Faxi - 01.02.1990, Side 11
Skólastjóri og kennarar við Stóru-Vogaskóla veturinn 1989—1990. Á mynd-
ina vantar Guðmund Sigurvaldason og Frank Herlufsen. Á myndinni eru
standandi frá vinstri: Guðmar Þór Hauksson, Unnur Inga Karlsdóttir, Guð-
mundur Þórðarson, Anna M. Ólafsdóttir og Helga S. Árnadóttir. Sitjandi eru
þeir Jón Ingi Baldursson yfirkennari, Bergsveinn Auðunsson skólastjóri og
Halldór lngvason.
að búið sé að steypa grunn heiman-
gönguskólans í Vatnsleysustrandar-
skólahverfi og sagt að frekari fram-
kvæmdir verði látnar bíða næsta
vors. Síðan segir í bréfi til sama aðila
13. sept. 1944:
„Brunnastaðaskólabyggingin á
Vatnsleysuströnd er nú það langt
komin að húsið er fullsteypt og
komið undir þak, utanhússléttun
að mestu lokið og sléttun innan-
húss að allverulegu leyti. Verið
er að afla hitunartækja í húsið,
sem vonir eru til að fáist fljót-
lega."
I þessu húsi voru þrjár kennslu-
stofur, ein til afnota fyrir kennara,
hitaklefi, geymsla og geymsluloft.
Sökum þess hve fjárhagur hreppsins
var knappur og húsið frekar lítið og
engin íburður í því. Engir styrkir
munu hafa fengist til byggingarinn-
ar og lán lítil og til stutts tíma. Um-
sjónarmaður byggingarinnar var
Jón G. Benediktsson þáverandi odd-
viti hreppsins.
Eins og áður segir var fjárhagur
hreppsins bágur og það hefur ef til
vill valdið því að húsið var ekki
nægilega vel byggt, en það þurfti að
gera verulegar lagfæringar á því að-
eins tíu árum eftir að það var tekið
í notkun. Þá segir m.a. í bréfi til
hreppsnefndarinnar frá skólanefnd-
inni (bréfið er dagsett 1. maí 1954):
Á fundi skólanefndar var sam-
þykkt tilmæli til hreppsnefndarinn-
ar um að hún léti þá þegar það vor
fara fram gagngerðar endurbætur á
skólahúsinu, vegna þess að það
væri hriplekt. Einangra þyrfti út-
veggi suður- og austurhliðar húss-
ins, dúka þyrfti gólfin eða setja ann-
að það efni á þau sem hentugt þætti,
breyta þyrfti snyrtiklefum hússins
svo og að gera við baðklefa þess.
Hljóðeinangra þyrfti loftið, glugga
að þétta og mála þyrfþ og fleira.
Þrátt fyrir að húsið hafi varla hald-
ið vindi og regni og þurft hafi að
gera á því endurbætur svo fljótt sem
raun varð á, þá er ljóst að skólahús-
ið var bylting á skólamálum á Vatns-
leysuströndinni og það hlýtur að
hafa verið áhugafólki um velferð og
menntun ungmenna hreppsins
hvatning.
Akstur skólabarna
Eins og fyrr segir ákvað skóla-
nefnd Brunnastaðaskóla á fundi sín-
um 6. desember 1942 að leita fyrir
sér um leigu á bíl til að flytja daglega
þau börn, sem sækja áttu Vatns-
leysuskólann, í skólann að Brunna-
stöðum. Jafnframt var ákveðið að
hefja undirbúning að daglegum bíl-
flutningi skólabarna til og frá skól-
anum á Brunnastöðum næsta skóla-
ár.
Haustið eftir, eða 25. september
1943, var mál þetta ítrekað og for-
manni skólanefndar, í samráði við
oddvita hreppsins, falið að koma
þessu máli í framkvæmd. Þá þegar
hafði Stefán kennari Hallsson búið
sig undir að taka að sér keyrslu á
slíkum bíl.
Útslagið gerði ef til vill síðan það,
að haustið 1943 féllust skólanefndir
barnaskólanna á Vatnsleysuströnd
og Ölfusskólahéraði á það, fyrir
milligöngu Bjarna M. Jónssonar, að
gera tilraun til að flytja börn úr hlut-
aðeigandi skólahverfum í og úr
skólanum í sérstökum skólabilum
sem hreppirnir keyptu.
Ekki er hægt að sjá annað en að af
þessum skólaakstri hafi orðið þau
haust, því á fundi skólanefndar
fimmtudaginn 8. nóv. 1945 þakkar
námstjóri héraðsins, Bjarni M. Jóns-
son, framkvæmdir í skólamálum er
snertu húsbygginguna og skólabíl-
inn.
Á þeim fundi kom það einnig fram
að skólabíll hefði ekki verið rekinn
það haust, því gamli bíllinn hefði
verið seldur þá um sumarið í von
um að hægt yrði að kaupa setuliðs-
bíl. Þegar það mál var athugað, kom
í ljós að skólanefndin gat ekki fellt
sig við neinn af þeim bílum sem í
boði voru, og var því frá þeim kaup-
um horfið. Hún ákvað þá í samráði
við oddvita, að oddviti og formaður
skólanefndar gengju frá þessu máli
með kaupum á einhveri annarri bif-
reið, enda kvaðst oddviti hafa auga-
stað á bíl sem skólinn gæti fengið
keyptan. Ennfremur kom það fram
á fundinum, þegar rætt var um
styrkveitingar til rekstrar og stofn-
kostnaðar vegna skólabílsins, að
hreppurinn hefði aðeins fengið eitt
þúsund króna rekstrarstyrk fyrir ár-
ið 1943 og væntanlegur væri ein-
hver styrkur fyrir síðastliðið ár
(1944). Enginn styrkur hefði hins
vegar verið greiddur vegna stofn-
kostnaðar. Ákveðið var að sækja
um styrk, vegna skólabílsins, til
fræðslumálastjórnar á þeim grund-
velli að horfið hafi verið frá því að
byggja heimavistarskóla, en í hans
stað byggður heimangönguskóli
sem hefði bifreið til afnota. Hrepp-
FAXI 43