Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 20
Faxi hefur frá upphafi birt frásagnir af starfi leikfélaga og leikhópa. Leikdómarnir eru
orðnir æði margir. Skúli Magnússon hefur tekið saman eftirfarandi pistil um leikritið
Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner.
Kardemommubærinn
eftír Thorbjörn Egner
„Við læðumst hægt
um laut og gil
og leyndar þræðum götur,
á hærusekki heldur einn
en hinir bera fötur.
Að ræna er best
um blakka nótt,
i bænum sofa allir rótt.
Þó tökum við aldrei of eða van,
hvorki Kasper og Jesper
né Jónatan.“
Þetta erindi varð landsfleygt hér á
landi strax í upphafi árs 1960. Eftir
örfáar vikur þekkti hvert manns-
barn leikinn, sem erindið er sungið
í. Það er úr Ræningjavísum í leikrit-
inu Kardemommubærinn, sem
Þjóðleikhúsið frumsýndi 21. janúar
sama ár. Varð aðsókn að leiknum
svo mikil strax í upphafi, að hún sló
öll fyrri met hjá leikhúsinu. Sóttu
sýningarnar börn jafnt sem full-
orðnir. En það er eitt meginein-
kennið á góðu barnaleikriti, að það
höfðar jafnt til allra aldurshópa,
hvenær og hvar sem er. Óháð stað
og tíma. Verkið er eitt og sérstætt í
senn, frumlegt og ævintýralegt að
máli og stíl. En boðskapur þess þó
tákn hins mannlega anda sem kom
fram eftir stríðið, að hægt sé að
bæta mennina og veröldina.
Ári eftir frumsýningu í Þjóðleik-
húsinu kom Kardemommubærinn
út í bókarformi á íslensku. Var bókin
öll skreytt litmyndum eftir höfund-
inn, Thorbjörn Egner. Var sú útgáfa
trúlega nokkur nýjung í útgáfu
barnabóka á íslandi. Enda litprent-
uð í bak og fyrir. Hulda Valtýsdóttir
þýddi meginmál bókarinnar og leik-
ritsins en Kristján frá Djúpalæk
þýddi söngtexta. Skömmu síðar var
uppfærsla Þjóðleikhússins gefin út á
plötu. Varð hún geysivinsæl. Var
slík útgáfa á leikriti algjör nýjung
hér á landi.
En hvað er það í raun og veru sem
tær fólk til að hlæja í hvert sinn sem
það heyrir minnst á Kardemommu-
bæinn? Áreiðanlega kímnilegar
persónur sem oft syngja við störf
sín. Lög og textar eftir Thorbjörn
Egner eru auðveldir og fljótlærðir.
Auk þess má færa lögin yfir á aðra
texta, enda hefur það oft verið gert
við önnur tækifæri. Litríkir búning-
ar og umfram allt snjöll sviðsmynd á
líka sinn þátt í vinsældum verksins.
Sú mynd er líka björt og hlý. Oftast
skín sól á kardemomma. Leikmynd
og búningar er einnig verk höfund-
arins sjálfs. Kardemommubærinn er
eins konar óperetta.
Kardemommubærinn var upphaf-
lega skrifaður sem framhaldsleikrit
fyrir barnatíma í norska ríkisútvarp-
inu skömmu eftir 1950. Árið 1955
kom verkið út í söguformi í Noregi.
Ári síðar var það sýnt í norska Þjóð-
leikhúsinu í Ösló.
Thorbjörn Egner samdi leikverk-
ið með aðstoð barna, bæði sinna
eigin og annarra. Hann las leikritið
fyrir þau og ræddi við þau um per-
sónurnar og gerðir þeirra. Þau
bentu á það sem þeim fannst að bet-
ur mætti fara og Thorbjörn felldi
það brott, en hann breytti líka og
bætti við ýmsu öðru, er laga þurfti.
Þannig tók hann beinlínis mið af
heimi barnanna sjálfra. Líklega er
það þetta sem gefur leiknum og
bókinni mest gildi. Sennilega hefur
Thorbjörn notað sér þessa leið enn
frekar en margir aðrir höfundar
barnabóka. Þó er Ijóst að fjölmargir
höfundar hafa unnið bækur sínar á
svipaðan hátt, en mismikið stuðst
við athugasemdir barnanna.
Fljótlega eftir sýningar norska
Þjóðleikhússins tóku önnur leikhús
Kardemommubæinn til sýninga og
fór hann sigurför um Evrópu næstu
árin. Leikurinn hét upphaflega
„Fólk og ræningjar í Kardemommu-
bæ“. Nafn bæjarins vísar til suð-
rænnar sólar og ilms af appelsínum,
52 FAXI