Faxi - 01.01.1990, Qupperneq 31
um hana, og er ekkert athugavert
við það. Einasti leikarinn, sem borið
hefur á góma í þessu blaði, er hirð-
fífl Tíma-Tóta, Valtýr Guðjónsson,
en hann er, svo sem kunnugt er,
engin stjarna."
Þegar þetta var skrifað höfðu
Framsóknarmenn tiltölulega lítið
fylgi í Keflavík. Lengi var Sjálfstæð-
isflokkurinn stærsta pólitíska aflið í
hreppnum. Næst kom svo Alþýðu-
flokkurinn. En með vaxandi byggð
breyttust hlutföllin, svo að við sveit-
arstjórnarkosningar 1966 náðu
Framsóknarmenn hæstu atkvæða-
tölu sem nokkur flokkur hafði feng-
ið fram að því í Keflavík.
Kosið var til sveitarstjórna 27. jan-
úar 1946 og var mikil harka af
beggja hálfu. Gefin voru út tvö tölu-
blöð af Reykjanesinu og notaði
blaðið tækifærið og hnýtti þessari
klausu í Faxa-menn: „Faxi kom út
um jólaleytið og var nú allur blár að
þessu sinni. Áttu margir bágt með
að skilja, hvers vegna gengið var
framhjá rauða litnum, fyrst á annað
borð farið var að skipta um lit. Eftir
forsíðu jólablaðs Faxa að dæma, var
þetta nóvemberblað, — 9. tölublað
1945, — en hefir auðsjáanlega verið
geymt til jólanna. Ekki er ráð nema
í tíma sé tekið. — Desemberblaðið
kemur þá að öllum líkindum ein-
hvern tíma í janúar — fyrir kosning-
ar — og þá að sjálfsögðu með rauðu
letri — í stíl við pólitískan anda rit-
stjóranna."
I seinna blaðinu sem út kom
vegna kosninganna fær Danival
Danívalsson kaupmaður þennan
tón: „Daníval Danívalsson hefur að
undanförnu haldið uppi harðvítug-
um áróðri gegn sjálfstæðismönn-
um. Hefur áróður þessi aðallega átt
sér stað í búðarholu hans, ennfrem-
ur á götum og í skúmaskotum. En
Keflvíkingar Ijá ekki þessum Fram-
sóknarkurfi eyra — þeir eru farnir
að kannast við hann!"
Daníval var mjög áhugasamur
Framsóknarmaður og var oft marg-
menni í verslun hans við Hafnar-
götu þar sem fram fóru pólitískar
umræður. Svipaði þeim saman,
honum og Þórði Einarssyni sem rak
Blönduna, hér í bæ enda samflokks-
menn.
í apríl 1947 var tekinn upp fastur
lesendadálkur í Reykjanesinu fyrir
lesendabréf, sem bar fyrirsögnina:
Geirfuglinn.
Útgáfa Reykjanessins lá niðri
næstu tvö árin eða þar til í maímán-
uði 1949. Hófst útgáfa þá að nýju,
enda kosningar í vændum. Var blað-
ið gefið út af fulltrúaráði Sjálfstæðis-
félaganna í Keflavík. Ritstjóri var
Helgi S. Jónsson, en Prentsmiðja
Hafnarfjarðar vann blaðið. Að þessu
sinni komu út 12 tölublöð fram í maí
1952. Enn sem fyrr birti Reykjanes-
ið ýmsar fregnir og yfirlitsgreinar,
en mest var það skrifað af Helga S„
sem einnig var fréttaritari Morgun-
blaðsins í Keflavík.
í fyrsta tölublaði 1949 er t.d. þessi
frétt á baksíðu:
„ Byggðasafn Keflavíkur lét gera
kvikmynd af óveðrinu mikla sem
var hér þann 29. nóv., sl. Myndin
var tekin við höfnina en þá voru í
höfninni milli 30 og 40 bátar, það
má segja að þá var öll okkar lífsaf-
koma — allur vertíðarflotinn — í
bráðri hættu. Kvikmynd þessa hefur
hafnarstjórinn notað til áróðurs fyr-
ir sínum málum, og sýndi hafnar-
stjóri, Þórhallur Vilhjálmsson,
myndina inni í Alþingi, nú fyrir
skömmu og er það í fyrsta sinn sem
kvikmynd er sýnd á þeim stað til að
kynna málavexti fyrir þingmönn-
um. Fyrir nokkrum dögum var
myndin svo sýnd Fjárhagsráði og
öðrum valdamönnum í þeim til-
gangi að opna augu fyrir þeim lé-
legu skilyrðum, sem fiskifloti okkar
á hér við að búa."
Lá útgáfa Reyknanessins niðri
næstu fimm árin, eða þar til í nóv-
ember 1958. Hófust Sjálfstæðis-
menn þá hand á ný og gáfu út 17
tölublöð fram í desember 1960. Síð-
an hefur útgáfa blaðsins legið niðri
nema fyrir kosningar.
Enn sem fyrr var Helgi S. Jónsson
ritstjóri, en honum til aðstoðar
voru: Jóhann Pétursson klæðskeri,
Sigurður Eyjólfsson bæjargjaldkeri,
og Einar Ólafsson. Seinna hætti Ein-
ar, en í hans stað kom Kristján Guð-
laugsson.
Blaðið flutti töluvert af fréttum úr
bæjarlífinu, ásamt viðtölum og ýms-
um greinum. Er mikill fróðleikur
saman kominn í Reykjanesinu um
málefni Suðurkjálkans, sérstaklega
Keflavíkur. Eru heimildir þessar
ómetanlegar þegar skrifa þarf um
tímabil þau sem blaðið nær yfir.
Tvisvar voru gefin út sérstök há-
tíðarblöð af Reykjanesinu, í tilefni af
lýðveldisstofnun 17. júní 1944, og á
10 ára kaupstaðarafmæli Keflavíkur
1959.
Prentsmiðjan Leiftur hf. í Reykja-
vík prentaði Reykjanesið á árunum
1958-1960.
Þess skal getið að fyrir alþingis-
kosningarnar 1967 gáfu Sjálfstæðis-
menn að venju út nokkur blöð af
Reykjanesinu. Fyrsta tölublaðið var
prentað að öllu leyti í Grágás sf„
sem þá var nýstofnað. Segir í blað-
inu að þetta sé fyrsta blaðið sem
unnið sé að öllu leyti í Keflavík. En
það er ekki rétt, því tæpum átta ár-
um áður hafði fyrsta blaðið verið
prentað í Keflavík. Það var desem-
ber-blað Keflavíkurtíðinda frá árinu
1959, sem prentað var í nýstofnaðri
Prentsmiðju Suðurnesja við mjög
frumstæð skilyrði.
Reykjanesið er nú orðið torgætt í
heilu lagi og sum blöð seldust alveg
upp. Þó eiga nokkrir einstaklingar
innbundna fyrstu árgangana, og lík-
lega meginpart blaðsins. Erfiðast er
vitanlega að ná í kosningablöðin, en
þeim halda fáir saman, sem vonlegt
er.
Njarðvíkingar
Að gefnu tilefni vill bygginganefnd
Njarðvíkur minna á reglur nr. 3.1.1. í
gildandi byggingarreglugerð, er
kveða á um að sækja skuli skriflega
um byggingarleyfi til bygginga-
nefndar fyrir öllum mannvirkjum,
þ.m.t. sólstofum og gróðurhúsum,
er íbúar hyggjast reisa á lóðum sín-
um. Allar nánari upplýsingar veittar
á skrifstofu byggingafulltrúa í Njarð-
vík.
Byggingafulltrúi
Verklýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur
og nágrennis
Verkakvennafélag
Keflavíkur og Njarðvíkur
Skrifstofur félagsins eru að Hafnargötu 80
Síminn er 15777.
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9—17.
Föstudaga kl. 9—3.
FAXI 31