallur Helgason, (iudmundur l>orvaldsson, Karl Sigurbergsson og Meinart Nilssen. Sitjundi frú vinstri: .lóhunn IVtursson, l’étur Jóhannsson og Ihsen Angantýsson. FAXI 27

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.