Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1990, Qupperneq 23

Faxi - 01.02.1990, Qupperneq 23
Viö sögðum í fyrra frá úrslitunum í golfinu hjá atvinnumönnunum í Evrópu. Þar sem ritstjóri Faxa er mikill áhugamaður um íþróttir og ekki hvað síst golfið, þá skjótum við hér inn lokastöðunni á Volvo-mótaröðinni 1989. Eins og menn muna ef til vill, þá var hin bráðskemmtilegi Severiano Ball- esteros í fyrsta sæti árið 1988 og Nick Faldo í öðru sæti. Þá varð í níunda sæti 24 ára gamall íri, Ronan Rafferty, að nafni. Ronan áttu nú frábært ár svo ekki sé meira sagt. Hann vann sína fyrstu 72 holu keppni í Evrópu, reyndar vann hann þrjú mót, hann átti sæti í Ryder-sveit Evrópu og hann varð að lokum efstur á Volvo-listanum í lok ársins. Hann lauk árinu með glæsibrag, vann sigur í Volvo Masters-mótinu í Valdorama á Spáni, síðasta mótinu á mótaröðinni. LOKARÖÐIN: 1. Ronan Rafferty Irland kr. 40.831.722 2. Jose Maria Olazabal Spánn kr. 34.296.378 3. Craig Parry Ástralía kr. 28.286.742 4. Nick Faldo England kr. 26.678.304 5. Mark James England kr. 25.083.343 6. lan Woosnam Wales kr. 21.430.020 7. Bernhard Langer Þýskaland kr. 20.929.788 8. Seve Ballesteros Spánn kr. 20.681.172 9. Mark Mc. Nulty Zimbabwe kr. 18.328.686 10. David Feherty írland kr. 18.173.034 Frændur okkar Svíar hafa á undanförnum árum átt marga góða golfleik- ara. Á síðasta ári voru það Ove Sellberg og Mats Lanner sem náðu bestum árangri. Ove varð í 29. sæti með kr. 10.360.650 og Mats í 32. sæti með kr. 9.723.366. Danskir golfleikarar eru einnig farnir að reyna sig í mótunum. Anders Sörensen varð í 102 sæti og vann til kr. 2.346.000 og Steen Tinning í 117. sæti með kr. 1.876.596. Vonandi fáum við að sjá íslensk nöfn á Volvo-listanum áður en langt um líður.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.