Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 7
SKÓLAR A SUÐURNiSJUM í fundargerð skólanefndar Vatns- leysustrandarhrepps þann 28. sept- ember 1924 er fyrst ýjað að endur- nýjun skólahalds í Vatnsleysuskól- anum. A þeim fundi var tekin fyrir beiðni frá innanheiðarmönnum þar sem þeir fóru fram á að fá kennslu fyrir innan heiði um einhvern tíma á vetrinum. Engin ákvörðun var þó tekin á þessum fundi hvað viðvék þessu máli og virðist málið hafa dagað uppi það ár. A fundi höldnum 13. september 1925 samþykkti skólanefndin að starfrækja skyldi skóla í Vatnsleysu- skólanum veturinn 1925—’26. Sam- þykkt var að kennslufyrirkomulag- ið skyldi vera þannig að kennari í Suðurkotsskólanum Viktoría Guð- mundsdóttir, skyldi kenna í báðum skólunum á víxl samkvæmt gild- VATNSLEYSUSKOLINN andi fræðslulögum. Á sama fundi samþykkti skólanefndin að fela skólanefndarformanni að sjá um að framkvæmdar yrðu nauðsynlegar umbætur á skólahúsinu á Vatns- leysu. í skólasetningarræðu sinni þann 1. október, lýsti skólastjórinn hvern- ig hann hugsaði sér fyrirkomulag kennslunnar. Kennt skyldi 2 mánuði á Vatnsleysu en 4 mánuði í Suður- koti. Viku síðar, eða 8. október, virðist sem Viktoría hafi verið komin á þá skoðun að slíkt fyrirkomulag á kennslunni væri óheppilegt. í bréfi sínu til skólanefndar þann dag segir hún meðal annars: Þennan vetur (1925—’26) var þó kennt með áður- greindum hætti, þ.e. tvo mánuði (desember og frá miðjum febr. til miðs mars) í Vatnsleysuskólanum, en fjóra mánuði í Suðurkotsskólan- um. Nemendur í Vatnsleysuskólan- um voru 8 þennan vetur en 21 í Suð- urkoti. Þetta fyrirkomulag, hefur trúlega ekki reynst sem skyldi, því að þann 19. september 1926 ákvað skóla- nefndin að ráða kennara til 4ra mánaða farskólakennslu í Vatns- leysuskólanum. Kristmann Runólfs- son var ráðinn sem kennari. Veturinn eftir var kennslutímabil- ið lengt í sex mánuði. Skólahald í Vatnsleysuskólanum var óbreytt næstu ár. Kennarar voru þeir Skúli Guðmundsson, Guð- mundur Magnússon, Magnús í. Stephensen og Elín Guðnadóttir. Haustið 1934 var ákveðið að stytta kennslutímann í Vatnsleysu- skólanum niður í 16 vikur. Jafn- framt var Ingibjörg Erlendsdóttir á Kálfatjörn ráðin kennari skólans það haust. Haustið 1936 tók Stefán Hallsson við kennarastarfinu í skólanum, en hann hafði verið settur kennari við Suðurkotsskólann tvo vetur á und- an. Þá breytingu átti að gera á skóla- haldi í Vatnsleysuskólanum 1938, að börnum innanheiðarmanna, sem yngri voru en 12 ára, átti að kenna í tvo mánuði í skólanum þar, en hin- um eldri var gert að skyldu að sækja Suðurkotsskólann. Börnin ,og/eða foreldrar þeirra, vildu ekki una þess- ari ákvörðun skólanefndar og hund- suðu hana og varð það úr að Stefán Hallsson kenndi þeim eldri með yngri börnunum í tvo mánuði. Auk FAXI 39

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.