Faxi - 01.02.1990, Side 5
A
. árinu 1989 voru fluttar út
með flugi frá Keflavíkurflugvelli um
7700 tonn af vörum. Árið 1980 var
þetta 1457 tonn, þannig að sjá má,
að um mikla aukningu hefur verið
að ræða. Samkvæmt upplýsingum
sem Faxi fékk hjá Kristni Eyjólfssyni
hjá flugfrakt Flugleiða, þá má alveg
reikna með þvi, að um 80% af þessu
magni sé ferskur fiskur, þar með tal-
inn lax. Þar sem hér er í raun um
geysilegt magn að ræða sem mikið
á upptök sín héðan af Suðurnesjum,
þá þótti Faxa ástæða til að kanna
þessi mál nánar.
Á árunum eftir 1970 vaknaði
áhugi manna á íslandi fyrir útflutn-
Logi Þormóðsson sýnir, hvernig af-
hreystrunarvélin virkar.
fljótt brunaeftirlitsmaður, en ég og
Bjargey kona mín, við héldum
áfram og erum enn að, reyndar dró
Eiríkur sig út úr Tros árið 1984."
— Hvaða fisk var verið að
senda út á þessum tíma og
hvernig hefur hann þróast.
Hvernig fáið þið fiskinn?
„í upphafi var þetta að mestu leyti
skötubörð. Einnig heil eða hausuð
ýsa, þorskur og karfi. Þetta þróaðist'
síðan smátt og smátt eftir því sem
markaðurinn kallaði á og við fórum
ingi á fiski með flugi. Á Suðurnesj-
um sáu menn ekki síst möguleikana
á þessu sviði, því hér var flugvöllur-
inn við bæjardyrnar og stutt á fiski-
mið. Gerðar voru ýmsar tilraunir,
m.a. reyndu menn að koma á lagg-
irnar flugfélagi í því augnamiði að
annast fiskflutninga. Ymsa aðila
mætti nefna sem gerðu góða hluti,
t.d. Pál Axelsson í Keflavík, Ásgeir
hf. í Garði o.fl. Flestar þessar tilraun-
ir skiluðu þó ekki þeim árangri er
menn vonuðust eftir og einn af öðr-
um gáfust menn upp, en þó ekki all-
ir.
Meðal þeirra sem eftir stóðu var
Eiríkur Hjartarson. Honum tókst að
skapa sér grundvöll til að starfa á.
Árið 1977 flutti fyrirtæki hans út
umtalsvert magn af fiski með flugi á
markaði í Englandi. Það ár gengur
hann til samstarfs við viðmælanda
okkar, Loga Þormóðsson, sem hefur
síðan þá fengist við að verka ferskan
fisk til útflutnings með flugi. Er það
ekki ofmælt, að Logi er einn af
frumkvöðlum þessarar greinar fisk-
verkunar á íslandi.
Faxi fékk Loga til viðtals um þessi
mál einn sunnudagsmorgun, þegar
vindurinn gnauðaði við gluggana
og fannhvítt snæfokið byrgði mönn-
um sýn. í viðtalinu kom aftur á móti
í Ijós, að það var ekkert sem byrgði
Loga sýn á möguleikum lslendinga
í útflutningi og sölu á ferskum fiski.
Byrjuðum við
Vesturgötuna
— Þegar Eiríkur Hjartarson
leitaði eftir samstarfi við þig
þarna um árið, hvað hafði hann
þá í huga?
„Eiríkur hafði fram að þessu sjálf-
ur staðið í því að kaupa fisk hjá hin-
um og þessum og hann sá að það
gat ekki gengið til lengdar. Hann
vildi því stofna fyrirtæki sem myndi
vinna fiskinn á þann hátt sem við
átti vegna markaðarins hverju sinni.
Það varð því úr, að ég og Jóhannes
Sigurðsson gengum til liðs við Eirík.
Hann rak þá fyrirtækið ístros og við
stofnuðum nýtt fyrirtæki sem við
kölluðum Tros. Við fengum hús-
næði á leigu hjá Sigurði Magnússyni
á Nýjalandi, en hann átti fiskverk-
unarhús við Vesturgötuna í Kefla-
vík. Við ætluðum í fyrstu að vinna
að þessu með öðrum störfum, en
það gekk ekki. Jóhannes gerðist
Sólrún Hinriksdóttir að störfum við pökkunina á glænýjum fiskinum.
FAXI 37