Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1990, Side 6

Faxi - 01.02.1990, Side 6
uð á óvart, að aðkoman var alls ekki eins og í hinu hefðbundna frysti- húsi. Þar sáust varla neinar vélar í vinnslusalnum sem er bjartur og hreinlegur. í geymsluhúsi voru nokkur kör, þar sem fiskur var geymdur í ís. Við spurðum Loga um þann aðbúnað sem fyrir hendi þyrfti að vera við vinnsluna. „Það er kannski megineinkenni á þessari vinnslu, að meiri áhersla er lögð á gæði en magn. Hér er ekki verið að tala um að safna birgðum, við reynum að svara þeim markaði sem fyrir hendi er hverju sinni. Hér gildir að halda kælingu á fiskinum, þann tíma sem hann er í okkar höndum — einnig er allt hreinlæti bráðnauðsynlegt. Sé þessa alls gætt, þá getur liðið ansi langur tími sem þessi fiskur helst góður eftir að hann er kominn í hendurnar á kaup- endum erlendis." fljótlega að senda fiskinn út flakað- ann. Við fórum um öll Suðurnesin með bíl og kerru og söfnuðum sam- an þeim fiski sem við gátum fengið hjá bátum og öðrum fiskverkend- um. Síðar meir tókum við báta á leigu, keyptum fisk af bátum sem lögðu upp hjá okkur, vorum sjálf í útgerð og nú í seinni tíð höfum við einnig keypt á fiskmörkuðum. Við höfum nú hið allra síðasta verið að gera tilraunir með að vinna lax og ég hef trú á því að það dæmi gangi upp." — Hvenær fluttuð þið svo starfsemina til Sandgerðis? „Það var árið 1980 að við keypt- um húsnæði í Sandgerði. Þar byggð- um við síðan við árið 1988." — Hvað er svona hagkvæmt við að flytja fiskinn út með flugi? „Ég skal nefna tvennt til að út- skýra það. í fyrsta lagi erum við með úrvals fisk og í öðru lagi skiiar flugið honum á áfangastað á örfáum tím- um. Árangurinn var sá, að við vor- um að fá þetta 30% hærra verð en aðrir á markaðinum í Billingsgate London. Það munar um minna." — Hefur þessi markaður hald- ið sér? „Nei. Þessi markaður datt alveg niður með gámaflutningnum. Lög- málið um framboð og eftirspurn gildir þar sem annars staðar. Þegar svona mikið magn kemur stöðugt inn á markaðinn, þá hlýtur verðið að fara niður. Við höfum því síðustu árin svo til eingöngu selt til Banda- ríkjanna. Annars langar mig til að fá að koma inn á þessi gámamál að- eins betur." Ný viðhorf— minni fjárfesting Áður en við hleypum Loga af stað í vangaveltur um gámaútflutning og fiskmarkaði, þá langar okkur til að kynnast aðeins þeirri aðstöðu sem þarf að vera fyrir hendi við þessa tegund fiskverkunar. Þegar við heimsóttum Tros, þá kom það nokk- Glatt á hjalla á kaffistofunni. ÞaA er sunnudagsmorgun og fólk vill gjarnan vita, hvað hafi gerst í gær. Kaffipásan er nauðsynleg til aA viAhalda þrekinu og starfsandanum. Bjargey Einarsdóttir og Hulda Jóhannsdóttir viA skurAarborAiA. Sem fyrr er nauAsy nlegt aA snyrta fiskinn — ■ hugum - kaupenda matvara skiptir útlitiA óvalit miklu máli. — Hvað erum við að tala um langan tíma? „Við skulum taka mið af fiski sem við tókum á móti frá bátum í dag. Við vinnum hann og pökkum og hann fer með flugi á morgun. Hann er kominn í hendur kaupenda t.d. í Boston innan við sólarhring frá því honum var landað. Þar fer hann annað hvort á markað, eða þá til veitingahúsa. Þessi fiskur getur ver- ið góður í allt að tíu til tólf daga, eins og áður sagði." Miklir möguleikar íframtíðinni Við spyrjum nú Loga nánar út í framtíðina og þá möguleika sem hann telur að ferskfiskverkun eigi fyrir sér. „Ég held að hún geti í farmtíðinni staðið jafnfætis hinum hefðbundnu vinnslugreinum, þ.e. söltun og fryst- ingu. Þó held ég, að það fari saman vöxturinn í þessari grein og tilkoma fiskmarkaða út um allt land. Ef fisk- markaðir kæmu upp um allt land og megnið af aflanum yrði selt þar, þá gæfist öllum verkendum kostur á að bjóða í þennan fisk. Þessu fylgir í raun það, að það skilji í miklu ríkari mæli á milli útgerðar og verkunar. í dag eru það of mikið sömu aðilarnir sem reka bæði útgerð og verkun með þeim afleiðingum að allt of lítið af fiskinum kemur á frjálsan mark- að. Tökum sem dæmi þennan fisk sem er sendur óunninn í gámum á markaði erlendis. Hér heima fær enginn kost á að bjóða í þennan fisk.“ — Hvers vegna telur þú svona mikla möguleika í þessari grein? „Það er margt sem liggur þar að baki. Fyrst og fremst eru það fram- farirnar í flutningum sem ræður úr- slitum. í þessari grein getum við beitt tækninni okkur í hag. Þá þarf fjárfesting ekki að vera mjög mikil í þessari grein, því m.a. geymslu- kostnaður er í lágmarki. Aðalatriðið er þó það, að við erum hér á íslandi með mjög gott hráefni og fólk sem á annað borð vill fisk kann að meta það. Við þurfum bara rnikið fleiri til að vinna að þessum málum, því til þess að festa okkur á mörkuðum, þá þurfum við stöðugt að vera þar með fisk. Kaupendurnir verða stöðugt að vita af okkur, þá verður salan jöfn og góð og við þolum betur þá sveifl- ur sem óhjákvæmilega eiga sér stað." — Þú sagðir það áðan, að tæknin ætti mikinn þátt í þess- um málum, samt er öll vinna unnin í höndum hjá ykkur? „Já, satt segir þú. Þegar að flökun- inni kemur, þá fer mannshöndin enn í dag betur með hráefnið. Okk- ur vantar í raun fleira fólk með kunnáttu í flökun. Reyndar eigum við allt of litla arfleifð í vandaðri meðferð á fiski. Sá fiskur sem við fá- um af línubátunum og færabátum er besti fiskur sem völ er á, og með vandaðri meðferð á honum, þá er það besta söluvara sem völ er á. Ég hef trú á, að það eigi eftir að fjölga fólki í þessari grein." Við höfum nú fræðst allvel af Loga um þessi mál en að lokum leik- ur okkur forvitni á að vita, hvernig afkoman hefur verið á fyrirtækinu hjá þeim hjónunum. Það er góðs viti um framtíðarmöguleika ferskfisk- verkunar, að öll þessi þrettán ár hef- ur fyrirtækið skilað nokkrum hagn- aði. Við þökkum Loga fyrir spjallið og óskum honum áframhaldandi góðs gengis. 38 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.