Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 3
Minningarorö um
Einar Stefánsson
flutt á fundi hjá
Lionessuklúbbi Keflavíkur 13. febrúar 1990
Ágætu Lionessur!
Eins og ykkur er kunnugt lést hér
i Keflavík hinn 31. janúar sl., sá mað-
ur sem við með sanni getum kallað
Guðföður klúbbsins okkar — Einar
Stefánsson.
Ég vil leyfa mér að minnast hans
hér örfáum orðum.
Einar Stefánsson var fæddur í
Keflavík 13. júlí 1920 og var því tæp-
lega 70 ára er hann lést. Hann var
sonur Stefáns Björnssonar og Sig-
ríðar Jónínu Einarsdóttur og ólst
upp hjá þeim í Reykjavík fyrstu árin,
þar sem faðir hans stundaði þá
verslunarstörf. Árið 1931 flyst fjöl-
skyldan til Keflavíkur þar sem faðir
hans fór fljótlega að starfa við Spari-
sjóðinn og varð síðar sparisjóðs-
stjóri.
Á yngri árum stundaði Einar ýmis
störf, svo sem trésmíðar, múrverk
og flest önnur störf sem tengjast
húsbyggingum, þar sem allt lét í
höndum hans. Hann lauk síðan
prófi frá Verslunarskóla íslands
1938 og sneri sér að verslunarstörf-
um og starfaði m.a. um skeið í Þor-
steinsbúð, sem var þar sem nú er
Raftækjaverslunin Rafbær. Áhugi
hans beindist síðar að öðrum svið-
um og árið 1949 hóf hann nám í út-
varpsvirkjun í Reykjavík, þar sem
hann starfaði við iðn sína til ársins
1954, er hann flutti aftur til Keflavík-
ur. Ári síðar stofnaði hann fyrirtæki
sitt Radiovinnustofuna, sem hann
starfrækti til dauðadags.
Hinn 22. maí 1954 kvæntist Einar
eftirlifandi konu sinni Kristjönu
Jakobsdóttur. Þeim varð tveggja
barna auðið og Einar gekk einnig
dóttur Kristjönu í föðurstað.
Einar var mikill félagsmálamaður.
Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir
fagfélag sitt, Útvarpsvirkjafélagið —
síðar Meistarafélag rafeindavirkja,
var t.d. formaður um skeið, var virk-
ur félagi í Stangveiðifélagi Keflavík-
ur, þar sem hann gegndi for-
mennsku um tíma. Hæst bera þó
starf hans fyrir Lionshreyfinguna,
þar sem hann starfaði í áratugi.
Hann kom þangað inn af krafti og
áhuga og gegndi ýmsum störfum
innan Lionsklúbbs Keflavíkur m.a.
formennsku. Hann var einn af
fyrstu svæðisstjórunum og vann þar
gott brautryðjendastarf.
Einar hafði mikla trú á að konur
ættu erindi inn í Lionshreyfinguna.
Hann var raunsær og gerði sér grein
fyrir því að þar lægi vaxtabroddur
hreyfingarinnar. Hann átti sjálfur fé-
lagslynda konu og vissi að konur
hafa sömu þörf og karlmenn fyrir að
vinna að ákveðnum málefnum og
er hægt að virkja þær til góðra
hluta. Þegar svo Lionessuklúbbar
komu til sögunnar sá hann mögu-
leika á að koma þessu áhugamáli
sínu í framkvæmd. Hann var sá
fyrsti sem hreyfði málinu hér um
slóðir — við dræmar undirtektir
Lionsmanna lengi vel, enda Lions-
hreyfingin búin að vera eitt þessara
viðurkenndu karlavelda í marga
áratugi. En Einar var fylgifm sér og
gafst ekki upp. Honum tókst að tala
karlana inn á hlutleysi í málinu og
hefst í framhaldi af því handa við að
ræða við konur Lionsmanna um
stofnun Lionessuklúbbs. Allt frum-
kvæði þar um kom frá honum. Hinn
28. maí 1982 verður síðan þessi hug-
sjón hans að veruleika, með stofnun
Lionessuklúbbs Keflavíkur. Hann
sat fyrstu fundi klúbbsins — hinni
nýbökuðu stjórn til trausts og halds.
Hann var alltaf reiðubúinn til að
leiðbeina — fann svör við öllum
spurningum sem upp komu — ef
hann hafði svörin ekki á reiðum
höndum, þá bara las hann sér til.
Einar var að ósk Lionessuklúbbs
Keflavíkur skipaður tengiliður milli
klúbbsins og föðurklúbbsins og
gegndi því hlutverki til dauðadags.
Hann varð síðan fyrsti Lionessu-
fulltrúi í umdæmi 109 A og gegndi
því embætti í tvö ár, þrátt fyrir að
embætti á vegum Lions séu vana-
lega til eins árs.
Á þeim tíma fór hann í fjölda
karlaklúbba, á svæðisfundi og sam-
fundi og talaði fyrir stofnun Lion-
essuklúbba.
Þrátt fyrir mjög misjafnar og oft
vægast sagt dræmar undirtektir
karlanna átti hann þátt í að leggja
grunn að stofnun — ekki aðeins
okkar klúbbs — heldur einnig Lion-
essuklúbbi Reykjavíkur, Lionessu-
klúbbnum Eir í Reykjavík, Ýr í Kópa-
vogi, Kaldá í Hafnarfirði og Eik í
Garðabæ.
Hann sleppti í raun aldrei hend-
inni af okkar klúbbi — var tengiliður
við föðurklúbbinn öll árin eins og
komið hefur fram, studdi okkur
ætíð með ráðum og dáð og sem fag-
maður var hann ætíð boðinn og bú-
inn að gera við spólur frá Blindra-
bókasafninu sem aflaga fóru í hönd-
um gamla fólksins — allt án endur-
gjalds, nema þess þakklætis sem við
berum í brjósti til hans. Eitt af síð-
ustu verkum hans í okkar þágu var
að tala máli Lionessa á samfundi
fyrir skömmu.
Nú er þessi hægláti, trausti hug-
sjónamaður genginn til feðra sinna.
Við Lionessur sem eigum honum
svo margt gott upp að unna, kveðj-
um hann með þökk og virðingu og
vottum Kristjönu og börnum þeirra
og öðrum ættingjum okkar dýpstu
samúð.
Þórdís Þormóðsdóttir.
^■■■esendum Faxa til fróöleiks
birtum viö hér töflu er lýsir þeirri
þróun sem átt hefur sér stað á
Fiskmarkaði Suöurnesja síðustu
tvö árin. í heild hefur meöalverö á
markaöinum farið ört hækkandi
og því áttu menn auðvitað von á.
Það er annað sem kemur á óvart.
Ýmsar fisktegundir sem áður voru
ekki hátt skrifaðar eru nú seldar
fyrir ágætis verð. Má þar nefna
steinbít, keilu, löngu og karfa.
Fiskmarkaðurinn hefur nú enn
fært út kvíarnar og hefur opnað
útibú í Sandgerði. Er það mál
margra, að það þyrfti að koma upp
fiskmörkuðum út um allt landið,
m.a. til þess að fiskverkendur og
útflytjendur gætu átt kost á að
bjóða í þann fisk sem að landi
kemur. Við látum framtíðina um
að skera úr því, hvernig þessi mál
þróast, en hér kemur taflan:
VERÐÞRÓUN Á FISKMARKAÐI SUÐURNESJA
FRÁ JANÚAR ’88—90
Jan.’88 Jan.’89 Breyting '88—89 Jan.’90 Breyting Breyting '89—90 '88—90
Þorskur 42.92 53.67 25.05% 75.29 40.28% 60.31%
Ýsa 44.10 86.48 96.10% 99.14 14.64% 63.64%
Ufsi 21.94 26.36 20.15% 38.49 46.02% 62.78%
Karfi 19.85 28.09 41.51% 40.43 43.93% 73.26%
Keila 12.60 16.84 33.65% 24.73 46.85% 72.03%
Langa 30.17 25.32 -16.08% 52.401 06.95% 87.80%
Steinbítur 17.70 23.89 34.97% 61.88 159.02% 184.93%
Skarkoli 30.65 57.03 86.07% 64.34 12.82% 59.07%
Lúða 89.60 258.22 188.19% 374.91 45.19% 110.49%
Undirmálsfiskur 18.56 26.24 41.38% 51.54 96.42% 125.69%
Meðaltal 32.81 60.21 50.10% 88.32 61.21% 90.00%
FAXI 35