Faxi - 01.02.1990, Side 13
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
7. Málarameistari var Ólafur Már
Ólafsson.
8. Innréttingar voru smíðaðar í tré-
smiðju Þorvaldar Ólafssonar.
Minning
Hér á eftir fara minningar um tvo
látna „skólamenn". Þeir áttu það
sameiginlegt að hafa starfað að
skólamálum í Vatnsleysustrandar-
hreppi í yfir þrjátíu ár og höfðu þeir
mikil áhrif á gang skólamála í
hreppnum. Þetta eru þau Viktoría
Guðmundsdóttir skólastjóri, en hún
starfaði við skólann í þrjátíu og eitt
ár, og Árni Klemens Hallgrímsson
skólanefndarformaður í þrjátíu og
tvö ár.
Viktoría
Gudmundsdóttir
Haustið 1921 var Viktoría Guð-
mundsdóttir ráðin sem kennari að
Brunnastöðum. Viktoría var fædd 3.
júlí 1885 í Þjórsárholti í Gnúpverja-
hreppi í Árnessýslu. Kennaraprófi
lauk hún frá Flensborgarskóla árið
1904. Hún lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands árið 1919. Vet-
urinn 1920—1921 dvaldist hún í Sví-
þjóð og kynnti sér kennslu í kenn-
araskólum (æfingaskólum) og
barnaskólum. Viktoría hafði áður
en hún réðist til starfa á Brunnstöð-
um kennt í Biskupstungum, Laugar-
dal og Grímsnesi. Hún andaðist 17.
febr. 1970.
Viktoría átti ekki upp á pallborðið
hjá skólanefnd Vatnsleysuhverfis í
upphafi. Hún var ráðin til að kenna
við skólann gegn vilja nefndarinnar
og sú ráðning átti eftir að valda
miklum deilum. Skólanefndin hót-
aði að segja af sér störfum, forsætis-
ráðherra reyndi að fá hana ofan af
þeirri ákvörðun, en allt kom fyrir
ekki. Ný skólanefnd tók til starfa og
verður ekki annað séð en að hún
hafi verið mjög ánægð með störf
Viktoríu. Viktoría var síðan starf-
andi við skólann í þrjátiu og eitt ár
og hafði mikil áhrif á mótun skóla
og æsku þessa byggðarlags.
Því ákváðum við að láta hér til
gamans fylgja brot úr minningar-
grein um hana eftir Ingibjörgu Er-
lendsdóttur frá Kálfatjörn, en hún
var nemandi Viktoríu og síðar sam-
kennari við skólann.
„Haustið 1921 kom hingað í
hreppinn ung kona og gerðist
kennari við barnaskólann. Þessi
kona var Viktoría Guðmunds-
dóttir. Um langt árabil var hún
eini kennarinn og jafnframt
skólastjóri hér og hafði veg og
vanda af uppfræðslu allra ung-
Eiríkur Smith listmálari gerði þetta
málverk af Viktoríu.
menna í hreppnum á þeim ár-
um.
Eg var barn að aldri er Viktor-
ía hóf hér störf, en samt man ég
hana vel frá þessum tíma. Þar
sem faðir minn var þá oddviti
hreppsins átti hún oft við hann
erindi og á heimili foreldra
minna (á Kálfatjörn) var hún
jafnan aufúsugestur. ...Viktoría
var hafsjór af fróðleik og frásögn
hennar af mönnum og málefn-
um var lifandi og litrík, krydduð
kímni og gamansemi, hvort
heldur var um að ræða atburði
líðandi stundar eða löngu liðna
tíð. Hún sagði svo skemmtilega
frá, að börn jafnt sem fullorðnir
hrifust með. Ég fann að foreldrar
mínir mátu Viktoríu mikils og af
umræðum þeirra heyrði ég að
þau töldu það mikið lán að hafa
fengið slíkan kennara í hrepp-
inn. Enda reyndist það svo að
Viktoría var kennari af Guðs
náð, hollur uppalandi og frábær
kennari. ...Er óhætt að fullyrða
að Viktoría var meðal vitrustu
og gagnmenntuðustu kennara á
þessum tíma, skarpgáfuö var
hún, minnug og margfróð og vel
máli farin, auk margra fleiri
kosta er gera kennara að góðum
kennara. Hún var sönghneigð
og lagviss, kunni ógrynni ljóða
sem hún kryddaði oft mál sitt
með. Hún var trúuð, reglusöm
og bindindissinnuð. Hún vakti
athygli nemenda sinna á öllu er
til mannbóta horfði og brýndi
fyrir þeim drengskap og heiðar-
leika. Minnist ég þess að hún
kvað það hin fegurstu ummæli
er hlotnast gæti, er sagt var um
einhvern að „hann var drengur
góður".
Ein var sú grein sem Viktoría
unni mest og var henni nánast
heilagt mál, en það var móður-
málið og meðferð þess. Sjálf tal-
aði hún og ritaði fagurt og vand-
að mál. Hún lagði ríka áherslu á
það í kennslu sinni að nemendur
töluðu skýrt og rétt. í rituðu máli
bæri að vera stuttorður og gagn-
orður, forðast málalengingar og
endurtekningar. Hafði hún á
hraðbergi heila kafla úr fornbók-
menntum máli sínu til skýringar,
þar sem mikil saga var sögð í
stuttu máli. Auk móðurmálsins
voru íslandssaga og landafræði
kjörgreinar Viktoríu og mörgum
minnisstæðar frásagnir hennar í
þeim greinum. ...Allir dagar
byrjuðu með söng. Stóðu nem-
endur í hóp fyrir framan kenn-
arapúltið meðan sungið var. Síð-
an spenntu allir greipar, lutu
höfðu og lásu „faðir vor“. Er
kennslu lauk var aftur safnast
saman við púltið, sungið vers
eða vísa og lesin blessunarorðin
áður en haldið var heim. Allir
kvöddu með handarbandi og
þökkuðu fyrir daginn."
Arni Klemens
Hallgrímsson
Árni Klemens Hallgrímsson var
fæddur að Minni Vogum í Vogum,
Vatnsleysustrandarhreppi hinn 17.
október 1893. Foreldrar hans voru
Hallgrímur Árnason, smiður í
Stapakoti Njarðvíkum, og kona
hans Guðrún Egilsdóttir. Árni Kle-
mens var af merkum ættum kom-
inn, djörfum, sterkum og gáfuðum
og átti Árni í sér andlegt og líkam-
legt magn dugnaðar, drengskapar
og andlegrar æsku. Menntun sína
hlaut Árni í Flensborgarskóla og
lauk hann þaðan gagnfræðaprófi.
Eins og fyrr segir var Árni skóla-
nefndarformaður í þrjátíu og tvö ár
og hlýtur því að hafa haft mikil áhrif
á það hvernig skólamál þróuðust í
byggðarlaginu. Allir þeir sem hann
muna eru á einu máli um að hann
hafi lagt metnað sinn í að skólamál
gengju vel fyrir sig á meðan hann
gegndi embætti skólanefndarfor-
manns.
Til gamans má geta þess að það
var ekki einungis skólamál sem
Árni hafði áhuga á í sinni heima-
byggð, því hann gegndi mörgum-
MUNIÐ
ORKII-
REIKNINGANA
Eindagi orkureikninga er
15. hvers mánadar.
Látid orkureikninginn
hafa forgang
Hitaveita
Suðurnesja
FAXI 45